Tafarlausar launahækkanir og viðræðuáætlun meðal forsenda fyrir skammtímasamningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 12:00 Friðrik Jónsson formaður BHM segir að samninganefndir hafi enn ekki komist á dýptina, enda var fyrsti formlegi fundur þeirra á föstudag. Vísir/Arnar Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Formaður BHM segir ríkið vilja leggja upp með skammtímasamning en til þess þurfi að uppfylla ákveðnar forsendur. Tæp vika er liðin síðan Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og stefnir í verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að enn sé unnið að verkfallsboðun en búast má við að hún berist á næstu dögum. Efling er ekki ein um að vera í kjaraviðræðum en samningar BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands renna ekki út fyrr en í lok mars en formenn samtakanna hafa lýst yfir vilja til að skrifa undir sem fyrst til að launahækkanir taki gildi eins fljótt og unnt er. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambandsins fóru á fund samninganefndar ríkisins til að hefja verkið en fyrsti formlegi viðræðufundurinn fór fram síðastliðinn föstudag. „Fyrir vikulokin þurfum við að klára formlegar viðræðuáætlanir milli ríkisins og aðildarfélaga BHM. Við erum bara að vinna þá vinnu hratt og vel. Svo heldur samtalið áfram,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Efnislega séu samninganefndirnar ekki farnar að fara á dýptina enn en stéttarfélögin hafi kynnt sínar áherslur. „Sem er að klára að leiða úr þau verkefni sem tengjast lífeyrissamkomulaginu frá 2016 sem varðar jöfnun milli markaða. Það er flókið en við vonum að við förum að sjá til lands í því verkefni.“ Ríkið hafi boðið stéttarfélögunum að fara inn í viðræðurnar á forsendum skammtímasamnings. „Við að sjálfsögðu bregðumst við því og erum tilbúin til að ræða það. Hvort það verði niðurstaðan er ekki hægt að segja formlega núna en það er uppleggið af hálfu hins opinbera,“ segir Friðrik. Fallist stéttarfélögin á skammtímasamning verði forsendur þess annars vegar launahækkanir og hins vegar að verkáætlun fyrir næstu tólf mánuði liggi fyrir. „Ef við förum að gera skammtímasamning þá er það ein af forsendum þess að slíkur samningur gangi upp vissulega að fá strax einhverjar launahækkanir. En líka að verkaáætlun fyrir næstu tólf mánuði sé skýr, að það sé kjöt á beinunum og vel tilgreindar tímaáætlanir. Hvað erum við að fara að ræða? Hvenær ætlum við að ræða það? Að hvaða markmiðum stefnum við að? Að þetta gerist innan þessa tímaramma þannig að það verði raunverulegur af að gera þetta með þessum hætti,“ segir Friðrik. Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00 „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Tæp vika er liðin síðan Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og stefnir í verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að enn sé unnið að verkfallsboðun en búast má við að hún berist á næstu dögum. Efling er ekki ein um að vera í kjaraviðræðum en samningar BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands renna ekki út fyrr en í lok mars en formenn samtakanna hafa lýst yfir vilja til að skrifa undir sem fyrst til að launahækkanir taki gildi eins fljótt og unnt er. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambandsins fóru á fund samninganefndar ríkisins til að hefja verkið en fyrsti formlegi viðræðufundurinn fór fram síðastliðinn föstudag. „Fyrir vikulokin þurfum við að klára formlegar viðræðuáætlanir milli ríkisins og aðildarfélaga BHM. Við erum bara að vinna þá vinnu hratt og vel. Svo heldur samtalið áfram,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Efnislega séu samninganefndirnar ekki farnar að fara á dýptina enn en stéttarfélögin hafi kynnt sínar áherslur. „Sem er að klára að leiða úr þau verkefni sem tengjast lífeyrissamkomulaginu frá 2016 sem varðar jöfnun milli markaða. Það er flókið en við vonum að við förum að sjá til lands í því verkefni.“ Ríkið hafi boðið stéttarfélögunum að fara inn í viðræðurnar á forsendum skammtímasamnings. „Við að sjálfsögðu bregðumst við því og erum tilbúin til að ræða það. Hvort það verði niðurstaðan er ekki hægt að segja formlega núna en það er uppleggið af hálfu hins opinbera,“ segir Friðrik. Fallist stéttarfélögin á skammtímasamning verði forsendur þess annars vegar launahækkanir og hins vegar að verkáætlun fyrir næstu tólf mánuði liggi fyrir. „Ef við förum að gera skammtímasamning þá er það ein af forsendum þess að slíkur samningur gangi upp vissulega að fá strax einhverjar launahækkanir. En líka að verkaáætlun fyrir næstu tólf mánuði sé skýr, að það sé kjöt á beinunum og vel tilgreindar tímaáætlanir. Hvað erum við að fara að ræða? Hvenær ætlum við að ræða það? Að hvaða markmiðum stefnum við að? Að þetta gerist innan þessa tímaramma þannig að það verði raunverulegur af að gera þetta með þessum hætti,“ segir Friðrik.
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00 „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00
„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45
Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent