Skemmdir á sýningum Stríðsárasafnsins vegna mikils leka Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 07:00 Frá Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Stöð 2 Mikils leka hefur orðið vart í sýningarhúsnæði Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði eftir áramót og hafa sýningar safnsins orðið fyrir tjóni. Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar sveitarfélagsins leggja til við ráðið að tryggð verði varsla muna. Ennfremur segir telur stjórn að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt sé að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum. Pétur Þór Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem rekur Stríðsárasafnið, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísaði á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Gamlir hertrukkar á lóð Stríðsárasafnsins.Stöð 2 Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að sérstakur myndaveggur með afritum af ljósmyndum hafi skemmst talsvert í rigningaveðri síðustu vikurnar. „Þetta eru engar verulegar skemmdir og er búið að ganga frá safnmunum þannig að ekki verði frekara tjón. Nú er verið að meta skemmdirnar og hvað þurfi að gera.“ Haraldur segir að safnið sé ekki í hættu og að safnið muni opna á ný í byrjun júní líkt og fyrirhugað var. Safnið er opið yfir sumarmánuðina, frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst. Meta kostnað við endurbyggingu bragganna Lekaskemmdirnar nú koma í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Austurland í september síðastliðinn. Þar urðu miklar skemmdir á bröggum frá stríðstímanum sem voru á lóðinni en hafa nú verið fjarlægðir. Á fundi bæjarráðs á mánudag segir að bæjarráð feli framkvæmdasviði sveitarfélagsins að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggunum. Reist árið 1995 Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði hafi verið reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. „Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.“ Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Menning Tengdar fréttir Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar sveitarfélagsins leggja til við ráðið að tryggð verði varsla muna. Ennfremur segir telur stjórn að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt sé að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum. Pétur Þór Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem rekur Stríðsárasafnið, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísaði á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Gamlir hertrukkar á lóð Stríðsárasafnsins.Stöð 2 Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að sérstakur myndaveggur með afritum af ljósmyndum hafi skemmst talsvert í rigningaveðri síðustu vikurnar. „Þetta eru engar verulegar skemmdir og er búið að ganga frá safnmunum þannig að ekki verði frekara tjón. Nú er verið að meta skemmdirnar og hvað þurfi að gera.“ Haraldur segir að safnið sé ekki í hættu og að safnið muni opna á ný í byrjun júní líkt og fyrirhugað var. Safnið er opið yfir sumarmánuðina, frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst. Meta kostnað við endurbyggingu bragganna Lekaskemmdirnar nú koma í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Austurland í september síðastliðinn. Þar urðu miklar skemmdir á bröggum frá stríðstímanum sem voru á lóðinni en hafa nú verið fjarlægðir. Á fundi bæjarráðs á mánudag segir að bæjarráð feli framkvæmdasviði sveitarfélagsins að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggunum. Reist árið 1995 Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði hafi verið reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. „Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.“
Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Menning Tengdar fréttir Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02