Búið spil hjá Brady sem gaf engar vísbendingar Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 09:30 Tom Brady var ekki með neinar yfirlýsingar eftir tapið í gærkvöld en óvíst er hvað tekur við hjá honum. AP/Chris O'Meara NFL-goðsögnin Tom Brady gæti hafa spilað sinn allra síðasta leik í gærkvöld en hafi svo verið rímaði frammistaðan engan veginn við einstakan feril þessa magnaða íþróttamanns. Hinn 45 ára gamli Brady, sem unnið hefur Ofurskálina oftast allra eða sjö sinnum, náði sér engan veginn á strik þegar Tampa Bay Buccaneers töpuðu 31-14 fyrir Dallas Cowboys og féllu þar með úr leik. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, skyggði á Brady og skiluðu köst hans meðal annars fjórum snertimörkum. Dallas mun nú mæta San Francisco 49ers í leik um sæti í NFC-úrslitaleiknum en sigurliðið úr þeim leik spilar svo um Ofurskálina. Hins vegar er óvíst hvað tekur við hjá Brady sem er nú samningslaus. Talið er að Buccaneers hafi áhuga á að Brady spili sitt 24. keppnistímabil í NFL-deildinni með liðinu en fleiri félög hafa áhuga, vilji Brady halda áfram að spila. Brady lagði hjálminn á hilluna í fyrra en sneri þeirri ákvörðun aðeins fjörutíu dögum síðar og spilaði sína þriðju leiktíð með Buccaneers. Hann samþykkti tíu ára samning við Fox Sport um að verða aðalsérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar um NFL um leið og ferli hans yrði lokið, en samningurinn er virði 375 milljóna Bandaríkjadala eða um 54 milljarða króna. Brady hefur verið orðaður við Miami Dolphins og Las Vegas Raiders en aðspurður um sín mál eftir tapið í gær hafði hann fátt að segja: „Ég ætla heim og ná góðum nætursvefni. Fókusinn hefur verið á þennan leik og nú tökum við einn dag í einu,“ sagði Brady. NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Brady, sem unnið hefur Ofurskálina oftast allra eða sjö sinnum, náði sér engan veginn á strik þegar Tampa Bay Buccaneers töpuðu 31-14 fyrir Dallas Cowboys og féllu þar með úr leik. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, skyggði á Brady og skiluðu köst hans meðal annars fjórum snertimörkum. Dallas mun nú mæta San Francisco 49ers í leik um sæti í NFC-úrslitaleiknum en sigurliðið úr þeim leik spilar svo um Ofurskálina. Hins vegar er óvíst hvað tekur við hjá Brady sem er nú samningslaus. Talið er að Buccaneers hafi áhuga á að Brady spili sitt 24. keppnistímabil í NFL-deildinni með liðinu en fleiri félög hafa áhuga, vilji Brady halda áfram að spila. Brady lagði hjálminn á hilluna í fyrra en sneri þeirri ákvörðun aðeins fjörutíu dögum síðar og spilaði sína þriðju leiktíð með Buccaneers. Hann samþykkti tíu ára samning við Fox Sport um að verða aðalsérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar um NFL um leið og ferli hans yrði lokið, en samningurinn er virði 375 milljóna Bandaríkjadala eða um 54 milljarða króna. Brady hefur verið orðaður við Miami Dolphins og Las Vegas Raiders en aðspurður um sín mál eftir tapið í gær hafði hann fátt að segja: „Ég ætla heim og ná góðum nætursvefni. Fókusinn hefur verið á þennan leik og nú tökum við einn dag í einu,“ sagði Brady.
NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira