„Skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2023 19:03 Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari Tindastóls. Vísir/Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor. „Það er bara gott held ég,“ sagði Pavel aðspurður um spennustigið fyrir leikinn. „Það er kannski bara svolítið skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik. Hins vegar er ég náttúrulega ekki að fara að spila sem gerir þetta aðeins auðveldara. Nú þarf ég bara að treysta á aðra þannig að spennustigið mitt er bara þægilegt eins og er.“ Pavel segir að þjálfaraverkefnið leggist vel í sig og að þessi stutti tími sem hann hafi fengið með Tindastólsliðinu hafi verið góður tími. Hann segir það þó hafa verið skrýtna tilfinningu að ganga inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta síðasta vor. „Ég passaði mig á að gera smá grín að þessu. Það þarf að viðurkenna þetta því þetta gerðist og þetta er auðvitað smá skrýtið auðvitað. En ég held að það sé bara til marks um hversu góðir og samviskusamir piltar þetta eru og ástæðan fyrir því að ég vildi gera þetta.“ „Tilfinningin sem ég hafði fyrir Tindastól og Sauðárkróki var að einhverjir svona hlutir eru ekki vandamál þarna. Þetta eru bara þannig karakterar og þannig persónur að það var enginn að spá í svona smáatriðum. Þetta eru strákar sem eru viljugir og duglegir þannig að þeir eru ekkert að pæla í svona hlutum,“ sagði Pavel, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pavel fyrir leik Tindastóls og ÍR Leikur ÍR og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Subway-deild karla Tindastóll ÍR Tengdar fréttir Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira
„Það er bara gott held ég,“ sagði Pavel aðspurður um spennustigið fyrir leikinn. „Það er kannski bara svolítið skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik. Hins vegar er ég náttúrulega ekki að fara að spila sem gerir þetta aðeins auðveldara. Nú þarf ég bara að treysta á aðra þannig að spennustigið mitt er bara þægilegt eins og er.“ Pavel segir að þjálfaraverkefnið leggist vel í sig og að þessi stutti tími sem hann hafi fengið með Tindastólsliðinu hafi verið góður tími. Hann segir það þó hafa verið skrýtna tilfinningu að ganga inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta síðasta vor. „Ég passaði mig á að gera smá grín að þessu. Það þarf að viðurkenna þetta því þetta gerðist og þetta er auðvitað smá skrýtið auðvitað. En ég held að það sé bara til marks um hversu góðir og samviskusamir piltar þetta eru og ástæðan fyrir því að ég vildi gera þetta.“ „Tilfinningin sem ég hafði fyrir Tindastól og Sauðárkróki var að einhverjir svona hlutir eru ekki vandamál þarna. Þetta eru bara þannig karakterar og þannig persónur að það var enginn að spá í svona smáatriðum. Þetta eru strákar sem eru viljugir og duglegir þannig að þeir eru ekkert að pæla í svona hlutum,“ sagði Pavel, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pavel fyrir leik Tindastóls og ÍR Leikur ÍR og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Subway-deild karla Tindastóll ÍR Tengdar fréttir Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira
Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30