Segir að karlmenn séu nauðsynlegir og þeir þurfi að vera sterkir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. janúar 2023 13:01 Bergsveinn Ólafsson bókahöfundur og doktorsnemi í sálfræði. Stöð 2 „Það eru vond skilaboð til ungra drengja þegar talað er um eitraða karlmennsku,“ segir Bergsveinn Ólafsson doktorsnemi í sálfræði. Beggi Ólafs hefur vakið athygli fyrir afstöðu sína og umræðu um karlmennsku á samfélagsmiðlum. Hann segir að styðja þurfi betur við unga drengi og að það megi ekki gefa í skyn að þeir séu allir ómögulegir þar til annað komi í ljós. „Það virðast vera lítil hvetjandi orð til karlmanna í dag, mér finnst megnið af því sem þeir heyra er að það sé eitthvað af þeim eða þeir þurfi að breyta sér. Þeir séu allir ofbeldismenn og að þeir séu ekki að sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, að við þurfum ekki á þeim að halda,“ segir Beggi. Í þættinum Ísland í dag ræddi Sindri Sindrason við Begga sem er nýbúin að gefa út bók þar sem fjallað er um karlmennskuna. Beggi segir að karlmenn þurfi að fá að vera karlmenn en hefur verið harðlega gagnrýndur af sumum fyrir orð sín. Gefi körlum tilgang Beggi segir að það sé hávær hópur í samfélaginu sem sé að segja karlmönnum hvernig þeir eigi að vera. „Að það sé eitthvað að því að vera karlmaður. Mér finnst vanta hvetjandi orð.“ Hann telur að betra sé að breyta samfélaginu með samtali en ekki upphrópunum. Hann telur að skilaboðin til karla, sérstaklega ungra drengja, sé hræðandi og letjandi. „Karlmenn standa sig verr í öllum fögum í skóla, eru fimmtíu prósent ólíklegri til að ná grunnhæfni í lestrum, skrifum og vísindum. Við vitum að 34,5 prósent minnir mig af strákum eru ólæsir eftir 10. bekk,“ heldur Beggi fram í þættinum. „Ég vil bara gefa strákum og karlmönnum þau skilaboð að í fyrsta lagi jú við þurfum á ykkur að halda, já þið eruð nauðsynlegir, já þið þurfið að vera sterkir. Hvað meina ég með sterkir, jú sterkir til að axla ábyrgð og gera ykkar allra besta til að sinna ykkar, til að hafa ákveðna sýn á framtíðina og ákveðinn tilgang. Sinna hlutverkinu þínu, vera til staðar, efla þína hæfni og það er ferðalag sem gefur körlum tilgang í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S 🇮🇸 (@beggiolafs) Eitruð karlmennska ekki rétta orðavalið Beggi segir að það sé mikil umræða um álagið á stúlkur og konur, þeirra framlag til vinnu, heimilis og atvinnulífs og þriðju vaktina og svo framvegis. Spyr hann hvar umræðan um framlag karla sé, áhyggjur af stöðu drengja í skóla og stöðu þeirra almennt. Nefnir hann alla þá sem eru á sjó, alla þá sem rjúki út og þegar moka þarf götur borgarinnar og sjá um dekkin og viðgerð á bílum, laufin í rennum og garðsláttinn. „Hann segir að karlmenn eigi að vera ófeimnir að benda á mikilvægi sitt í þjóðfélaginu og að annað eða eitt kynið sjái ekki um þetta allt saman,“ hefur Sindri eftir Begga í þættinum. Beggi leggur áherslu á það að orðið eitruð karlmennska sé ekki gott eða rétt. „Mér finnst það hugtak bara ekki hjálpa neinum.“ Hann stingur upp á því að gera umræðuna kynlausa og hans uppástungur eru orð eins og eitruð hegðun, slæm hegðun og ofbeldismenning. Ungir drengir að ströggla „Það er lítil prósenta karlmanna sem hegðar sér illa og þau skilaboð að allir karlmenn séu að gera þessa hræðilegu hluti, hvað gerir það fyrir ungan dreng sem kemur upp og heldur að hann sé allt þetta sem hann á að vera af því að hann er karlmaður.“ Beggi segir að umræðan um að karlmenn séu hluti af kúgandi feðraveldi, sé ekki að gera drengjum gott. „Það virðast allar tölur benda til þess að þeir séu að ströggla.“ Að hans mati eru allir eða allavega flestir í einhvers konar forréttindastöðu. Allir hafi einhverja yfirburði á einhverjum sviðum. Það að taka einn hóp út og gera meira úr þeim skilaboðum sé rangt og ruglandi fyrir unga drengi og unga menn. „Við munum súpa seiðið af því í framtíðinni. Það ekki eins og þetta geri bara slæmt fyrir karlmenn, það sem gerist slæmt fyrir karlmenn gerir líka slæmt fyrir konur og alla sem búa í samfélaginu.“ Hávær minnihlutahópur Beggi hefur víða rætt skoðanir sínar á þessum málum. Hann heldur því fram að viðbrögðin séu mest megnis góð. „Maður fær líka ákveðna gagnrýni frá háværum minnihlutahópi á Twitter sem eru lyklaborðsstríðsmenn. Þau eru að klífa upp mannorðsstigann með því að koma með ákveðna skoðun sem sýni fram á hversu göfug og flott manneskja þau eru í stað þess að fara þarna út og skapa sitt mannorð með hegðun yfir langan tíma. Sá hópur er hávær en hann er lítill.“ Hann segir að fólk taki orð hans úr samhengi og ákveði hvað hann meini með orðunum. „Fólk reynir að eyðileggja mannorðið hjá manni með því að segja eitthvað slæmt um mig sem einstakling.“ Hér fyrir neðan má sjá umtalað myndband Begga um karlmennskuna. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Beggi segir að þessi hópur hafi ekki náð markmiðinu af því að hann hafi byggt mannorðið sitt upp í mörg ár. Umræðan sé jarðsprengjusvæði en einhver þurfi að taka slaginn. „Fólk sem ég hef verið í tengslum við, veit hvaða mann ég hef að geyma.“ Ísland í dag Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir ekki að gera öllum til geðs Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson er að gefa út nýja bók sem ber heitið Tíu skilaboð. „Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs,“ segir hann um bókina. 18. október 2022 08:31 Svarar ekki gagnrýnisröddum sem líkja honum við Andrew Tate Hlaðvarpsstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, segist ekki ætla að svara gagnrýni sem hann hefur sætt vegna myndbands sem hann birti á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 1. september 2022 11:36 „Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00 Beggi Ólafs og Hildur Sif hætt saman Fyrirlesarinn og doktorsneminn Beggi Ólafs og Hildur Sif Hauksdóttir, sérfræðingur hjá SaltPay, eru hætt saman eftir rúmlega átta ára samband. 15. febrúar 2022 15:43 Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira
Beggi Ólafs hefur vakið athygli fyrir afstöðu sína og umræðu um karlmennsku á samfélagsmiðlum. Hann segir að styðja þurfi betur við unga drengi og að það megi ekki gefa í skyn að þeir séu allir ómögulegir þar til annað komi í ljós. „Það virðast vera lítil hvetjandi orð til karlmanna í dag, mér finnst megnið af því sem þeir heyra er að það sé eitthvað af þeim eða þeir þurfi að breyta sér. Þeir séu allir ofbeldismenn og að þeir séu ekki að sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, að við þurfum ekki á þeim að halda,“ segir Beggi. Í þættinum Ísland í dag ræddi Sindri Sindrason við Begga sem er nýbúin að gefa út bók þar sem fjallað er um karlmennskuna. Beggi segir að karlmenn þurfi að fá að vera karlmenn en hefur verið harðlega gagnrýndur af sumum fyrir orð sín. Gefi körlum tilgang Beggi segir að það sé hávær hópur í samfélaginu sem sé að segja karlmönnum hvernig þeir eigi að vera. „Að það sé eitthvað að því að vera karlmaður. Mér finnst vanta hvetjandi orð.“ Hann telur að betra sé að breyta samfélaginu með samtali en ekki upphrópunum. Hann telur að skilaboðin til karla, sérstaklega ungra drengja, sé hræðandi og letjandi. „Karlmenn standa sig verr í öllum fögum í skóla, eru fimmtíu prósent ólíklegri til að ná grunnhæfni í lestrum, skrifum og vísindum. Við vitum að 34,5 prósent minnir mig af strákum eru ólæsir eftir 10. bekk,“ heldur Beggi fram í þættinum. „Ég vil bara gefa strákum og karlmönnum þau skilaboð að í fyrsta lagi jú við þurfum á ykkur að halda, já þið eruð nauðsynlegir, já þið þurfið að vera sterkir. Hvað meina ég með sterkir, jú sterkir til að axla ábyrgð og gera ykkar allra besta til að sinna ykkar, til að hafa ákveðna sýn á framtíðina og ákveðinn tilgang. Sinna hlutverkinu þínu, vera til staðar, efla þína hæfni og það er ferðalag sem gefur körlum tilgang í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S 🇮🇸 (@beggiolafs) Eitruð karlmennska ekki rétta orðavalið Beggi segir að það sé mikil umræða um álagið á stúlkur og konur, þeirra framlag til vinnu, heimilis og atvinnulífs og þriðju vaktina og svo framvegis. Spyr hann hvar umræðan um framlag karla sé, áhyggjur af stöðu drengja í skóla og stöðu þeirra almennt. Nefnir hann alla þá sem eru á sjó, alla þá sem rjúki út og þegar moka þarf götur borgarinnar og sjá um dekkin og viðgerð á bílum, laufin í rennum og garðsláttinn. „Hann segir að karlmenn eigi að vera ófeimnir að benda á mikilvægi sitt í þjóðfélaginu og að annað eða eitt kynið sjái ekki um þetta allt saman,“ hefur Sindri eftir Begga í þættinum. Beggi leggur áherslu á það að orðið eitruð karlmennska sé ekki gott eða rétt. „Mér finnst það hugtak bara ekki hjálpa neinum.“ Hann stingur upp á því að gera umræðuna kynlausa og hans uppástungur eru orð eins og eitruð hegðun, slæm hegðun og ofbeldismenning. Ungir drengir að ströggla „Það er lítil prósenta karlmanna sem hegðar sér illa og þau skilaboð að allir karlmenn séu að gera þessa hræðilegu hluti, hvað gerir það fyrir ungan dreng sem kemur upp og heldur að hann sé allt þetta sem hann á að vera af því að hann er karlmaður.“ Beggi segir að umræðan um að karlmenn séu hluti af kúgandi feðraveldi, sé ekki að gera drengjum gott. „Það virðast allar tölur benda til þess að þeir séu að ströggla.“ Að hans mati eru allir eða allavega flestir í einhvers konar forréttindastöðu. Allir hafi einhverja yfirburði á einhverjum sviðum. Það að taka einn hóp út og gera meira úr þeim skilaboðum sé rangt og ruglandi fyrir unga drengi og unga menn. „Við munum súpa seiðið af því í framtíðinni. Það ekki eins og þetta geri bara slæmt fyrir karlmenn, það sem gerist slæmt fyrir karlmenn gerir líka slæmt fyrir konur og alla sem búa í samfélaginu.“ Hávær minnihlutahópur Beggi hefur víða rætt skoðanir sínar á þessum málum. Hann heldur því fram að viðbrögðin séu mest megnis góð. „Maður fær líka ákveðna gagnrýni frá háværum minnihlutahópi á Twitter sem eru lyklaborðsstríðsmenn. Þau eru að klífa upp mannorðsstigann með því að koma með ákveðna skoðun sem sýni fram á hversu göfug og flott manneskja þau eru í stað þess að fara þarna út og skapa sitt mannorð með hegðun yfir langan tíma. Sá hópur er hávær en hann er lítill.“ Hann segir að fólk taki orð hans úr samhengi og ákveði hvað hann meini með orðunum. „Fólk reynir að eyðileggja mannorðið hjá manni með því að segja eitthvað slæmt um mig sem einstakling.“ Hér fyrir neðan má sjá umtalað myndband Begga um karlmennskuna. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Beggi segir að þessi hópur hafi ekki náð markmiðinu af því að hann hafi byggt mannorðið sitt upp í mörg ár. Umræðan sé jarðsprengjusvæði en einhver þurfi að taka slaginn. „Fólk sem ég hef verið í tengslum við, veit hvaða mann ég hef að geyma.“
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir ekki að gera öllum til geðs Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson er að gefa út nýja bók sem ber heitið Tíu skilaboð. „Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs,“ segir hann um bókina. 18. október 2022 08:31 Svarar ekki gagnrýnisröddum sem líkja honum við Andrew Tate Hlaðvarpsstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, segist ekki ætla að svara gagnrýni sem hann hefur sætt vegna myndbands sem hann birti á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 1. september 2022 11:36 „Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00 Beggi Ólafs og Hildur Sif hætt saman Fyrirlesarinn og doktorsneminn Beggi Ólafs og Hildur Sif Hauksdóttir, sérfræðingur hjá SaltPay, eru hætt saman eftir rúmlega átta ára samband. 15. febrúar 2022 15:43 Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira
Reynir ekki að gera öllum til geðs Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson er að gefa út nýja bók sem ber heitið Tíu skilaboð. „Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs,“ segir hann um bókina. 18. október 2022 08:31
Svarar ekki gagnrýnisröddum sem líkja honum við Andrew Tate Hlaðvarpsstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, segist ekki ætla að svara gagnrýni sem hann hefur sætt vegna myndbands sem hann birti á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 1. september 2022 11:36
„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00
Beggi Ólafs og Hildur Sif hætt saman Fyrirlesarinn og doktorsneminn Beggi Ólafs og Hildur Sif Hauksdóttir, sérfræðingur hjá SaltPay, eru hætt saman eftir rúmlega átta ára samband. 15. febrúar 2022 15:43