„Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. janúar 2023 16:04 Sara Gunnarsdóttir hlaut í dag tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Stöð 2/Ívar Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. „Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í að fara með myndina á festivöl,“ segir Sara um tilefninguna í samtali við fréttastofu. Stefnan var alltaf sett á Óskarinn. Þau töldu sig hafa 50 prósent líkur á að ná í tilnefningu í ár. „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart en við vorum samt rosa stressuð.“ Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Söru á heimili hennar í Hafnarfirði í dag. Sara leikstýrði teiknuðu stuttmyndinni My Year of Dicks sem kom út á síðasta ári. Hún gerði myndina með Pamelu Ribbon. Myndin fjallar um Pam sem þráir það eitt að missa meydóminn og leitar ákaft að „hinum eina sanna.“ Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur búið erlendis í fjórtán ár en flutti til Íslands fyrir ári síðan. Tilnefningin sigur „Keppnismanneskjunni í manni langar að ná langt,“ svaraði Sara aðspurð hvort hana dreymdi um að vinna Óskarsverðlaun. Aðspurð hvort hún sé vongóð svarar hún: „Ég held að þetta hafi verið sigur fyrir mig.“ Eins og áður sagði verða verðlaunin afhent 12. mars. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi. Söru langar að taka eiginmanninn, dótturina og móður sína með sér út til Los Angeles á Óskarsverðlaunahátíðina. „Mig langar að taka alla fjölskylduna með og njóta þess.“ Sara getur fetað í fótspor Hildar Guðna, sem vann Óskarinn fyrst Íslendinga.Stöð 2/Ívar Draumur að gera þetta að þætti Sara er listakona og leikstjóri sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að gerð teiknimynda, tónlistarmyndbanda og öðrum kvikmynda- og sjónvarpstengdum verkefnum. Hún kom meðal annars að gerð HBO heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy tilnefningu. Sara segir að nú þegar hafi dyr opnast eftir að stuttmyndin kom út. „Okkur langar að gera meira af þessu efni sem þáttaseríu.“ Sara er einnig að fara að koma að heimildarmynd um Jeff Buckley og fleira skemmtilegt. Mynd Söru hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum Besta teiknaða stuttmyndin. Sara gæti því fetað í fótspor Hildar Guðnadóttur og orðið annar Íslendingurinn til þess að vinna Óskarsverðlaun. Stuttmyndina My Year of Dicks má sjá hér fyrir neðan. Þá má sjá lista yfir allar tilnefningarnar hér. My Year Of Dicks (2022) from Sara Gunnarsdottir on Vimeo. Óskarsverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20 Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27 Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00 Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í að fara með myndina á festivöl,“ segir Sara um tilefninguna í samtali við fréttastofu. Stefnan var alltaf sett á Óskarinn. Þau töldu sig hafa 50 prósent líkur á að ná í tilnefningu í ár. „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart en við vorum samt rosa stressuð.“ Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Söru á heimili hennar í Hafnarfirði í dag. Sara leikstýrði teiknuðu stuttmyndinni My Year of Dicks sem kom út á síðasta ári. Hún gerði myndina með Pamelu Ribbon. Myndin fjallar um Pam sem þráir það eitt að missa meydóminn og leitar ákaft að „hinum eina sanna.“ Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur búið erlendis í fjórtán ár en flutti til Íslands fyrir ári síðan. Tilnefningin sigur „Keppnismanneskjunni í manni langar að ná langt,“ svaraði Sara aðspurð hvort hana dreymdi um að vinna Óskarsverðlaun. Aðspurð hvort hún sé vongóð svarar hún: „Ég held að þetta hafi verið sigur fyrir mig.“ Eins og áður sagði verða verðlaunin afhent 12. mars. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi. Söru langar að taka eiginmanninn, dótturina og móður sína með sér út til Los Angeles á Óskarsverðlaunahátíðina. „Mig langar að taka alla fjölskylduna með og njóta þess.“ Sara getur fetað í fótspor Hildar Guðna, sem vann Óskarinn fyrst Íslendinga.Stöð 2/Ívar Draumur að gera þetta að þætti Sara er listakona og leikstjóri sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að gerð teiknimynda, tónlistarmyndbanda og öðrum kvikmynda- og sjónvarpstengdum verkefnum. Hún kom meðal annars að gerð HBO heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy tilnefningu. Sara segir að nú þegar hafi dyr opnast eftir að stuttmyndin kom út. „Okkur langar að gera meira af þessu efni sem þáttaseríu.“ Sara er einnig að fara að koma að heimildarmynd um Jeff Buckley og fleira skemmtilegt. Mynd Söru hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum Besta teiknaða stuttmyndin. Sara gæti því fetað í fótspor Hildar Guðnadóttur og orðið annar Íslendingurinn til þess að vinna Óskarsverðlaun. Stuttmyndina My Year of Dicks má sjá hér fyrir neðan. Þá má sjá lista yfir allar tilnefningarnar hér. My Year Of Dicks (2022) from Sara Gunnarsdottir on Vimeo.
Óskarsverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20 Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27 Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00 Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20
Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27
Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00
Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00