„Þetta verður erfitt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 19:44 Ragnar Þór sendir Sólveigu Önnu og hennar fólki baráttukveðjur en segir ljóst að baráttan verði erfið. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ljóst að baráttan framundan hjá Eflingu verði erfið en hann sendir þeim stuðningskveðjur. Betri samningur Eflingar sé til hagsbóta fyrir önnur verkalýðsfélög. „Efling og félagar hafa sinn sjálfstæða samningsrétt og okkur ber að virða þann samningsrétt,“ segir Ragnar Þór inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum í kjarasamningsviðræðum Eflingar. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær, 10. janúar, og stefnir nú í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. Formaður SA sagði tilboð Eflingar hafa verið „óaðgengilegt“ og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir stöðu Eflingar „afskaplega erfiða“. Ragnar segist styðja Eflingu til góðra verka í baráttunni framundan. Vonar að innbyrðisátökum linni „Þetta verður erfitt en við getum ekki gert annað en sent öllu félagsfólki Eflingar baráttu og stuðningskveðjur í sinni vegferð. Sömuleiðis vona ég innilega að orkan fari í að landa góðum samningi en ekki innbyrðis átök,“ segir Ragnar. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa verið meinað að sækja fundi samninganefndar Eflingar, sem hún situr í. Lengi hefur andað köldu milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en Ólöf kveðst ósammála ákvörðun stéttarfélagsins að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Ég er rosalega sorgmæddur yfir þessari stöðu, að sjá félaga mína takast á, á opinberum vettvangi. Ég leyfi mér að vona að fólk geti einbeitt sér að þessu verkefni í friði og vonandi að Efling nái góðum og myndarlegum samningum fyrir sitt fólk,“ segir Ragnar. Heyra má viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Umræða um kjaraviðræður Eflingar hefst á 9:15. Fram að því ræðir Ragnar stöðu krónunnar. Betri samningur Eflingar gagnist öllum VR skrifaði undir samning við Samtök atvinnulífsins fyrir jól og segist Ragnar standa við þá ákvörðun. Nái Efling betri samningi muni það aðeins gagnast öðrum félögum, segir Ragnar sem tekur undir orð Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags sem skrifar grein á Kjarnanum í dag. Þar hvetur hann aðildarfélög til þess að veita Eflingu stuðning í komandi baráttu. „Ég nefni að ein af kröfum okkar í þeim viðræðum, sem eru að hefjast núna um langtímasamning, er 30 daga orlof sem opinberu félögin náðu fram í sínum kjarasamningum síðast. Það er auðveldara fyrir okkur að fara fram með slíkar kröfur fyrir okkar félagsfólk ef aðrir hafa náð árangri.“ Hann segir að samninganefnd VR hafi verið sammála um að lengra yrði ekki komist með skammtímasamning í viðræðunum við SA fyrir jól. „Við lögðum það einfaldlega í dóm félagsfólks okkar og samningurinn var samþykktur með yfir 80 prósentum atkvæða,“ segir Ragnar og bætir við að félagsfólk VR hafi áttað sig á því að með því að fella slíkan samning yrði farið í átakafasa. „En þetta er stuttur samningur og við höfum þegar hafið viðræður um nýjan langtímasamning,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Efling og félagar hafa sinn sjálfstæða samningsrétt og okkur ber að virða þann samningsrétt,“ segir Ragnar Þór inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum í kjarasamningsviðræðum Eflingar. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær, 10. janúar, og stefnir nú í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. Formaður SA sagði tilboð Eflingar hafa verið „óaðgengilegt“ og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir stöðu Eflingar „afskaplega erfiða“. Ragnar segist styðja Eflingu til góðra verka í baráttunni framundan. Vonar að innbyrðisátökum linni „Þetta verður erfitt en við getum ekki gert annað en sent öllu félagsfólki Eflingar baráttu og stuðningskveðjur í sinni vegferð. Sömuleiðis vona ég innilega að orkan fari í að landa góðum samningi en ekki innbyrðis átök,“ segir Ragnar. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa verið meinað að sækja fundi samninganefndar Eflingar, sem hún situr í. Lengi hefur andað köldu milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en Ólöf kveðst ósammála ákvörðun stéttarfélagsins að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Ég er rosalega sorgmæddur yfir þessari stöðu, að sjá félaga mína takast á, á opinberum vettvangi. Ég leyfi mér að vona að fólk geti einbeitt sér að þessu verkefni í friði og vonandi að Efling nái góðum og myndarlegum samningum fyrir sitt fólk,“ segir Ragnar. Heyra má viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Umræða um kjaraviðræður Eflingar hefst á 9:15. Fram að því ræðir Ragnar stöðu krónunnar. Betri samningur Eflingar gagnist öllum VR skrifaði undir samning við Samtök atvinnulífsins fyrir jól og segist Ragnar standa við þá ákvörðun. Nái Efling betri samningi muni það aðeins gagnast öðrum félögum, segir Ragnar sem tekur undir orð Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags sem skrifar grein á Kjarnanum í dag. Þar hvetur hann aðildarfélög til þess að veita Eflingu stuðning í komandi baráttu. „Ég nefni að ein af kröfum okkar í þeim viðræðum, sem eru að hefjast núna um langtímasamning, er 30 daga orlof sem opinberu félögin náðu fram í sínum kjarasamningum síðast. Það er auðveldara fyrir okkur að fara fram með slíkar kröfur fyrir okkar félagsfólk ef aðrir hafa náð árangri.“ Hann segir að samninganefnd VR hafi verið sammála um að lengra yrði ekki komist með skammtímasamning í viðræðunum við SA fyrir jól. „Við lögðum það einfaldlega í dóm félagsfólks okkar og samningurinn var samþykktur með yfir 80 prósentum atkvæða,“ segir Ragnar og bætir við að félagsfólk VR hafi áttað sig á því að með því að fella slíkan samning yrði farið í átakafasa. „En þetta er stuttur samningur og við höfum þegar hafið viðræður um nýjan langtímasamning,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira