Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2023 21:53 George Santos við þingsetningu í byrjun árs. EPA/Jim Lo Scalzo Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. Þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, George Santos, hefur ítrekað gerst sekur um lygar, bæði í kringum framboð sitt til þingsins og fyrir þann tíma. Meðal þess sem hann hefur gert er að þykjast vera af öðrum uppruna en hann er og ljúga til um dauða móður sinnar. Í dag birti New York Times grein sem ýtir undir kenningar um siðleysi og lygasýki Santos. Þar er hann sagður hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund til að græða þrjú þúsund dollara, rúmlega 420 þúsund krónur. New York Times ræðir við fyrrverandi hermanninn Richard Osthoff. Hann var heimilislaus og bjó í tjaldi í New Jersey árið 2016 þegar æxli fannst í maga þjónustuhunds hans. Hann átti ekki efni á aðgerð en starfsmaður á dýraspítala mældi með því að hann hefði samband við mann að nafni Anthony Devolder sem rak góðgerðasamtök fyrir dýr. Hann gæti mögulega aðstoðað hann. Anthony Devolder er þó ekki til, heldur er það eitt af dulnefnum Santos. Þá voru samtökin sem hann var sagður reka, Friends of Pets United, ekki heldur til. Í gegnum þessi samtök sem hann þóttist hafa stofnað bjó hann til styrktarsíðu hjá GoFundMe. Í gegnum síðuna söfnuðust þrjú þúsund dollarar. Þegar Osthoff reyndi að hafa samband við samtökin til að fá peninginn fékk hann engin svör. Styrktarsíðunni var eytt og hætti Santos að svara honum. Aldrei fékk Osthoff peninginn og hundurinn lést nokkrum mánuðum síðar. Santos hefur neitað ásökununum en talsmaður GoFundMe staðfestir að söfnunin hafi átt sér stað og tengist Santos. „Þegar okkur var tilkynnt um þessa söfnun árið 2016 reyndi teymi á okkar vegum að fá sönnun fyrir því að fjármunirnir hafi skilað sér frá skipuleggjandanum. Skipuleggjandinn svaraði ekki sem olli því að söfnuninni var eytt og netfangið tengt aðganginum var bannað af vefsíðu okkar,“ segir í yfirlýsingu sem GoFundMe sendi frá sér vegna málsins. Fjölmargir þingmenn hafa krafist þess að Santos segi af sér vegna allra lyganna sem hann er sakaður um en hann ætlar sér ekki neitt. Í gær fékk hann sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar þingsins sem þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins ætli ekki að taka mál hans hörðum tökum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, George Santos, hefur ítrekað gerst sekur um lygar, bæði í kringum framboð sitt til þingsins og fyrir þann tíma. Meðal þess sem hann hefur gert er að þykjast vera af öðrum uppruna en hann er og ljúga til um dauða móður sinnar. Í dag birti New York Times grein sem ýtir undir kenningar um siðleysi og lygasýki Santos. Þar er hann sagður hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund til að græða þrjú þúsund dollara, rúmlega 420 þúsund krónur. New York Times ræðir við fyrrverandi hermanninn Richard Osthoff. Hann var heimilislaus og bjó í tjaldi í New Jersey árið 2016 þegar æxli fannst í maga þjónustuhunds hans. Hann átti ekki efni á aðgerð en starfsmaður á dýraspítala mældi með því að hann hefði samband við mann að nafni Anthony Devolder sem rak góðgerðasamtök fyrir dýr. Hann gæti mögulega aðstoðað hann. Anthony Devolder er þó ekki til, heldur er það eitt af dulnefnum Santos. Þá voru samtökin sem hann var sagður reka, Friends of Pets United, ekki heldur til. Í gegnum þessi samtök sem hann þóttist hafa stofnað bjó hann til styrktarsíðu hjá GoFundMe. Í gegnum síðuna söfnuðust þrjú þúsund dollarar. Þegar Osthoff reyndi að hafa samband við samtökin til að fá peninginn fékk hann engin svör. Styrktarsíðunni var eytt og hætti Santos að svara honum. Aldrei fékk Osthoff peninginn og hundurinn lést nokkrum mánuðum síðar. Santos hefur neitað ásökununum en talsmaður GoFundMe staðfestir að söfnunin hafi átt sér stað og tengist Santos. „Þegar okkur var tilkynnt um þessa söfnun árið 2016 reyndi teymi á okkar vegum að fá sönnun fyrir því að fjármunirnir hafi skilað sér frá skipuleggjandanum. Skipuleggjandinn svaraði ekki sem olli því að söfnuninni var eytt og netfangið tengt aðganginum var bannað af vefsíðu okkar,“ segir í yfirlýsingu sem GoFundMe sendi frá sér vegna málsins. Fjölmargir þingmenn hafa krafist þess að Santos segi af sér vegna allra lyganna sem hann er sakaður um en hann ætlar sér ekki neitt. Í gær fékk hann sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar þingsins sem þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins ætli ekki að taka mál hans hörðum tökum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32