„Þetta er bara ein hindrun á leiðinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2023 21:50 Björgvin Páll var kampakátur í leikslok. Vísir/Vilhelm „Þetta var geggjað allt frá því að þjóðsöngurinn byrjaði. Það kom ákveðin gæsahúð sem fylgdi okkur út leikinn,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir fjögurra marka sigur Íslands gegn Portúgal á HM í handbolta, lokatölur 30-26. Ísland hóf HM í handbolta með góðum sigri eftir að staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Segja má að Ísland hafi verið á heimavelli í Kristianstad í kvöld. „Yndislegt að koma hérna, vera á heimavelli og kveikja í höllinni með góðri byrjun. Frábært kvöld að baki.“ Björgvin Páll byrjaði leik kvöldsins en talið var að Viktor Gísli Hallgrímsson myndi byrja í marki Íslands í kvöld. Markvörðurinn segir það ekki skipta þá félaga öllu máli. „Við erum í löngu móti og ætlum okkur að fara langt, þá þurfum við á öllum að halda. Hvort sem ég eða Viktor byrjum skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að við verjum boltana og vinnum leikina, það heppnaðist vel í dag. Viktor kom inn og tók mikilvæga bolta þegar á reyndi.“ Björgvin Páll fékk skot í höfuðið og hvíldi örlítið í kjölfarið. „Var smeykur, meira það. Í beini framhaldi fengu þeir víti sem Viktor varði og þá vildi ég gefa mér smá tíma til að meta stöðuna með sjúkraþjálfaranum. Þetta er ekki fyrsta skotið sem ég fæ í hausinn, þekki sjálfan mig ágætlega. Vildi bara gefa mér nokkrar mínútur til að skoða þetta. Viktor var góður og það var ekkert stress að koma aftur inn á. Svo kom kallið, þá var ég mættur og engir eftirmálar af þessu.“ „Þetta var frábær leikur og gaman að geta glatt stúkuna með sigri. Frábært að byrja mótið svona gegn hörkuliði, fólk áttar sig ekki alveg á hvað þeir eru góðir. Við setjum pressu á okkur sjálfa og ætlum okkur langt, þetta er bara ein hindrun á leiðinni. Þetta skilar engu ef við töpum á móti Ungverjum,“ sagði Björgvin Páll að endingu en ásamt því að verja vel þá gerði hann sér lítið fyrir og skoraði eitt mark í kvöld. Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn á Portúgal: Frábært kvöld að baki Handbolti HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20 Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:04 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45 „Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30 „Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:12 Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ísland hóf HM í handbolta með góðum sigri eftir að staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Segja má að Ísland hafi verið á heimavelli í Kristianstad í kvöld. „Yndislegt að koma hérna, vera á heimavelli og kveikja í höllinni með góðri byrjun. Frábært kvöld að baki.“ Björgvin Páll byrjaði leik kvöldsins en talið var að Viktor Gísli Hallgrímsson myndi byrja í marki Íslands í kvöld. Markvörðurinn segir það ekki skipta þá félaga öllu máli. „Við erum í löngu móti og ætlum okkur að fara langt, þá þurfum við á öllum að halda. Hvort sem ég eða Viktor byrjum skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að við verjum boltana og vinnum leikina, það heppnaðist vel í dag. Viktor kom inn og tók mikilvæga bolta þegar á reyndi.“ Björgvin Páll fékk skot í höfuðið og hvíldi örlítið í kjölfarið. „Var smeykur, meira það. Í beini framhaldi fengu þeir víti sem Viktor varði og þá vildi ég gefa mér smá tíma til að meta stöðuna með sjúkraþjálfaranum. Þetta er ekki fyrsta skotið sem ég fæ í hausinn, þekki sjálfan mig ágætlega. Vildi bara gefa mér nokkrar mínútur til að skoða þetta. Viktor var góður og það var ekkert stress að koma aftur inn á. Svo kom kallið, þá var ég mættur og engir eftirmálar af þessu.“ „Þetta var frábær leikur og gaman að geta glatt stúkuna með sigri. Frábært að byrja mótið svona gegn hörkuliði, fólk áttar sig ekki alveg á hvað þeir eru góðir. Við setjum pressu á okkur sjálfa og ætlum okkur langt, þetta er bara ein hindrun á leiðinni. Þetta skilar engu ef við töpum á móti Ungverjum,“ sagði Björgvin Páll að endingu en ásamt því að verja vel þá gerði hann sér lítið fyrir og skoraði eitt mark í kvöld. Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn á Portúgal: Frábært kvöld að baki
Handbolti HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20 Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:04 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45 „Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30 „Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:12 Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20
Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:04
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45
„Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30
„Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:12
Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55