Segir félagsmenn Eflingar hringja í hrönnum til að reyna að flýja Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2023 11:49 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags, sem er undir hatti Starfsgreinasambandsins, segir að símalínur Bárunnar hafi verið rauðglóandi í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Stöð 2 „Það eru glóandi línur hér,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún segir að margir tugir félagsmanna Eflingar hafi haft samband við Báruna í gær og í dag þar sem þeir leitast eftir því að skipta um stéttarfélag. Halldóra segir að sömu sögu sé að segja af stéttarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Halldóra segir að ástæðurnar sem félagsmenn Eflingar gefi upp séu alls konar. „Þeir segjast flestir ekki fylgja formanninum [Sólveigu Önnu Jónsdóttur] og framkomu hans við starfsmenn og svo vill fólk bara ekki fara í verkfall.“ „Þarf ég að vera í þessu félagi?“ Samninganefnd Eflingar ákvað á þriðjudaginn að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði þá að himinn og haf væri á milli nýjasta tilboðs Eflingar og þess sem samið hafði verið um við mikinn meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði; það er SGS, VR og iðnaðarmenn. „Félagsmenn Eflingar sem eru að hafa samband við okkur vilja bara fá kjarasamning. Óttast að missa afturvirkni samninganna og fleira. Það var afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslunni hjá okkur hinum – 85 til 86 prósent – um þann kjarasamning sem náðist. Það eru líka fleiri stéttarfélög að lenda í þessu núna, að fá þessi símtöl frá félagsmönnum Eflingar. Við erum með ákveðið samkomulag innan ASÍ um félagssvæðin og maður er að reyna að halda því. En það er erfitt þegar svona stórir hópar innan eins félags eru svona óánægðir. Spyrja: „Þarf ég að vera í þessu félagi?“ En í vinnudeilum er erfitt að skipta um félag. Þetta er snúin staða og erfið. Maður er hálfmáttlaus í þessari stöðu,“ segir Halldóra. Erfið staða Halldóra segist hafa heyrt í fjölda leiðtoga verkalýðsfélaga innan sama svæðis og Efling er. Hún segir að enn fleiri símtöl frá félagsmönnum Eflingar hafi borist þeim með sambærilegum fyrirspurnum. Halldóra segir Eflingu vera í mjög erfiðri stöðu og sé einangruð. „Manni sýnist bæði leiðinlegt að þau hafi ekki náð að semja með okkur hinum. Og mér finnst sérstakt að heyra í félagsmönnum Eflingar hvað þeir eru óánægðir. Mér þykir það leitt. En ég set ekki út á kjarabaráttu stéttarfélaga almennt séð. Það er hvert stéttarfélag með sinn samningsrétt og hefur leyfi til að fara fram eins og þau vilja. En að útiloka fólk úr samninganefnd og velja í samninganefnd er náttúrulega mjög skrýtið og sérstakt.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Tengdar fréttir SA með helmingi stærri vinnudeilusjóð en Efling Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins, sem ætlað er að bæta félagsmönnum samtakanna upp það tap sem þeir verða fyrir á meðan verkföllum stendur, er umtalsvert stærri en vinnudeilusjóður Eflingar. Þetta má lesa úr síðustu ársskýrslum samtakanna. 11. janúar 2023 17:20 Telur enga ástæðu til að kalla SA og Eflingu til fundar Ríkissáttasemjari segist ekki ætla að boða samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund eins og staðan er núna. Ekkert bendi til að samtalið geti þokast áfram með því að nefndirnar hittist. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Halldóra segir að ástæðurnar sem félagsmenn Eflingar gefi upp séu alls konar. „Þeir segjast flestir ekki fylgja formanninum [Sólveigu Önnu Jónsdóttur] og framkomu hans við starfsmenn og svo vill fólk bara ekki fara í verkfall.“ „Þarf ég að vera í þessu félagi?“ Samninganefnd Eflingar ákvað á þriðjudaginn að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði þá að himinn og haf væri á milli nýjasta tilboðs Eflingar og þess sem samið hafði verið um við mikinn meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði; það er SGS, VR og iðnaðarmenn. „Félagsmenn Eflingar sem eru að hafa samband við okkur vilja bara fá kjarasamning. Óttast að missa afturvirkni samninganna og fleira. Það var afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslunni hjá okkur hinum – 85 til 86 prósent – um þann kjarasamning sem náðist. Það eru líka fleiri stéttarfélög að lenda í þessu núna, að fá þessi símtöl frá félagsmönnum Eflingar. Við erum með ákveðið samkomulag innan ASÍ um félagssvæðin og maður er að reyna að halda því. En það er erfitt þegar svona stórir hópar innan eins félags eru svona óánægðir. Spyrja: „Þarf ég að vera í þessu félagi?“ En í vinnudeilum er erfitt að skipta um félag. Þetta er snúin staða og erfið. Maður er hálfmáttlaus í þessari stöðu,“ segir Halldóra. Erfið staða Halldóra segist hafa heyrt í fjölda leiðtoga verkalýðsfélaga innan sama svæðis og Efling er. Hún segir að enn fleiri símtöl frá félagsmönnum Eflingar hafi borist þeim með sambærilegum fyrirspurnum. Halldóra segir Eflingu vera í mjög erfiðri stöðu og sé einangruð. „Manni sýnist bæði leiðinlegt að þau hafi ekki náð að semja með okkur hinum. Og mér finnst sérstakt að heyra í félagsmönnum Eflingar hvað þeir eru óánægðir. Mér þykir það leitt. En ég set ekki út á kjarabaráttu stéttarfélaga almennt séð. Það er hvert stéttarfélag með sinn samningsrétt og hefur leyfi til að fara fram eins og þau vilja. En að útiloka fólk úr samninganefnd og velja í samninganefnd er náttúrulega mjög skrýtið og sérstakt.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Tengdar fréttir SA með helmingi stærri vinnudeilusjóð en Efling Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins, sem ætlað er að bæta félagsmönnum samtakanna upp það tap sem þeir verða fyrir á meðan verkföllum stendur, er umtalsvert stærri en vinnudeilusjóður Eflingar. Þetta má lesa úr síðustu ársskýrslum samtakanna. 11. janúar 2023 17:20 Telur enga ástæðu til að kalla SA og Eflingu til fundar Ríkissáttasemjari segist ekki ætla að boða samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund eins og staðan er núna. Ekkert bendi til að samtalið geti þokast áfram með því að nefndirnar hittist. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
SA með helmingi stærri vinnudeilusjóð en Efling Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins, sem ætlað er að bæta félagsmönnum samtakanna upp það tap sem þeir verða fyrir á meðan verkföllum stendur, er umtalsvert stærri en vinnudeilusjóður Eflingar. Þetta má lesa úr síðustu ársskýrslum samtakanna. 11. janúar 2023 17:20
Telur enga ástæðu til að kalla SA og Eflingu til fundar Ríkissáttasemjari segist ekki ætla að boða samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund eins og staðan er núna. Ekkert bendi til að samtalið geti þokast áfram með því að nefndirnar hittist. 11. janúar 2023 12:00