Vill að stærsti flokkurinn fái að ráða öllu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. janúar 2023 17:00 Alberto Nuñez Feijóo tók við formennsku í Lýðflokknum í byrjun apríl í fyrra. Hann freistar þess á þessu ári að koma sósíalistum frá völdum í þingkosningum sem fara fram síðla árs og leiða Lýðflokkinn aftur til valda. Eduardo Parra/Getty Images Leiðtogi hægri manna á Spáni hefur lagt til að ekki þurfi lengur að mynda meirihlutastjórnir í bæjar- og borgarstjórnum landsins. Sá flokkur sem fái flest atkvæði í kosningum fái einfaldlega að ráða öllu. Sósíalistar segja tillöguna lélegan brandara. Risastórt kosningaár hafið á Spáni Nýhafið ár er stórt kosningaár á Spáni. Nánar tiltekið þrefalt kosningaár. Í lok maí fara fram kosningar í öllum 8.112 sveitarfélögum Spánar og þá verður einnig gengið til kosninga í sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, en þau eru afar sjálfstæð og reka sjálfstæða stefnu í mjög stórum málaflokkum á borð við mennta- og heilbrigðismál. Loks verða þingkosningar undir lok ársins þar sem sósíalistar freista þess að halda stjórnartaumunum, en hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn sækir hart að honum. Þessir tveir flokkar eru algerir turnar í spænskum stjórnmálum og skiptast nokkurn veginn á að leiða ríkisstjórn í samstarfi við ýmsa smáflokka. Vill að stærsti flokkurinn ráði öllu Það hefur því vakið mikla athygli hér í byrjun árs að leiðtogi Lýðflokksins, Alberto Núñez Feijóo hefur sett fram þá róttæku tillögu að í sveitarstjórnarkosningum verði komið á því fyrirkomulagi að flokkurinn sem einfaldlega fái flest atkvæði fái að ráða. Hann fá bæjar- eða borgarstjórastólinn og svo ráði sá flokkur hreinlega því sem hann vilji ráða næstu fjögur árin. Mætir andstöðu innan flokks og utan Það er óhætt að segja að tillagan hefur vakið upp háværar umræður og blendin viðbrögð. Hún þykir ekki beint geisla af lýðræðisást og því sæta andstæðingar Lýðflokksins lagi og benda á að tillagan komi frá lóðréttu afsprengi Falangistaflokks Francos sem var einráður í landinu í tæp 40 ár á síðustu öld. Flokkurinn hefur í önnur 40 ár reynt að þurrka út tengingar sínar við Franco, en þessi tillaga gerir fátt nema skerpa þá minningu. Vinstri flokkarnir hafa afgreitt tillöguna sem slæman brandara, og tillagan hefur einnig fengið blendnar viðtökur innan Lýðflokksins. Sjálfur segir Feijóo að hann vonist eftir stuðningi sósíaldemókrata við tillöguna, og þá í trausti þess að þannig takist þessum tveimur flokkum í rauninni að koma á nokkurs konar 2ja flokka kerfi í sveitastjórnarmálum, þar sem annað hvort Lýðflokkurinn eða sósíalistar færu með öll völd og þessir stóru flokkar gætu hætt að þurfa að gera alls kyns hrossakaup við smærri flokka til að ná völdum. Öfgahægriflokkur eykur áhrif sín Fréttaskýrendur benda margir sömuleiðis á að Feijóo gæti í aðra röndina verið að leggja þetta til af ótta við að þurfa í vaxandi mæli eftir kosningarnar í vor, að leita eftir samstarfi við öfgahægriflokkinn VOX sem vex með ógnarhraða, en um þriðjungur spænsku þjóðarinnar skilgreinir þann flokk sem hreinræktaðan fasistaflokk. Spánn Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Risastórt kosningaár hafið á Spáni Nýhafið ár er stórt kosningaár á Spáni. Nánar tiltekið þrefalt kosningaár. Í lok maí fara fram kosningar í öllum 8.112 sveitarfélögum Spánar og þá verður einnig gengið til kosninga í sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, en þau eru afar sjálfstæð og reka sjálfstæða stefnu í mjög stórum málaflokkum á borð við mennta- og heilbrigðismál. Loks verða þingkosningar undir lok ársins þar sem sósíalistar freista þess að halda stjórnartaumunum, en hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn sækir hart að honum. Þessir tveir flokkar eru algerir turnar í spænskum stjórnmálum og skiptast nokkurn veginn á að leiða ríkisstjórn í samstarfi við ýmsa smáflokka. Vill að stærsti flokkurinn ráði öllu Það hefur því vakið mikla athygli hér í byrjun árs að leiðtogi Lýðflokksins, Alberto Núñez Feijóo hefur sett fram þá róttæku tillögu að í sveitarstjórnarkosningum verði komið á því fyrirkomulagi að flokkurinn sem einfaldlega fái flest atkvæði fái að ráða. Hann fá bæjar- eða borgarstjórastólinn og svo ráði sá flokkur hreinlega því sem hann vilji ráða næstu fjögur árin. Mætir andstöðu innan flokks og utan Það er óhætt að segja að tillagan hefur vakið upp háværar umræður og blendin viðbrögð. Hún þykir ekki beint geisla af lýðræðisást og því sæta andstæðingar Lýðflokksins lagi og benda á að tillagan komi frá lóðréttu afsprengi Falangistaflokks Francos sem var einráður í landinu í tæp 40 ár á síðustu öld. Flokkurinn hefur í önnur 40 ár reynt að þurrka út tengingar sínar við Franco, en þessi tillaga gerir fátt nema skerpa þá minningu. Vinstri flokkarnir hafa afgreitt tillöguna sem slæman brandara, og tillagan hefur einnig fengið blendnar viðtökur innan Lýðflokksins. Sjálfur segir Feijóo að hann vonist eftir stuðningi sósíaldemókrata við tillöguna, og þá í trausti þess að þannig takist þessum tveimur flokkum í rauninni að koma á nokkurs konar 2ja flokka kerfi í sveitastjórnarmálum, þar sem annað hvort Lýðflokkurinn eða sósíalistar færu með öll völd og þessir stóru flokkar gætu hætt að þurfa að gera alls kyns hrossakaup við smærri flokka til að ná völdum. Öfgahægriflokkur eykur áhrif sín Fréttaskýrendur benda margir sömuleiðis á að Feijóo gæti í aðra röndina verið að leggja þetta til af ótta við að þurfa í vaxandi mæli eftir kosningarnar í vor, að leita eftir samstarfi við öfgahægriflokkinn VOX sem vex með ógnarhraða, en um þriðjungur spænsku þjóðarinnar skilgreinir þann flokk sem hreinræktaðan fasistaflokk.
Spánn Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent