Lagði Adidas í deilu um rendurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 14:20 Thom Browne í stuði. Það glittir í umræddar rendur á einum af sokk hans. Vísir/Vilhelm Bandaríski fatahönnuðurinn Thom Browne lagði þýska íþróttafatnaðarrisann Adidas í hugverkadeilu um notkun á röndum í hönnun á fatnaði. Þetta er niðurstaða dómstóls í New York í Bandaríkjunum. Browne og Adidas hafa áður deilt um notkun á röndum. Adidas höfðaði mál gegn Browne vegna notkunar hans á fjórum láréttum röndum sem gjarnan eru á flíkum sem hann hannar og hafði hug á því að krefjast átta milljón dollara í skaðabætur, ríflega 1,1 milljarðs. Adidas hefur um árabil notað þrjár láréttar rendur til að auðkenna ýmsar flíkur þýska risans. Browne, sem er þekktur fyrir að hanna fatnað í dýrari kantinum, hélt því meðal annars fram að ólíklegt væri að neytendur myndu rugla saman merkjunum, ekki síst vegna þess að hann notaðist við fjórar rendur, Adidas þrjár. Lögfræðingar hans héldu því einnig fram að kúnnahópur Browne og Adidas væri ekki sambærilegur. Að auki væru rendur algengar í hönnun. Deilur Browne og Adidas má rekja fimmtán ár aftur í tímann. Þá samþykkti hann að hætta að nota þrjár láréttar rendur í hönnunarvörum sínum, og bætti við einni í viðbót. Frá þeim tíma hefur veldi Browne þó stækkað gríðarlega, auk þess sem að það hefur í auknum mæli hannað íþróttafatnað. Kviðdómendur í málinu voru á sama máli og Browne og hefur málinu því verið vísað frá. Bandaríkin Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Adidas höfðaði mál gegn Browne vegna notkunar hans á fjórum láréttum röndum sem gjarnan eru á flíkum sem hann hannar og hafði hug á því að krefjast átta milljón dollara í skaðabætur, ríflega 1,1 milljarðs. Adidas hefur um árabil notað þrjár láréttar rendur til að auðkenna ýmsar flíkur þýska risans. Browne, sem er þekktur fyrir að hanna fatnað í dýrari kantinum, hélt því meðal annars fram að ólíklegt væri að neytendur myndu rugla saman merkjunum, ekki síst vegna þess að hann notaðist við fjórar rendur, Adidas þrjár. Lögfræðingar hans héldu því einnig fram að kúnnahópur Browne og Adidas væri ekki sambærilegur. Að auki væru rendur algengar í hönnun. Deilur Browne og Adidas má rekja fimmtán ár aftur í tímann. Þá samþykkti hann að hætta að nota þrjár láréttar rendur í hönnunarvörum sínum, og bætti við einni í viðbót. Frá þeim tíma hefur veldi Browne þó stækkað gríðarlega, auk þess sem að það hefur í auknum mæli hannað íþróttafatnað. Kviðdómendur í málinu voru á sama máli og Browne og hefur málinu því verið vísað frá.
Bandaríkin Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira