Kim heldur úti TikTok reikningi ásamt átta ára gamalli dóttur sinni North. Þar koma reglulega inn skrautleg myndbönd þar sem North er nú oftast í aðalhlutverki, en stundum gera þær mæðgur myndbönd saman.
Í vikunni birti Kim myndband sem vakið hefur mikla athygli. Þar tók hún þátt í svokölluðu „British Girl“ trendi sem gengur út á það að breyta sér í breska „skinku“ með miklu magni af förðunarvörum. Þar gegna gerviaugnhár, mikil brúnka, áberandi augabrúnir og húðlitaðar varir aðalhlutverki.
Þetta trend hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðilinn TikTok en slík myndbönd hafa fengið yfir 184 milljónir áhorf. Kim stökk því að sjálfsögðu á vagninn og hefur myndband hennar fengið yfir 36 milljónir áhorf.