Þau hjónin eiga fyrir einn son, August Philip Hawke Brooksbank, sem fæddist í febrúar árið 2021. Hann er tólfti í erfðaröðinni og mun nýja barnið verða þrettánda í röðinni.
Evgenía er yngri dóttir Andrésar prins, bróður Karls III konungs. Hún á eina eldri systur, Beatrice, en foreldrar þeirra skildu þegar Beatrice var átta ára og Evgenía sex ára.
„Fjölskyldan er himinlifandi og August er mjög spenntur að verða stóri bróðir,“ segir í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni.