„Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 20:55 Skeytið hefði vart geta endað í betri höndum. Í fjölskyldunni eru miklir Íslandsvinir og konan, sem heldur á skeytinu, hefur tvisvar sinnum komið hingað til lands. Aðsend „Þetta er stórskemmtilegt. Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta. Svo fékk ég bara email í morgun með þeim skilaboðum að skeytið væri fundið. Það tók mig smá tíma að átta mig á hverju um væri verið að tala,“ segir Brynhildur Yrsa Valkyrja um flöskuskeyti sem sett var í sjóinn í Hafnarfirði í maí árið 2020. Skeytið fannst á vesturströnd Frakklands um helgina. Brynhildur Yrsa segir í samtali við Vísi að hún og dóttir hennar hafi ákveðið að „flippa aðeins“ þegar inniveran í covidfaraldrinum lék landsmenn grátt. Hún kveðst ekki hafa búist við því að skeytið myndi nokkurn tímann finnast og hvað þá tæpum þremur árum síðar. Það var fjölskylda sem býr í Suður-Frakklandi sem fann skeytið um helgina. Fjölskyldan var í helgarferð nálægt Bordeaux þegar þau fundu skeytið. „Þau voru rosalega ánægð. Þau fóru í fjöruferð og rákust á þetta, hjón með fimm ára barn. Og konan sem fann þetta var svo himinlifandi vegna þess að hún hefur komið tvisvar til Íslands og er rosalega hrifin af Íslandi. Þannig að henni fannst mjög gaman að hafa fundið þetta.“ Á myndinni sést flaskan sem franska fjölskyldan fann um helgina og staðsetningin á korti.Aðsend Brynhildur Yrsa segist hafa séð fyrir sér að flöskuskeytið myndi enda á Írlandi eða í Bretlandi, ef það myndi einhvers staðar enda. Þegar hún opnaði tölvupóstinn í morgun var hún ekki lengi að svara. „Ég sendi bara strax til baka og þakkaði fyrir að senda og ég hefði verið búin að steinagleyma þessu – og að það væri gaman að sjá þetta fara alla leið þangað. Hún sendi mér þá til baka og er búin að finna mig á Instagram og adda mér þar. Þannig að við erum orðnar bara næstum því pennavinkonur,“ segir hún og hlær. „Ef þau koma hingað einhvern tímann aftur ætla ég pottþétt að athuga hvort hún vilji hitta mig.“ Frakkland Íslandsvinir Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Brynhildur Yrsa segir í samtali við Vísi að hún og dóttir hennar hafi ákveðið að „flippa aðeins“ þegar inniveran í covidfaraldrinum lék landsmenn grátt. Hún kveðst ekki hafa búist við því að skeytið myndi nokkurn tímann finnast og hvað þá tæpum þremur árum síðar. Það var fjölskylda sem býr í Suður-Frakklandi sem fann skeytið um helgina. Fjölskyldan var í helgarferð nálægt Bordeaux þegar þau fundu skeytið. „Þau voru rosalega ánægð. Þau fóru í fjöruferð og rákust á þetta, hjón með fimm ára barn. Og konan sem fann þetta var svo himinlifandi vegna þess að hún hefur komið tvisvar til Íslands og er rosalega hrifin af Íslandi. Þannig að henni fannst mjög gaman að hafa fundið þetta.“ Á myndinni sést flaskan sem franska fjölskyldan fann um helgina og staðsetningin á korti.Aðsend Brynhildur Yrsa segist hafa séð fyrir sér að flöskuskeytið myndi enda á Írlandi eða í Bretlandi, ef það myndi einhvers staðar enda. Þegar hún opnaði tölvupóstinn í morgun var hún ekki lengi að svara. „Ég sendi bara strax til baka og þakkaði fyrir að senda og ég hefði verið búin að steinagleyma þessu – og að það væri gaman að sjá þetta fara alla leið þangað. Hún sendi mér þá til baka og er búin að finna mig á Instagram og adda mér þar. Þannig að við erum orðnar bara næstum því pennavinkonur,“ segir hún og hlær. „Ef þau koma hingað einhvern tímann aftur ætla ég pottþétt að athuga hvort hún vilji hitta mig.“
Frakkland Íslandsvinir Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist