Á fjórða tug fjár brann inni í miklum eldsvoða í Ásahreppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2023 16:12 Fjörutíu slökkviliðsmenn sinntu verkefninu. Leifur slökkviliðsstjóri þakkar Brunavörnum Árnessýslu kærlega fyrir veitta aðstoð. Bóndi á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu syrgir 35 kindur sem brunnu inni í fjárhúsi í gærkvöldi. Fjölmennt lið slökkviliðs sinnti útkallinu. Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu, segir í samtali við Vísi að um fjörutíu slökkviliðsmenn hafi komið að eldsvoðanum. „Þetta var mjög erfitt,“ segir Leifur. Mbl.is greindi fyrst frá eldsvoðanum. Guðjón Björnsson, bóndi á Syðri-Hömrum 2, átti 35 kindur sem allar brunnu inni. Hann segir hafa verið ömurlegt að horfa upp á féð og rollurnar verða eldinum að bráð. „Þetta var svakalegur bruni,“ segir Guðjón. Um er að ræða útihúsasamstæðu hjá nágrönnum hans á Syðri-Hömrum. Guðjón segir eiginkonu sína hafa komið á vettvang á undan honum. Þau hafi leigt húsnæði hjá þeim fyrir kindurnar sínar. „Þær brunnu allar inni og rúlluvél frá okkur líka.“ Líkast til einhver straumur á dráttarvél Í útihúsasamstæðunni var að finna frekar nýlegt fjárhús, hlöðu og svo eldra fjárhús þar sem kindur Guðjóns og konu hans var að finna. Guðjón telur líklegast að kviknað hafi í út frá dráttarvél sem var inni í hlöðunni. Einhver straumur hafi líkast til verið á og vírar nuddast saman. Leifur slökkviliðsstjóri vildi ekki tjá sig sérstaklega um eina kenningu frekar en aðra hvað varðaði eldsupptöku. Guðjón segir eiginkonu sína hafa opnað fjárhúsið um leið og hún kom á svæðið. Þá var enn aðeins eldur í hlöðunni sem tengir fjárhúsin. Kindurnar hafi neitað að koma út. Hann vonar að rollurnar hafi liðið út af vegna reykeitrunar áður en eldurinn náði til þeirra. Vísar Guðjón til samtals við slökkviliðsstjórann sem hafi tjáð honum að dýrin séu viðkvæmari en mannfólkið fyrir reyk. „Þau líða út af. Maður vonar að það hafi gerst áður en þær brunnu.“ Guðjón og frú eru með fimmtíu kýr og róbóta á bæ sínum. Þangað barst reykurinn inn í fjós en slökkviliðsmenn náðu að ræsa út reykinn. „Maður hélt að það færi allt,“ segir Guðjón, ósofinn og að reyna að ná áttum eftir eldsvoðann í gærkvöldi. Lítið vatn á svæðinu Leifur slökkviliðsstjóri segir útkallið hafa borist 20:55 og slökkvistarf staðið til klukkan hálf tvö um nóttina. Í framhaldinu hafi lögreglumaður vaktað svæðið og hring um þrjúleytið eftir aðstoð þar sem hann merkti aukningu í reyk. Þá hafi Leifur farið við annan slökkviliðsmann og slökkt í glæðum. Mikill eldsmatur var í húsunum sem útskýrir hvers vegna eldurinn logaði svo glatt þegar slökkvilið mætti á vettvang. Slökkviliðið á Hellu er aðeins í nítján kílómetra fjarlægð frá Syðri-Hömrum. Alls fóru 111 þúsund lítrar í slökkvistarfið. Fara þurfti aftur á Hellu eftir meira vatni en erfitt er að nálgast vatn í nágrenni Syðri-Hamra. Lítið er um brunna og erfitt að sækja vatn í ár. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu aðstoðaði við slökkvistarf og kann Leifur þeim bestu þakkir fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Rangárþing ytra Slökkvilið Ásahreppur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu, segir í samtali við Vísi að um fjörutíu slökkviliðsmenn hafi komið að eldsvoðanum. „Þetta var mjög erfitt,“ segir Leifur. Mbl.is greindi fyrst frá eldsvoðanum. Guðjón Björnsson, bóndi á Syðri-Hömrum 2, átti 35 kindur sem allar brunnu inni. Hann segir hafa verið ömurlegt að horfa upp á féð og rollurnar verða eldinum að bráð. „Þetta var svakalegur bruni,“ segir Guðjón. Um er að ræða útihúsasamstæðu hjá nágrönnum hans á Syðri-Hömrum. Guðjón segir eiginkonu sína hafa komið á vettvang á undan honum. Þau hafi leigt húsnæði hjá þeim fyrir kindurnar sínar. „Þær brunnu allar inni og rúlluvél frá okkur líka.“ Líkast til einhver straumur á dráttarvél Í útihúsasamstæðunni var að finna frekar nýlegt fjárhús, hlöðu og svo eldra fjárhús þar sem kindur Guðjóns og konu hans var að finna. Guðjón telur líklegast að kviknað hafi í út frá dráttarvél sem var inni í hlöðunni. Einhver straumur hafi líkast til verið á og vírar nuddast saman. Leifur slökkviliðsstjóri vildi ekki tjá sig sérstaklega um eina kenningu frekar en aðra hvað varðaði eldsupptöku. Guðjón segir eiginkonu sína hafa opnað fjárhúsið um leið og hún kom á svæðið. Þá var enn aðeins eldur í hlöðunni sem tengir fjárhúsin. Kindurnar hafi neitað að koma út. Hann vonar að rollurnar hafi liðið út af vegna reykeitrunar áður en eldurinn náði til þeirra. Vísar Guðjón til samtals við slökkviliðsstjórann sem hafi tjáð honum að dýrin séu viðkvæmari en mannfólkið fyrir reyk. „Þau líða út af. Maður vonar að það hafi gerst áður en þær brunnu.“ Guðjón og frú eru með fimmtíu kýr og róbóta á bæ sínum. Þangað barst reykurinn inn í fjós en slökkviliðsmenn náðu að ræsa út reykinn. „Maður hélt að það færi allt,“ segir Guðjón, ósofinn og að reyna að ná áttum eftir eldsvoðann í gærkvöldi. Lítið vatn á svæðinu Leifur slökkviliðsstjóri segir útkallið hafa borist 20:55 og slökkvistarf staðið til klukkan hálf tvö um nóttina. Í framhaldinu hafi lögreglumaður vaktað svæðið og hring um þrjúleytið eftir aðstoð þar sem hann merkti aukningu í reyk. Þá hafi Leifur farið við annan slökkviliðsmann og slökkt í glæðum. Mikill eldsmatur var í húsunum sem útskýrir hvers vegna eldurinn logaði svo glatt þegar slökkvilið mætti á vettvang. Slökkviliðið á Hellu er aðeins í nítján kílómetra fjarlægð frá Syðri-Hömrum. Alls fóru 111 þúsund lítrar í slökkvistarfið. Fara þurfti aftur á Hellu eftir meira vatni en erfitt er að nálgast vatn í nágrenni Syðri-Hamra. Lítið er um brunna og erfitt að sækja vatn í ár. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu aðstoðaði við slökkvistarf og kann Leifur þeim bestu þakkir fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing ytra Slökkvilið Ásahreppur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira