Þjórsá hverfur núna ofan í holu efst í Urriðafossi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2023 22:01 Urriðafoss stíflaður af ís. Fyrir miðri mynd má sjá hvar Þjórsá hverfur ofan í holuna. Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Mikil ísstífla hefur hrannast upp við Urriðafoss í frostakaflanum undanfarnar vikur. Sérfræðingar Landsvirkjunar skoðuðu íshrannirnar í Þjórsá í gær meðal annars til að skilja betur áhrif ísmyndunar á virkjanir. Myndir í fréttum Stöðvar 2 af Þjórsá við Urriðafoss í gær tók einn af sérfræðingum Landsvirkjunar sem vakta vatnsaflið, Andri Gunnarsson. Andri Gunnarsson er verkefnastjóri í þróun vatnsafls hjá Landsvirkjun.Egill Aðalsteinsson Íshrannir byrjuðu að myndast við fossinn um miðjan desember en Andri segir að þessi samfelldi frostakafli núna sé orðinn óvenju langur. „Þá nær áin ekkert að hreinsa sig á milli og þá byggist þetta bara upp og býr til svona stíflu,“ segir Andri sem er verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Þjórsá neðan við Urriðafoss er ísi lögðLandsvirkjun/Andri Gunnarsson Hann segir heimildir um miklar ísstíflur þarna í gamla daga. Íshrönnin sem núna hafi hlaðist upp sé stærri en menn hafi séð um árabil. „Ég held að við höfum ekki séð hana í þessari stærðargráðu í allavegana í áratug.“ Séð upp eftir Þjórsá frá Urriðafossi. Nýja Þjórsárbrúin nær. Gamla brúin er fjær.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Andri segir það skipta máli vegna virkjana, sem verið er að hanna í Þjórsá, að skilja svona ferli. „Svona almennt þá getur ís valdið ákveðnum truflunum í rekstri á virkjunum og það geta myndast stíflur í ám. Í raun og veru þegar þær fara, þær þurfa ekkert að vera mjög stórar til að safna miklu vatni, þá getur það haft allskonar áhrif.“ Holan sem Þjórsá hverfur í efst í Urriðafossi.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson En um leið er ísmyndunin mikið sjónarspil. „Áin hverfur bara þarna ofan í svona holu efst í fossinum. Svo sérðu hana bara eiginlega ekkert meira. Þannig að þetta er svolítið tilkomumikið að sjá þetta allt saman,“ segir Andri Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Flóahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Tengdar fréttir Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Myndir í fréttum Stöðvar 2 af Þjórsá við Urriðafoss í gær tók einn af sérfræðingum Landsvirkjunar sem vakta vatnsaflið, Andri Gunnarsson. Andri Gunnarsson er verkefnastjóri í þróun vatnsafls hjá Landsvirkjun.Egill Aðalsteinsson Íshrannir byrjuðu að myndast við fossinn um miðjan desember en Andri segir að þessi samfelldi frostakafli núna sé orðinn óvenju langur. „Þá nær áin ekkert að hreinsa sig á milli og þá byggist þetta bara upp og býr til svona stíflu,“ segir Andri sem er verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Þjórsá neðan við Urriðafoss er ísi lögðLandsvirkjun/Andri Gunnarsson Hann segir heimildir um miklar ísstíflur þarna í gamla daga. Íshrönnin sem núna hafi hlaðist upp sé stærri en menn hafi séð um árabil. „Ég held að við höfum ekki séð hana í þessari stærðargráðu í allavegana í áratug.“ Séð upp eftir Þjórsá frá Urriðafossi. Nýja Þjórsárbrúin nær. Gamla brúin er fjær.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Andri segir það skipta máli vegna virkjana, sem verið er að hanna í Þjórsá, að skilja svona ferli. „Svona almennt þá getur ís valdið ákveðnum truflunum í rekstri á virkjunum og það geta myndast stíflur í ám. Í raun og veru þegar þær fara, þær þurfa ekkert að vera mjög stórar til að safna miklu vatni, þá getur það haft allskonar áhrif.“ Holan sem Þjórsá hverfur í efst í Urriðafossi.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson En um leið er ísmyndunin mikið sjónarspil. „Áin hverfur bara þarna ofan í svona holu efst í fossinum. Svo sérðu hana bara eiginlega ekkert meira. Þannig að þetta er svolítið tilkomumikið að sjá þetta allt saman,“ segir Andri Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Flóahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Tengdar fréttir Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14