Vill að stærsti flokkurinn fái að ráða öllu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. janúar 2023 17:00 Alberto Nuñez Feijóo tók við formennsku í Lýðflokknum í byrjun apríl í fyrra. Hann freistar þess á þessu ári að koma sósíalistum frá völdum í þingkosningum sem fara fram síðla árs og leiða Lýðflokkinn aftur til valda. Eduardo Parra/Getty Images Leiðtogi hægri manna á Spáni hefur lagt til að ekki þurfi lengur að mynda meirihlutastjórnir í bæjar- og borgarstjórnum landsins. Sá flokkur sem fái flest atkvæði í kosningum fái einfaldlega að ráða öllu. Sósíalistar segja tillöguna lélegan brandara. Risastórt kosningaár hafið á Spáni Nýhafið ár er stórt kosningaár á Spáni. Nánar tiltekið þrefalt kosningaár. Í lok maí fara fram kosningar í öllum 8.112 sveitarfélögum Spánar og þá verður einnig gengið til kosninga í sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, en þau eru afar sjálfstæð og reka sjálfstæða stefnu í mjög stórum málaflokkum á borð við mennta- og heilbrigðismál. Loks verða þingkosningar undir lok ársins þar sem sósíalistar freista þess að halda stjórnartaumunum, en hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn sækir hart að honum. Þessir tveir flokkar eru algerir turnar í spænskum stjórnmálum og skiptast nokkurn veginn á að leiða ríkisstjórn í samstarfi við ýmsa smáflokka. Vill að stærsti flokkurinn ráði öllu Það hefur því vakið mikla athygli hér í byrjun árs að leiðtogi Lýðflokksins, Alberto Núñez Feijóo hefur sett fram þá róttæku tillögu að í sveitarstjórnarkosningum verði komið á því fyrirkomulagi að flokkurinn sem einfaldlega fái flest atkvæði fái að ráða. Hann fá bæjar- eða borgarstjórastólinn og svo ráði sá flokkur hreinlega því sem hann vilji ráða næstu fjögur árin. Mætir andstöðu innan flokks og utan Það er óhætt að segja að tillagan hefur vakið upp háværar umræður og blendin viðbrögð. Hún þykir ekki beint geisla af lýðræðisást og því sæta andstæðingar Lýðflokksins lagi og benda á að tillagan komi frá lóðréttu afsprengi Falangistaflokks Francos sem var einráður í landinu í tæp 40 ár á síðustu öld. Flokkurinn hefur í önnur 40 ár reynt að þurrka út tengingar sínar við Franco, en þessi tillaga gerir fátt nema skerpa þá minningu. Vinstri flokkarnir hafa afgreitt tillöguna sem slæman brandara, og tillagan hefur einnig fengið blendnar viðtökur innan Lýðflokksins. Sjálfur segir Feijóo að hann vonist eftir stuðningi sósíaldemókrata við tillöguna, og þá í trausti þess að þannig takist þessum tveimur flokkum í rauninni að koma á nokkurs konar 2ja flokka kerfi í sveitastjórnarmálum, þar sem annað hvort Lýðflokkurinn eða sósíalistar færu með öll völd og þessir stóru flokkar gætu hætt að þurfa að gera alls kyns hrossakaup við smærri flokka til að ná völdum. Öfgahægriflokkur eykur áhrif sín Fréttaskýrendur benda margir sömuleiðis á að Feijóo gæti í aðra röndina verið að leggja þetta til af ótta við að þurfa í vaxandi mæli eftir kosningarnar í vor, að leita eftir samstarfi við öfgahægriflokkinn VOX sem vex með ógnarhraða, en um þriðjungur spænsku þjóðarinnar skilgreinir þann flokk sem hreinræktaðan fasistaflokk. Spánn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Risastórt kosningaár hafið á Spáni Nýhafið ár er stórt kosningaár á Spáni. Nánar tiltekið þrefalt kosningaár. Í lok maí fara fram kosningar í öllum 8.112 sveitarfélögum Spánar og þá verður einnig gengið til kosninga í sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, en þau eru afar sjálfstæð og reka sjálfstæða stefnu í mjög stórum málaflokkum á borð við mennta- og heilbrigðismál. Loks verða þingkosningar undir lok ársins þar sem sósíalistar freista þess að halda stjórnartaumunum, en hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn sækir hart að honum. Þessir tveir flokkar eru algerir turnar í spænskum stjórnmálum og skiptast nokkurn veginn á að leiða ríkisstjórn í samstarfi við ýmsa smáflokka. Vill að stærsti flokkurinn ráði öllu Það hefur því vakið mikla athygli hér í byrjun árs að leiðtogi Lýðflokksins, Alberto Núñez Feijóo hefur sett fram þá róttæku tillögu að í sveitarstjórnarkosningum verði komið á því fyrirkomulagi að flokkurinn sem einfaldlega fái flest atkvæði fái að ráða. Hann fá bæjar- eða borgarstjórastólinn og svo ráði sá flokkur hreinlega því sem hann vilji ráða næstu fjögur árin. Mætir andstöðu innan flokks og utan Það er óhætt að segja að tillagan hefur vakið upp háværar umræður og blendin viðbrögð. Hún þykir ekki beint geisla af lýðræðisást og því sæta andstæðingar Lýðflokksins lagi og benda á að tillagan komi frá lóðréttu afsprengi Falangistaflokks Francos sem var einráður í landinu í tæp 40 ár á síðustu öld. Flokkurinn hefur í önnur 40 ár reynt að þurrka út tengingar sínar við Franco, en þessi tillaga gerir fátt nema skerpa þá minningu. Vinstri flokkarnir hafa afgreitt tillöguna sem slæman brandara, og tillagan hefur einnig fengið blendnar viðtökur innan Lýðflokksins. Sjálfur segir Feijóo að hann vonist eftir stuðningi sósíaldemókrata við tillöguna, og þá í trausti þess að þannig takist þessum tveimur flokkum í rauninni að koma á nokkurs konar 2ja flokka kerfi í sveitastjórnarmálum, þar sem annað hvort Lýðflokkurinn eða sósíalistar færu með öll völd og þessir stóru flokkar gætu hætt að þurfa að gera alls kyns hrossakaup við smærri flokka til að ná völdum. Öfgahægriflokkur eykur áhrif sín Fréttaskýrendur benda margir sömuleiðis á að Feijóo gæti í aðra röndina verið að leggja þetta til af ótta við að þurfa í vaxandi mæli eftir kosningarnar í vor, að leita eftir samstarfi við öfgahægriflokkinn VOX sem vex með ógnarhraða, en um þriðjungur spænsku þjóðarinnar skilgreinir þann flokk sem hreinræktaðan fasistaflokk.
Spánn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira