Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2023 21:53 George Santos við þingsetningu í byrjun árs. EPA/Jim Lo Scalzo Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. Þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, George Santos, hefur ítrekað gerst sekur um lygar, bæði í kringum framboð sitt til þingsins og fyrir þann tíma. Meðal þess sem hann hefur gert er að þykjast vera af öðrum uppruna en hann er og ljúga til um dauða móður sinnar. Í dag birti New York Times grein sem ýtir undir kenningar um siðleysi og lygasýki Santos. Þar er hann sagður hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund til að græða þrjú þúsund dollara, rúmlega 420 þúsund krónur. New York Times ræðir við fyrrverandi hermanninn Richard Osthoff. Hann var heimilislaus og bjó í tjaldi í New Jersey árið 2016 þegar æxli fannst í maga þjónustuhunds hans. Hann átti ekki efni á aðgerð en starfsmaður á dýraspítala mældi með því að hann hefði samband við mann að nafni Anthony Devolder sem rak góðgerðasamtök fyrir dýr. Hann gæti mögulega aðstoðað hann. Anthony Devolder er þó ekki til, heldur er það eitt af dulnefnum Santos. Þá voru samtökin sem hann var sagður reka, Friends of Pets United, ekki heldur til. Í gegnum þessi samtök sem hann þóttist hafa stofnað bjó hann til styrktarsíðu hjá GoFundMe. Í gegnum síðuna söfnuðust þrjú þúsund dollarar. Þegar Osthoff reyndi að hafa samband við samtökin til að fá peninginn fékk hann engin svör. Styrktarsíðunni var eytt og hætti Santos að svara honum. Aldrei fékk Osthoff peninginn og hundurinn lést nokkrum mánuðum síðar. Santos hefur neitað ásökununum en talsmaður GoFundMe staðfestir að söfnunin hafi átt sér stað og tengist Santos. „Þegar okkur var tilkynnt um þessa söfnun árið 2016 reyndi teymi á okkar vegum að fá sönnun fyrir því að fjármunirnir hafi skilað sér frá skipuleggjandanum. Skipuleggjandinn svaraði ekki sem olli því að söfnuninni var eytt og netfangið tengt aðganginum var bannað af vefsíðu okkar,“ segir í yfirlýsingu sem GoFundMe sendi frá sér vegna málsins. Fjölmargir þingmenn hafa krafist þess að Santos segi af sér vegna allra lyganna sem hann er sakaður um en hann ætlar sér ekki neitt. Í gær fékk hann sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar þingsins sem þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins ætli ekki að taka mál hans hörðum tökum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, George Santos, hefur ítrekað gerst sekur um lygar, bæði í kringum framboð sitt til þingsins og fyrir þann tíma. Meðal þess sem hann hefur gert er að þykjast vera af öðrum uppruna en hann er og ljúga til um dauða móður sinnar. Í dag birti New York Times grein sem ýtir undir kenningar um siðleysi og lygasýki Santos. Þar er hann sagður hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund til að græða þrjú þúsund dollara, rúmlega 420 þúsund krónur. New York Times ræðir við fyrrverandi hermanninn Richard Osthoff. Hann var heimilislaus og bjó í tjaldi í New Jersey árið 2016 þegar æxli fannst í maga þjónustuhunds hans. Hann átti ekki efni á aðgerð en starfsmaður á dýraspítala mældi með því að hann hefði samband við mann að nafni Anthony Devolder sem rak góðgerðasamtök fyrir dýr. Hann gæti mögulega aðstoðað hann. Anthony Devolder er þó ekki til, heldur er það eitt af dulnefnum Santos. Þá voru samtökin sem hann var sagður reka, Friends of Pets United, ekki heldur til. Í gegnum þessi samtök sem hann þóttist hafa stofnað bjó hann til styrktarsíðu hjá GoFundMe. Í gegnum síðuna söfnuðust þrjú þúsund dollarar. Þegar Osthoff reyndi að hafa samband við samtökin til að fá peninginn fékk hann engin svör. Styrktarsíðunni var eytt og hætti Santos að svara honum. Aldrei fékk Osthoff peninginn og hundurinn lést nokkrum mánuðum síðar. Santos hefur neitað ásökununum en talsmaður GoFundMe staðfestir að söfnunin hafi átt sér stað og tengist Santos. „Þegar okkur var tilkynnt um þessa söfnun árið 2016 reyndi teymi á okkar vegum að fá sönnun fyrir því að fjármunirnir hafi skilað sér frá skipuleggjandanum. Skipuleggjandinn svaraði ekki sem olli því að söfnuninni var eytt og netfangið tengt aðganginum var bannað af vefsíðu okkar,“ segir í yfirlýsingu sem GoFundMe sendi frá sér vegna málsins. Fjölmargir þingmenn hafa krafist þess að Santos segi af sér vegna allra lyganna sem hann er sakaður um en hann ætlar sér ekki neitt. Í gær fékk hann sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar þingsins sem þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins ætli ekki að taka mál hans hörðum tökum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32