„Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 16:05 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Hún var alltaf eins og klettur á bak við mann sinn sem tókst á við hvert verkefnið á fætur öðru á hæstu fjöllum heimsins. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, er vægast sagt ósátt við fullyrðingu norsku fjallgöngukonunnar Kristinu Harila um að hafa fengið beiðni frá íslenskri konu um að klippa á taug á fjallinu K2 sem lík íslenska fjallgöngugarpsins hangir á. Það var snemma árs 2021 sem John Snorri gerði atlögu að risafjallinu K2 sem þá hafði ekki verið klifið að vetri til. John Snorri fórst á fjallinu ásamt tveimur samferðamönnum sínum. Talið er líklegt að John Snorri hafi náð toppi fjallsins og slys hafi orðið á niðurleið. Það verður þó líklega seint sannað. Gerð var árangurslaus tilraun til að ná jarðneskum leifum Johns Snorra niður af K2 sumarið 2022. Þær liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu og gekk illa að færa þær af gönguleiðinni að því er fram kom í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Síðan hefur lítið heyrst þar til Kristin Harila veitti norska miðlinum KK.no viðtal. Hún stefnir á að klífa K2 og segir í samtali við KK að íslensk kona hafi sett sig í samband við hana með þá beiðni að losa taug Johns Snorra. Kristin segist hafa ætlað að reyna að verða við beiðninni en varað við að slíku verkefni fylgi mikil áhætta. Af viðtalinu má skilja að konan sem um ræðir sé ekkja Johns Snorra. Þetta þvertekur Lína Móey, ekkja Johns Snorra, fyrir í færslu á Facebook. „Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ segir Lína Móey. „Fjölskyldan tók þá ákvörðun frá byrjun að leggja ekki líf annarra í hættu. Það var Mingma G sem kom sjálfur til okkar og vildi sjá hvort hann gæti fært John á betri stað. Allar aðrar sögur eru uppspuni!“ Mingma Gyalje er nepalskur fjallagarpur sem var í hópnum sem fyrstur toppaði K2 að vetrarlagi. Þeir John Snorri toppuðu K2 að sumarlagi árið 2017. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Línu Móey í dag vegna málsins. John Snorri á K2 Fjallamennska Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það var snemma árs 2021 sem John Snorri gerði atlögu að risafjallinu K2 sem þá hafði ekki verið klifið að vetri til. John Snorri fórst á fjallinu ásamt tveimur samferðamönnum sínum. Talið er líklegt að John Snorri hafi náð toppi fjallsins og slys hafi orðið á niðurleið. Það verður þó líklega seint sannað. Gerð var árangurslaus tilraun til að ná jarðneskum leifum Johns Snorra niður af K2 sumarið 2022. Þær liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu og gekk illa að færa þær af gönguleiðinni að því er fram kom í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Síðan hefur lítið heyrst þar til Kristin Harila veitti norska miðlinum KK.no viðtal. Hún stefnir á að klífa K2 og segir í samtali við KK að íslensk kona hafi sett sig í samband við hana með þá beiðni að losa taug Johns Snorra. Kristin segist hafa ætlað að reyna að verða við beiðninni en varað við að slíku verkefni fylgi mikil áhætta. Af viðtalinu má skilja að konan sem um ræðir sé ekkja Johns Snorra. Þetta þvertekur Lína Móey, ekkja Johns Snorra, fyrir í færslu á Facebook. „Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ segir Lína Móey. „Fjölskyldan tók þá ákvörðun frá byrjun að leggja ekki líf annarra í hættu. Það var Mingma G sem kom sjálfur til okkar og vildi sjá hvort hann gæti fært John á betri stað. Allar aðrar sögur eru uppspuni!“ Mingma Gyalje er nepalskur fjallagarpur sem var í hópnum sem fyrstur toppaði K2 að vetrarlagi. Þeir John Snorri toppuðu K2 að sumarlagi árið 2017. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Línu Móey í dag vegna málsins.
John Snorri á K2 Fjallamennska Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira