Bergþór segir Katrínu þjakaða af hatursorðræðublæti Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2023 11:38 Bergþór Ólason segir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur til hatursorðræðu afar valkvæða og þannig vart marktæka. vísir/vilhelm Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, telur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, seka um tvískinnung og skinhelgi þegar mannréttindi eru annars vegar. Þetta segir Bergþór í harðorðum pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „En orð forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, eru nú sem oft áður hjóm eitt. Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári.“ Hatursorðræða en bara stundum Bergþór vísar hér í mál sem komst í fréttir í síðustu viku þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins birti mynd sem honum barst úr kennslustund í Verslunarskóla Íslands þar sem honum var stillt upp á glæru ásamt fasistunum Benito Mussolini og Adolf Hitler. „Glæran var sett saman af kennara sem vill svo til að er líka frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs á sveitarstjórnarstiginu – nokkuð sem gæti hafa litað sýn hans við gerð glærunnar,“ segir Bergþór. Hann segir að tveir aðilar hafi ekki talið vert að fordæma þessa framsetningu, skólameistari Verzlunarskólans og svo Katrín. „Sami forsætisráðherra og hefur sölsað undir sig alla mannréttindamálaflokka í stjórnarráðinu og talar sig hása um mikilvægi þess að koma í veg fyrir hvers kyns hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Ráðherrann ætlar meira að segja að skylda stóra hópa á alls konar námskeið í hatursorðræðu,“ segir Bergþór. Hentistefna í hatursorðræðuefnum Þingflokksformaðurinn telur Katrínu varla marktæka, orð hennar hræsnisfull og hjómið eitt: „Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári,“ segir Bergþór og gefur minna en ekkert fyrir það að Katrín sé sjálfri sér samkvæm. Allt hennar tal í þessum efnum litist af hentistefnu. „Þetta hatursorðræðublæti ráðherrans, sem löngu er orðið lúið, missir endanlega marks þegar öllum verður ljóst að reglurnar eru ólíkar eftir því hvar þú stendur í stjórnmálum eða hvers kyns þú ert.“ Alþingi Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Þetta segir Bergþór í harðorðum pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „En orð forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, eru nú sem oft áður hjóm eitt. Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári.“ Hatursorðræða en bara stundum Bergþór vísar hér í mál sem komst í fréttir í síðustu viku þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins birti mynd sem honum barst úr kennslustund í Verslunarskóla Íslands þar sem honum var stillt upp á glæru ásamt fasistunum Benito Mussolini og Adolf Hitler. „Glæran var sett saman af kennara sem vill svo til að er líka frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs á sveitarstjórnarstiginu – nokkuð sem gæti hafa litað sýn hans við gerð glærunnar,“ segir Bergþór. Hann segir að tveir aðilar hafi ekki talið vert að fordæma þessa framsetningu, skólameistari Verzlunarskólans og svo Katrín. „Sami forsætisráðherra og hefur sölsað undir sig alla mannréttindamálaflokka í stjórnarráðinu og talar sig hása um mikilvægi þess að koma í veg fyrir hvers kyns hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Ráðherrann ætlar meira að segja að skylda stóra hópa á alls konar námskeið í hatursorðræðu,“ segir Bergþór. Hentistefna í hatursorðræðuefnum Þingflokksformaðurinn telur Katrínu varla marktæka, orð hennar hræsnisfull og hjómið eitt: „Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári,“ segir Bergþór og gefur minna en ekkert fyrir það að Katrín sé sjálfri sér samkvæm. Allt hennar tal í þessum efnum litist af hentistefnu. „Þetta hatursorðræðublæti ráðherrans, sem löngu er orðið lúið, missir endanlega marks þegar öllum verður ljóst að reglurnar eru ólíkar eftir því hvar þú stendur í stjórnmálum eða hvers kyns þú ert.“
Alþingi Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05