Laus úr öndunarvél og af sjúkrahúsi eftir að hafa bjargað börnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 09:30 Peyton Hillis með leikkonunni Geena Davis en hann spilaði lengi í NFL-deildinni. Getty/Ernesto Di Stefano Fyrrum NFL-leikmaður sýndi mikla hetjudáð á dögunum og lagði líf sitt í mikla hættu en allt endaði vel sem betur fer. Peyton Hillis var ruðningstjarna í háskólafótboltanum með Arkansas og seinna leikmaður í NFL-deildinni. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi um helgina eftir að hafa legið þar í tvær vikur þar af lengi í öndunarvél og að berjast fyrir lífi sínu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Hinn 36 ára gamli Hillis er nú búinn að ná sér en hann hefur fengið margar kveðjur og mikinn stuðning síðan fréttist af slysinu. Kærasta hans Angela Cole birti mynd af Hillis með læknaliðinu á samfélagsmiðlum en hann eyddi hálfum mánuði á Baptist sjúkrahúsinu í Pensacola á Flórída. Þar þakkaði hún fyrir magnaðan stuðning og mikinn velvilja. Hillis hafði verið fluttur á sjúkrahúsið meðvitundarlaus í þyrlu eftir að hafa þurft að bjarga tveimur börnum sínum frá drukknun en slysið varð 4. janúar síðastliðinn. Tveir fullorðnir og tvö börn lentu í vandræðum í sjónum fyrir utan Pensacola þegar Hillis kom til bjargar. Börnin sluppu vel en fullorðna fólkið endaði á sjúkrahúsi. Hillis kom verst út úr þessu og var lengi í öndunarvél. Aldur hans og hreysti áttu örugglega þátt í því að allt fór vel á endanum. Hillis lék í NFL-deildinni frá 2008 til 2014 með Denver Broncos, Cleveland Browns, Kansas City Chiefs og New York Giants. NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Peyton Hillis var ruðningstjarna í háskólafótboltanum með Arkansas og seinna leikmaður í NFL-deildinni. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi um helgina eftir að hafa legið þar í tvær vikur þar af lengi í öndunarvél og að berjast fyrir lífi sínu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Hinn 36 ára gamli Hillis er nú búinn að ná sér en hann hefur fengið margar kveðjur og mikinn stuðning síðan fréttist af slysinu. Kærasta hans Angela Cole birti mynd af Hillis með læknaliðinu á samfélagsmiðlum en hann eyddi hálfum mánuði á Baptist sjúkrahúsinu í Pensacola á Flórída. Þar þakkaði hún fyrir magnaðan stuðning og mikinn velvilja. Hillis hafði verið fluttur á sjúkrahúsið meðvitundarlaus í þyrlu eftir að hafa þurft að bjarga tveimur börnum sínum frá drukknun en slysið varð 4. janúar síðastliðinn. Tveir fullorðnir og tvö börn lentu í vandræðum í sjónum fyrir utan Pensacola þegar Hillis kom til bjargar. Börnin sluppu vel en fullorðna fólkið endaði á sjúkrahúsi. Hillis kom verst út úr þessu og var lengi í öndunarvél. Aldur hans og hreysti áttu örugglega þátt í því að allt fór vel á endanum. Hillis lék í NFL-deildinni frá 2008 til 2014 með Denver Broncos, Cleveland Browns, Kansas City Chiefs og New York Giants.
NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira