Grænhöfðaeyjar unnu sinn fyrsta sigur í sögu HM | Ungverjar fóru létt með S-Kóreu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2023 18:45 Máté Lékai var markahæstur hjá Ungverjum í kvöld. Kolektiff Images/Getty Images Fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta eru búnir. Ungverjar unnu öruggan sigur á Suður-Kóreu en liðin eru í D-riðli, sama riðli og Ísland leikur í. Slóvenía fór létt með Sádi-Arabíu, Grænhöfðaeyjar unnu Úrúgvæ og Íran kom til baka gegn Síle. Í A-riðli mættust Síle og Íran. Leikurinn var einkar jafn en á endanum hafði Íran betur í mjög jöfnum leik, lokatölur 25-24. Mohammadreza Oraei var markahæstur í liði Íran með 7 mörk. Í B-riðli mættust Slóvenía og Sádi-Arabía. Þar var snemma ljóst hvernig færi en Slóvenía var átta mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-8. Sá munur varð enn meiri í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 14 mörk, lokatölur 33-19 Slóveníu í vil. Rok Ovniček og Blaž Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með sex mörk hvor. Í C-riðli mættust Grænhöfðaeyjar og Úrúgvæ. Grænhöfðaeyjar voru mun betri frá upphafi til enda og unnu öruggan 8 marka sigur eftir að hafa verið 6 mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 33-25. Er þetta fyrsti sigur landsins í sögu heimsmeistaramótsins. Gualther Furtado var markahæstur í liði Grænhöfðaeyja með 6 mörk. Að lokum mættust Ungverjaland og Suður-Kórea í D-riðli. Þar var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik en Ungverjar voru þá strax komnir tíu mörkum yfir, 21-11. Hann var mun jafnari í síðari hálfleik en Ungverjaland vann á endanum átta marka sigur, lokatölur 35-27. Máté Lékai var markahæstur í sigurliðinu með 7 mörk. The 28th IHF Men's World Championship is really running now Eight teams have just played their first matches The results of day two so far #POLSWE2023 #sticktogether pic.twitter.com/G2h2ZBq9VT— International Handball Federation (@ihf_info) January 12, 2023 Handbolti HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
Í A-riðli mættust Síle og Íran. Leikurinn var einkar jafn en á endanum hafði Íran betur í mjög jöfnum leik, lokatölur 25-24. Mohammadreza Oraei var markahæstur í liði Íran með 7 mörk. Í B-riðli mættust Slóvenía og Sádi-Arabía. Þar var snemma ljóst hvernig færi en Slóvenía var átta mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-8. Sá munur varð enn meiri í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 14 mörk, lokatölur 33-19 Slóveníu í vil. Rok Ovniček og Blaž Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með sex mörk hvor. Í C-riðli mættust Grænhöfðaeyjar og Úrúgvæ. Grænhöfðaeyjar voru mun betri frá upphafi til enda og unnu öruggan 8 marka sigur eftir að hafa verið 6 mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 33-25. Er þetta fyrsti sigur landsins í sögu heimsmeistaramótsins. Gualther Furtado var markahæstur í liði Grænhöfðaeyja með 6 mörk. Að lokum mættust Ungverjaland og Suður-Kórea í D-riðli. Þar var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik en Ungverjar voru þá strax komnir tíu mörkum yfir, 21-11. Hann var mun jafnari í síðari hálfleik en Ungverjaland vann á endanum átta marka sigur, lokatölur 35-27. Máté Lékai var markahæstur í sigurliðinu með 7 mörk. The 28th IHF Men's World Championship is really running now Eight teams have just played their first matches The results of day two so far #POLSWE2023 #sticktogether pic.twitter.com/G2h2ZBq9VT— International Handball Federation (@ihf_info) January 12, 2023
Handbolti HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira