Ardern segir af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2023 06:41 Ardern ásamt unnusta sínum Clarke Gayford eftir blaðamannafundinn í morgun. AP/New Zealand Herald/Mark Mitchell Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. „Ég er að hætta vegna þess að þessu forréttindahlutverki fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin til að vera meðvituð um það hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf felur í sér. Og ég veit að ég er ekki lengur með nóg í tanknum til að gera það almennilega. Þetta er það einfalt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í morgun. Ardern hefur staðfest að þingkosningar verða haldnar í október og mun sitja sem þingmaður Verkamannaflokksins fram að þeim. „Ég er mennsk, stjórnmálamenn eru mennskir. Við gefum allt sem við getum, eins lengi og við getum. Og svo er komið nóg. Og hjá mér er komið nóg,“ sagði Ardern. Hún sagðist hafa íhugað það í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ardern varð yngsti kvenforsætisráðherra heims þegar hún tók embætti árið 2017 aðeins 37 ára gömul. Hún hefur stýrt Nýja-Sjálandi gegnum heimsfaraldur, hamfarir og hryðjuverkaárásir. Hún sagði tímann við stjórnvölinn hafa verið afar gefandi en einnig krefjandi. Þá sagðist hún vona að Nýsjálendingar minntust hennar sem forsætisráðherra sem reyndi að hafa góðmennsku en einnig styrk að leiðarljósi. Jákvæðrar en einbeittrar. „Og að þú getur verið leiðtogi eftir eigin höfði; leiðtogi sem veit hvenær það er kominn tími til að hætta,“ sagði Ardern. Hún sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um næstu skref, nema að hún ætlaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ardern við minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Christchurch.AP/Mark Baker Hún sagðist hlakka til þess að verða til staðar þegar dóttir hennar hæfi skólagöngu sína og ávarpaði eiginmann sinn: „Clarke... látum verða af því að ganga í hjónaband.“ Yfirlýsing Ardern hefur komið flestum í opna skjöldu en stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur dalað nokkuð og hann mælist ekki lengur stærstur. Það liggur ekki fyrir hver mun taka við forsætisráðherraembættinu fram að kosningum. Nýja-Sjáland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
„Ég er að hætta vegna þess að þessu forréttindahlutverki fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin til að vera meðvituð um það hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf felur í sér. Og ég veit að ég er ekki lengur með nóg í tanknum til að gera það almennilega. Þetta er það einfalt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í morgun. Ardern hefur staðfest að þingkosningar verða haldnar í október og mun sitja sem þingmaður Verkamannaflokksins fram að þeim. „Ég er mennsk, stjórnmálamenn eru mennskir. Við gefum allt sem við getum, eins lengi og við getum. Og svo er komið nóg. Og hjá mér er komið nóg,“ sagði Ardern. Hún sagðist hafa íhugað það í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ardern varð yngsti kvenforsætisráðherra heims þegar hún tók embætti árið 2017 aðeins 37 ára gömul. Hún hefur stýrt Nýja-Sjálandi gegnum heimsfaraldur, hamfarir og hryðjuverkaárásir. Hún sagði tímann við stjórnvölinn hafa verið afar gefandi en einnig krefjandi. Þá sagðist hún vona að Nýsjálendingar minntust hennar sem forsætisráðherra sem reyndi að hafa góðmennsku en einnig styrk að leiðarljósi. Jákvæðrar en einbeittrar. „Og að þú getur verið leiðtogi eftir eigin höfði; leiðtogi sem veit hvenær það er kominn tími til að hætta,“ sagði Ardern. Hún sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um næstu skref, nema að hún ætlaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ardern við minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Christchurch.AP/Mark Baker Hún sagðist hlakka til þess að verða til staðar þegar dóttir hennar hæfi skólagöngu sína og ávarpaði eiginmann sinn: „Clarke... látum verða af því að ganga í hjónaband.“ Yfirlýsing Ardern hefur komið flestum í opna skjöldu en stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur dalað nokkuð og hann mælist ekki lengur stærstur. Það liggur ekki fyrir hver mun taka við forsætisráðherraembættinu fram að kosningum.
Nýja-Sjáland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent