Rannsóknarnefnd segir orsök skort á viðhaldi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. janúar 2023 15:34 Mikinn reyk mátti sjá koma frá bátnum þegar fólk í nálægð varð vart við eldinn. Slökkt var í eldinum á endanum uppi í fjöru. Aðsent/Adolf Erlingsson, Landhelgisgæslan Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins sem varð á strandveiðibátnum Gosa KE 102 hafi verið skortur á viðhaldi. Nefndin gerir einnig athugasemd við skoðun bátsins. Þann 6. júlí síðastliðinn kom upp eldur í strandveiðibátnum Gosa KE 102. Báturinn var á siglingu skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Kviknað hafði í vélarrúmi bátsins og kom skipstjórinn sér fljótt frá borði. Fiskibáturinn Didda SH 150 kom skipstjóranum svo til bjargar þar sem hann var á reki á gúmmíbát. Í kjölfar slyssins sagði eigandi Gosa, Birgir Haukdal Rúnarsson að skipstjórinn hefði brugðist rétt við aðstæðum. „Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruð lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ sagði Birgir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf á mánudag út skýrslu um slysið. Atburðarás slyssins er rekin og kemur þar fram að skipstjórinn hafi ekki náð að senda út neyðarkall. Aðrir á svæðinu hafi tilkynnt slysið til Vaktstöðvar siglinga og Neyðarlínu. Fljótt hafi Gosi orðið alelda og björgunarskip hafi reynt að slökkva eldinn en mistekist verkið og báturinn þá dreginn upp í fjöru og eldurinn slökktur þar með sandi. Við rannsókn slyssins kom til dæmis fram að ekki var hægt að ræsa slökkvikerfi vélarrúms fyrir utan það. Bent er á að það sé ekki í samræmi við núverandi reglugerð en ekki hafi verið gerð athugasemd við það við skoðun. Þá virðist rannsóknarnefnd hafa þótt fleira ekki standast skoðun. Einnig kemur fram að eigandi bátsins hafi sagt enga athugasemd hafa verið gerða við árlega skoðun bátsins. Að lokum kemur fram að álit nefndarinnar sé að „Orsök atviksins var skortur á viðhaldi bátsins og skoðun ábótavant.“ Skýrsluna má sjá með því að smella hér. Snæfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15 Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Þann 6. júlí síðastliðinn kom upp eldur í strandveiðibátnum Gosa KE 102. Báturinn var á siglingu skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Kviknað hafði í vélarrúmi bátsins og kom skipstjórinn sér fljótt frá borði. Fiskibáturinn Didda SH 150 kom skipstjóranum svo til bjargar þar sem hann var á reki á gúmmíbát. Í kjölfar slyssins sagði eigandi Gosa, Birgir Haukdal Rúnarsson að skipstjórinn hefði brugðist rétt við aðstæðum. „Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruð lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ sagði Birgir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf á mánudag út skýrslu um slysið. Atburðarás slyssins er rekin og kemur þar fram að skipstjórinn hafi ekki náð að senda út neyðarkall. Aðrir á svæðinu hafi tilkynnt slysið til Vaktstöðvar siglinga og Neyðarlínu. Fljótt hafi Gosi orðið alelda og björgunarskip hafi reynt að slökkva eldinn en mistekist verkið og báturinn þá dreginn upp í fjöru og eldurinn slökktur þar með sandi. Við rannsókn slyssins kom til dæmis fram að ekki var hægt að ræsa slökkvikerfi vélarrúms fyrir utan það. Bent er á að það sé ekki í samræmi við núverandi reglugerð en ekki hafi verið gerð athugasemd við það við skoðun. Þá virðist rannsóknarnefnd hafa þótt fleira ekki standast skoðun. Einnig kemur fram að eigandi bátsins hafi sagt enga athugasemd hafa verið gerða við árlega skoðun bátsins. Að lokum kemur fram að álit nefndarinnar sé að „Orsök atviksins var skortur á viðhaldi bátsins og skoðun ábótavant.“ Skýrsluna má sjá með því að smella hér.
Snæfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15 Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15
Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11