Hluti nemenda haldi sig heima og aðrir komi með nesti vegna myglu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2023 20:15 Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í Flataskóla. Vísir/Sigurjón Niðurstöður úr sýnatökum í Flataskóla í Garðabæ benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum í skólanum til viðbótar vegna myglu. Nemendur í þriðja og sjöunda bekk þurfa að halda sig heima næstu tvo daga og aðrir nemendur þurfa að taka með nesti vegna lokunar mötuneytis skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var á forráðamenn barna við skólann, fréttastofa hefur póstinn undir höndum. Mygla greindist fyrst í Flataskóla úr sýnum sem tekin voru í október síðastliðnum. Í kjölfarið var farið í heildarúttekt innan skólans. Í tölvupóstinum segir að áhersla hafi verið lögð á að grípa skjótt til aðgerða og að Garðabær vinni náið með verkfræðistofunni Mannvit, sem heldur utan um sýnatökur og aðgerðir. „Mannvit upplýsti í dag, 23. janúar, um fyrstu niðurstöður úr sýnatökum sem fram fóru í desember og janúar en þær benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum til viðbótar í skólanum. Um er að ræða matsal og leikskóladeild skólans en einnig tvær kennslustofur 7. bekkja, eina stofu 3. bekkja, eina stofu 6. bekkja og sérkennslurými,“ segir í tilkynningunni. Til þess að geta brugðist við breyttum aðstæðum muni nemendur í þriðja bekk og sjöunda bekk þurfa að vera heima næstu tvo daga. Starfsemi leikskólans muni einnig liggja niðri næstu tvo daga. Mötuneytinu skellt í lás Þá segir að þeir nemendur sem munu geta mætt í skólann á morgun, þriðjudag, muni þurfa að taka með sér nesti í skólann vegna lokunar mötuneytisins. Frá og með miðvikudegi muni Matartíminn, sem rekur mötuneyti skólans, sjá nemendum í mataráskrift fyrir nesti. Þá segir að á næstu tveimur dögum muni starfsmenn skólans vinna að endurskipulagningu fyrir þá árganga sem um ræðir og forráðamenn verði áfram upplýstir um stöðu mála. Frekari niðurstaða sýnataka sé enn beðið og að Mannvit hafi ráðlagt Garðabæ að grípa til framangreindra ráðstafana í samræmi við verklag bæjarins. Óvissa með framhaldið Í tölvupóstinum segir að næstu skref verklagsins séu að loka umræddum rýmum með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir á þeim standa yfir. Beðið sé eftir endanlegum niðurstöðum sýnatöku og þá verði hægt að leggja heildarmat á ástand skólans og í kjölfarið ráðast í endurbætur þar sem þörf er á. Komi til þess verði afmörkuðum svæðum lokað með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir standa yfir. Víðtækar hreingerningar verði framkvæmdar strax eftir lagfæringar ásamt hreinsun loftræstikerfis og að lokum muni Mannvit sjá um eftirfylgni en sýnataka fari aftur fram tveimur til þremur mánuðum eftir að viðgerðum er lokið. Garðabær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Skýrslan sem hvarf Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. 17. janúar 2023 17:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var á forráðamenn barna við skólann, fréttastofa hefur póstinn undir höndum. Mygla greindist fyrst í Flataskóla úr sýnum sem tekin voru í október síðastliðnum. Í kjölfarið var farið í heildarúttekt innan skólans. Í tölvupóstinum segir að áhersla hafi verið lögð á að grípa skjótt til aðgerða og að Garðabær vinni náið með verkfræðistofunni Mannvit, sem heldur utan um sýnatökur og aðgerðir. „Mannvit upplýsti í dag, 23. janúar, um fyrstu niðurstöður úr sýnatökum sem fram fóru í desember og janúar en þær benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum til viðbótar í skólanum. Um er að ræða matsal og leikskóladeild skólans en einnig tvær kennslustofur 7. bekkja, eina stofu 3. bekkja, eina stofu 6. bekkja og sérkennslurými,“ segir í tilkynningunni. Til þess að geta brugðist við breyttum aðstæðum muni nemendur í þriðja bekk og sjöunda bekk þurfa að vera heima næstu tvo daga. Starfsemi leikskólans muni einnig liggja niðri næstu tvo daga. Mötuneytinu skellt í lás Þá segir að þeir nemendur sem munu geta mætt í skólann á morgun, þriðjudag, muni þurfa að taka með sér nesti í skólann vegna lokunar mötuneytisins. Frá og með miðvikudegi muni Matartíminn, sem rekur mötuneyti skólans, sjá nemendum í mataráskrift fyrir nesti. Þá segir að á næstu tveimur dögum muni starfsmenn skólans vinna að endurskipulagningu fyrir þá árganga sem um ræðir og forráðamenn verði áfram upplýstir um stöðu mála. Frekari niðurstaða sýnataka sé enn beðið og að Mannvit hafi ráðlagt Garðabæ að grípa til framangreindra ráðstafana í samræmi við verklag bæjarins. Óvissa með framhaldið Í tölvupóstinum segir að næstu skref verklagsins séu að loka umræddum rýmum með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir á þeim standa yfir. Beðið sé eftir endanlegum niðurstöðum sýnatöku og þá verði hægt að leggja heildarmat á ástand skólans og í kjölfarið ráðast í endurbætur þar sem þörf er á. Komi til þess verði afmörkuðum svæðum lokað með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir standa yfir. Víðtækar hreingerningar verði framkvæmdar strax eftir lagfæringar ásamt hreinsun loftræstikerfis og að lokum muni Mannvit sjá um eftirfylgni en sýnataka fari aftur fram tveimur til þremur mánuðum eftir að viðgerðum er lokið.
Garðabær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Skýrslan sem hvarf Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. 17. janúar 2023 17:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35
Skýrslan sem hvarf Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. 17. janúar 2023 17:31