„Mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. janúar 2023 13:01 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítala segir tillögur viðbragðsteymis um bráðaþjónustu stórt skref og löngu tímabært. Á bráðamóttöku Landspítala hafi staðan verið mjög þung undanfarið en þó skánað. Þegar holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið muni hagurinn vænkast en mannekla sé aftur á móti að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndunum. Viðbragðsteymið sem heilbrigðisráðherra skipaði lagði alls fram 39 tillögur að umbótum og er þeim ætlað að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, segir tillögurnar líta vel út. „Þetta eru umfangsmiklar tillögur verð ég að segja og mér finnst þetta stórt skref í þá átt að koma betra skipulagi á bráðaþjónustuna, bæði hérna á höfuðborgarsvæðinu og á landinu í rauninni. Það er löngu tímabært því að þörfin hefur farið mjög vaxandi,“ segir Runólfur. Nauðsynlegt sé að styðja vel við landsbyggðina og bráðaþjónustu þar. Eitt skref gæti verið að efla fjarþjónustu, til að mynda með tilkomu fjarskiptalæknis líkt og teymið lagði til. Þá þurfi að efla mönnun en takmarkaður mannafli sé til staðar þar og oft lítt reyndir einstaklingar sem sinna þjónustunni. „Við verðum að hafa fólk sem að býr yfir nægilegri reynslu til að geta tekist á við oft og tíðum mjög erfið viðfangsefni sem geta komið upp mjög skyndilega. Við þurfum að finna leiðir til þess,“ segir Runólfur. Hagur vænkist þegar holskefla veirusýkinga rennur sitt skeið Hvað Landspítala varði hafi staðan á bráðamóttöku verið þung, enda viðfangsefnin mörg, og margir þurft að leggjast inn. Landspítalinn hafi verið að grípa til ráðstafana til að bregðast við miklum flæðisvanda sjúklinga. „Í samvinnu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem að búa yfir hjúkrunarrýmum, þá höfum við getað komið fleiri einstaklingum frá spítalanum sem hafa lokið meðferð. Þannig sú staða hefur skánað, sem betur fer út af því að annars værum við í enn erfiðari stöðu heldur en raun ber vitni og nógu erfið hefur hún verið samt,“ segir Runólfur. „Þannig ég vona að þessi holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið og þá vænkist hagurinn,“ segir hann enn fremur. Mönnunin sé þó slæm og verði áfram helsta áskorunin. „Við erum með stór verkefni í gangi sem snúa að þessum mönnunarvanda og hann verður viðvarandi áfram, það er óhjákvæmilegt. En svo leitum við allra leiða til að fá starfsfólk, sérstaklega hjúkrunarfræðinga en líka lækna á sumum sviðum. Það er gríðarlega brýnt og krefjandi verkefni en mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum,“ segir Runólfur. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47 Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Viðbragðsteymið sem heilbrigðisráðherra skipaði lagði alls fram 39 tillögur að umbótum og er þeim ætlað að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, segir tillögurnar líta vel út. „Þetta eru umfangsmiklar tillögur verð ég að segja og mér finnst þetta stórt skref í þá átt að koma betra skipulagi á bráðaþjónustuna, bæði hérna á höfuðborgarsvæðinu og á landinu í rauninni. Það er löngu tímabært því að þörfin hefur farið mjög vaxandi,“ segir Runólfur. Nauðsynlegt sé að styðja vel við landsbyggðina og bráðaþjónustu þar. Eitt skref gæti verið að efla fjarþjónustu, til að mynda með tilkomu fjarskiptalæknis líkt og teymið lagði til. Þá þurfi að efla mönnun en takmarkaður mannafli sé til staðar þar og oft lítt reyndir einstaklingar sem sinna þjónustunni. „Við verðum að hafa fólk sem að býr yfir nægilegri reynslu til að geta tekist á við oft og tíðum mjög erfið viðfangsefni sem geta komið upp mjög skyndilega. Við þurfum að finna leiðir til þess,“ segir Runólfur. Hagur vænkist þegar holskefla veirusýkinga rennur sitt skeið Hvað Landspítala varði hafi staðan á bráðamóttöku verið þung, enda viðfangsefnin mörg, og margir þurft að leggjast inn. Landspítalinn hafi verið að grípa til ráðstafana til að bregðast við miklum flæðisvanda sjúklinga. „Í samvinnu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem að búa yfir hjúkrunarrýmum, þá höfum við getað komið fleiri einstaklingum frá spítalanum sem hafa lokið meðferð. Þannig sú staða hefur skánað, sem betur fer út af því að annars værum við í enn erfiðari stöðu heldur en raun ber vitni og nógu erfið hefur hún verið samt,“ segir Runólfur. „Þannig ég vona að þessi holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið og þá vænkist hagurinn,“ segir hann enn fremur. Mönnunin sé þó slæm og verði áfram helsta áskorunin. „Við erum með stór verkefni í gangi sem snúa að þessum mönnunarvanda og hann verður viðvarandi áfram, það er óhjákvæmilegt. En svo leitum við allra leiða til að fá starfsfólk, sérstaklega hjúkrunarfræðinga en líka lækna á sumum sviðum. Það er gríðarlega brýnt og krefjandi verkefni en mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum,“ segir Runólfur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47 Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44
Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47
Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42