Ragnar Þór vill leiða VR áfram Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2023 11:23 Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR bæði árið 2019 og 2021. Kosningar fara fram innan félagsins í þarnæsta mánuði. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. Ragnar Þór greinir frá ákvörðun sinni á Facebook, en hann hefur leitt félagið frá árinu 2017. Í færslu sinni segir hann að þrátt fyrir neikveiða umræðu um verkalýðshreyfinguna standi VR ákaflega vel. Starf stjórnar og skrifstofu VR hafi verið framúrskarandi gott og einkennst af mikilli samheldni og virðingu. „Á síðasta ári fór félagsaðild í fyrsta skipti yfir 40 þúsund sem gerir félagið að lang stærsta stéttarfélagi landsins. Við munum halda áfram þeirri góðu vinnu við breytingar á félaginu til að koma betur til móts við breytingar á vinnumarkaði og ólíkar þarfir ólíkra hópa innan okkar raða. Meira um það síðar. Það hefur farið mikil orka í innbyrðis átök á vettvangi ASÍ og er hreyfingin þverklofin hvað það varðar. Ég trúi því að hreyfingunni beri gæfa til að vinna sig í gegnum þessa stöðu á komandi framhaldsþingi ASÍ og mun ég leggja mitt af mörkum svo það megi verða. Stjórnarstarfið í VR hefur gengið afskaplega vel. Að vinna í slíku umhverfi þar sem þú ert alltaf með vindinn í bakið eru ekki bara forréttindi heldur gerir það okkur kleift að vinna mun fleiri hagsmunamálum okkar brautargengi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Við erum liðsheild og allir leggja sitt af mörkum í að vinna sem best fyrir félagsfólkið okkar. Rekstur og staða félagsins hefur aldrei verið sterkari og starfsandi vart verið betri í þau 14 ár sem ég hef setið í stjórn og sem formaður félagsins,“ segir Ragnar Þór. Endurkjörinn 2019 og 2021 Ragnar Þór var kjörinn formaður VR árið 2017 þegar hann hafði betur gegn Ólafíu B. Rafnsdóttur, þáverandi formanni. Hlaut hann þá 63 prósent greiddra atkvæða. Hann var sjálfkjörinn árið 2019 en Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn Ragnari Þór í mars 2021 og hlaut Ragnari Þór þá 63 prósent atkvæða. Hann bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands í haust, en dró síðar framboð sitt til baka. Formaðurinn segir áherslur hans verði sem fyrr segir að halda áfram að bæta kjör og réttindi félagsfólks VR og berjast fyrir réttlátara samfélagi og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. „Við höfum nú þegar hafið vinnu við gerð langtíma kjarasamnings sem byrjaði á viðræðum um starfsmenntamálin 19. janúar. Við munum hefja viðræður um stytttingu vinnuvikunnar, fjölgun orlofsdaga og fjarvinnu 14.mars næstkomandi og svo koll af kolli. Ég mun einnig leggja mikla áherslu á jafnréttismálin og áframhaldandi gott samstarf við önnur hagsmunasamtök í almannaþágu,“ segir Ragnar Þór. Húsnæðismálin stóra málið Ragnar Þór segir að stóru málin framundan séu sem fyrr húsnæðismálin. Þar beri helst að nefna aukna leiguvernd og aðgerðir vegna stöðu þeirra sem eru með stökkbreytt húsnæðislán. Sömuleiðis áframhaldandi uppbygging Bjargs og Blævar. „VR er að hefja framkvæmdir við byggingu leiguíbúða fyrir félagsfólk VR í gegnum Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem er ætlað til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði án tekjumarka. Hugmyndafræðin í kringum Blæ er að höfða til fjárfestinga lífeyrissjóða inn á húsnæðismarkað og hef ég leitt það verkefni á vettvangi hreyfingarinnar sem og frekari uppbyggingu Bjargs fyrir tekjulága. Ég mun halda áfram að berjast gegn spillingu í íslensku samfélagi en fyrst og fremst einbeita mér að því frábæra starfi sem stjórn og starfsfólk VR hefur unnið á vettvangi réttlætis og kjarabaráttunnar. Ég er ákaflega þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fengið frá ykkur í gegnum árin í þessari vegferð minni á vettvangi réttlætisbaráttunnar og vona ég að svo verði áfram,“ segir Ragnar Þór. Stéttarfélög Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Ragnar Þór greinir frá ákvörðun sinni á Facebook, en hann hefur leitt félagið frá árinu 2017. Í færslu sinni segir hann að þrátt fyrir neikveiða umræðu um verkalýðshreyfinguna standi VR ákaflega vel. Starf stjórnar og skrifstofu VR hafi verið framúrskarandi gott og einkennst af mikilli samheldni og virðingu. „Á síðasta ári fór félagsaðild í fyrsta skipti yfir 40 þúsund sem gerir félagið að lang stærsta stéttarfélagi landsins. Við munum halda áfram þeirri góðu vinnu við breytingar á félaginu til að koma betur til móts við breytingar á vinnumarkaði og ólíkar þarfir ólíkra hópa innan okkar raða. Meira um það síðar. Það hefur farið mikil orka í innbyrðis átök á vettvangi ASÍ og er hreyfingin þverklofin hvað það varðar. Ég trúi því að hreyfingunni beri gæfa til að vinna sig í gegnum þessa stöðu á komandi framhaldsþingi ASÍ og mun ég leggja mitt af mörkum svo það megi verða. Stjórnarstarfið í VR hefur gengið afskaplega vel. Að vinna í slíku umhverfi þar sem þú ert alltaf með vindinn í bakið eru ekki bara forréttindi heldur gerir það okkur kleift að vinna mun fleiri hagsmunamálum okkar brautargengi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Við erum liðsheild og allir leggja sitt af mörkum í að vinna sem best fyrir félagsfólkið okkar. Rekstur og staða félagsins hefur aldrei verið sterkari og starfsandi vart verið betri í þau 14 ár sem ég hef setið í stjórn og sem formaður félagsins,“ segir Ragnar Þór. Endurkjörinn 2019 og 2021 Ragnar Þór var kjörinn formaður VR árið 2017 þegar hann hafði betur gegn Ólafíu B. Rafnsdóttur, þáverandi formanni. Hlaut hann þá 63 prósent greiddra atkvæða. Hann var sjálfkjörinn árið 2019 en Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn Ragnari Þór í mars 2021 og hlaut Ragnari Þór þá 63 prósent atkvæða. Hann bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands í haust, en dró síðar framboð sitt til baka. Formaðurinn segir áherslur hans verði sem fyrr segir að halda áfram að bæta kjör og réttindi félagsfólks VR og berjast fyrir réttlátara samfélagi og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. „Við höfum nú þegar hafið vinnu við gerð langtíma kjarasamnings sem byrjaði á viðræðum um starfsmenntamálin 19. janúar. Við munum hefja viðræður um stytttingu vinnuvikunnar, fjölgun orlofsdaga og fjarvinnu 14.mars næstkomandi og svo koll af kolli. Ég mun einnig leggja mikla áherslu á jafnréttismálin og áframhaldandi gott samstarf við önnur hagsmunasamtök í almannaþágu,“ segir Ragnar Þór. Húsnæðismálin stóra málið Ragnar Þór segir að stóru málin framundan séu sem fyrr húsnæðismálin. Þar beri helst að nefna aukna leiguvernd og aðgerðir vegna stöðu þeirra sem eru með stökkbreytt húsnæðislán. Sömuleiðis áframhaldandi uppbygging Bjargs og Blævar. „VR er að hefja framkvæmdir við byggingu leiguíbúða fyrir félagsfólk VR í gegnum Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem er ætlað til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði án tekjumarka. Hugmyndafræðin í kringum Blæ er að höfða til fjárfestinga lífeyrissjóða inn á húsnæðismarkað og hef ég leitt það verkefni á vettvangi hreyfingarinnar sem og frekari uppbyggingu Bjargs fyrir tekjulága. Ég mun halda áfram að berjast gegn spillingu í íslensku samfélagi en fyrst og fremst einbeita mér að því frábæra starfi sem stjórn og starfsfólk VR hefur unnið á vettvangi réttlætis og kjarabaráttunnar. Ég er ákaflega þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fengið frá ykkur í gegnum árin í þessari vegferð minni á vettvangi réttlætisbaráttunnar og vona ég að svo verði áfram,“ segir Ragnar Þór.
Stéttarfélög Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira