Skemmdir á sýningum Stríðsárasafnsins vegna mikils leka Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 07:00 Frá Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Stöð 2 Mikils leka hefur orðið vart í sýningarhúsnæði Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði eftir áramót og hafa sýningar safnsins orðið fyrir tjóni. Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar sveitarfélagsins leggja til við ráðið að tryggð verði varsla muna. Ennfremur segir telur stjórn að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt sé að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum. Pétur Þór Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem rekur Stríðsárasafnið, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísaði á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Gamlir hertrukkar á lóð Stríðsárasafnsins.Stöð 2 Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að sérstakur myndaveggur með afritum af ljósmyndum hafi skemmst talsvert í rigningaveðri síðustu vikurnar. „Þetta eru engar verulegar skemmdir og er búið að ganga frá safnmunum þannig að ekki verði frekara tjón. Nú er verið að meta skemmdirnar og hvað þurfi að gera.“ Haraldur segir að safnið sé ekki í hættu og að safnið muni opna á ný í byrjun júní líkt og fyrirhugað var. Safnið er opið yfir sumarmánuðina, frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst. Meta kostnað við endurbyggingu bragganna Lekaskemmdirnar nú koma í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Austurland í september síðastliðinn. Þar urðu miklar skemmdir á bröggum frá stríðstímanum sem voru á lóðinni en hafa nú verið fjarlægðir. Á fundi bæjarráðs á mánudag segir að bæjarráð feli framkvæmdasviði sveitarfélagsins að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggunum. Reist árið 1995 Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði hafi verið reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. „Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.“ Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Menning Tengdar fréttir Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar sveitarfélagsins leggja til við ráðið að tryggð verði varsla muna. Ennfremur segir telur stjórn að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt sé að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum. Pétur Þór Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem rekur Stríðsárasafnið, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísaði á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Gamlir hertrukkar á lóð Stríðsárasafnsins.Stöð 2 Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að sérstakur myndaveggur með afritum af ljósmyndum hafi skemmst talsvert í rigningaveðri síðustu vikurnar. „Þetta eru engar verulegar skemmdir og er búið að ganga frá safnmunum þannig að ekki verði frekara tjón. Nú er verið að meta skemmdirnar og hvað þurfi að gera.“ Haraldur segir að safnið sé ekki í hættu og að safnið muni opna á ný í byrjun júní líkt og fyrirhugað var. Safnið er opið yfir sumarmánuðina, frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst. Meta kostnað við endurbyggingu bragganna Lekaskemmdirnar nú koma í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Austurland í september síðastliðinn. Þar urðu miklar skemmdir á bröggum frá stríðstímanum sem voru á lóðinni en hafa nú verið fjarlægðir. Á fundi bæjarráðs á mánudag segir að bæjarráð feli framkvæmdasviði sveitarfélagsins að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggunum. Reist árið 1995 Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði hafi verið reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. „Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.“
Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Menning Tengdar fréttir Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02