Er ekki tilefni til að skammast sín og biðjast afsökunar? Tómas Ellert Tómasson skrifar 10. janúar 2023 19:00 Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands þvertekur fyrir það í samtali við fréttamann visir.is fyrr í dag að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra afsökunar á því óþverrabragði kennara við skólann að stilla Sigmundi upp við hlið alræðissinna og fjöldamorðingja á glæru í „kennslustund“ við skólann. Ennfremur segir hún að ekki sé tilefni til þess vegna þess að glæran hafi verið notuð til að kveikja umræður meðal nemenda um ólíkar birtingarmyndir þjóðernisstefnu í stjórnmálafræði við skólann. Það er sem sagt í lagi að mati skólastjórans að setja fram kennsluefni á slíkan hátt til að "kveikja umræður" á meðal nemenda, öðruvísi mér áður brá. Þegar ég var í framhaldsskóla á níunda áratug síðustu aldar sótti ég eins marga sögu- og stjórnmálaáfanga og ég mögulega gat, því þeir voru eitt af því fáa sem að ég hafði áhuga á að nema á þeim tíma. Ég fullyrði að aldrei, ég endurtek, aldrei var námsefninu í þeim áföngum stillt upp með slíkum hætti að kennari reyndi að mynda hugrenningatengsl á milli alræðissinna út í heimi við íslenska stjórnmálamenn eða aðra Íslendinga yfirhöfuð. Og það þrátt fyrir að einhverjir kennararnir voru yfirlýstir Alþýðubandalagsmenn eða eitthvað annað. Það kom þeim ekki til hugar. Hvað annað er atvikið sem kom upp í Verzló annað en skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara við skólann? Viðbrögð skólastjórans eru mér mikil vonbrigði verð ég að segja. Viðbrögðin bera vott um að ofbeldi og einelti sé samþykkt í skólanum þrátt fyrir að skólinn hafi sett sér áætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni. Til bjargar andliti hins merka skóla að þá kem ég hér með tillögu að afsökunarbeiðni sem notast má við til fulltrúaráðs og skólanefndar Verzlunarskóla Íslands þar sem upp kom atvik í skólanum sem tilefni er til að skammast sín fyrir og biðjast afsökunar á: „Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands lýsir yfir af gefnu tilefni: Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands biðst afsökunar á því illgirnislega óþverrabragði kennara við skólann að líkja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra við alræðissinna og fjöldamorðingja. Skýrir verkferlar verða nú settir svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til kennsluhátta þannig að ekki falli þar skuggi á eins og gerðist í tilviki fyrrverandi kennara við skólann, því miður. Við biðjum Sigmund Davíð í einlægni formlega afsökunar á athæfinu. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands fordæmir alfarið allt einelti, fordóma og ofbeldi af öllu tagi, nú sem endranær. Til áréttingar að þá hefur kennaranum sem beitti óþverrabragðinu verið sagt upp störfum. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands“ Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands þvertekur fyrir það í samtali við fréttamann visir.is fyrr í dag að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra afsökunar á því óþverrabragði kennara við skólann að stilla Sigmundi upp við hlið alræðissinna og fjöldamorðingja á glæru í „kennslustund“ við skólann. Ennfremur segir hún að ekki sé tilefni til þess vegna þess að glæran hafi verið notuð til að kveikja umræður meðal nemenda um ólíkar birtingarmyndir þjóðernisstefnu í stjórnmálafræði við skólann. Það er sem sagt í lagi að mati skólastjórans að setja fram kennsluefni á slíkan hátt til að "kveikja umræður" á meðal nemenda, öðruvísi mér áður brá. Þegar ég var í framhaldsskóla á níunda áratug síðustu aldar sótti ég eins marga sögu- og stjórnmálaáfanga og ég mögulega gat, því þeir voru eitt af því fáa sem að ég hafði áhuga á að nema á þeim tíma. Ég fullyrði að aldrei, ég endurtek, aldrei var námsefninu í þeim áföngum stillt upp með slíkum hætti að kennari reyndi að mynda hugrenningatengsl á milli alræðissinna út í heimi við íslenska stjórnmálamenn eða aðra Íslendinga yfirhöfuð. Og það þrátt fyrir að einhverjir kennararnir voru yfirlýstir Alþýðubandalagsmenn eða eitthvað annað. Það kom þeim ekki til hugar. Hvað annað er atvikið sem kom upp í Verzló annað en skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara við skólann? Viðbrögð skólastjórans eru mér mikil vonbrigði verð ég að segja. Viðbrögðin bera vott um að ofbeldi og einelti sé samþykkt í skólanum þrátt fyrir að skólinn hafi sett sér áætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni. Til bjargar andliti hins merka skóla að þá kem ég hér með tillögu að afsökunarbeiðni sem notast má við til fulltrúaráðs og skólanefndar Verzlunarskóla Íslands þar sem upp kom atvik í skólanum sem tilefni er til að skammast sín fyrir og biðjast afsökunar á: „Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands lýsir yfir af gefnu tilefni: Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands biðst afsökunar á því illgirnislega óþverrabragði kennara við skólann að líkja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra við alræðissinna og fjöldamorðingja. Skýrir verkferlar verða nú settir svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til kennsluhátta þannig að ekki falli þar skuggi á eins og gerðist í tilviki fyrrverandi kennara við skólann, því miður. Við biðjum Sigmund Davíð í einlægni formlega afsökunar á athæfinu. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands fordæmir alfarið allt einelti, fordóma og ofbeldi af öllu tagi, nú sem endranær. Til áréttingar að þá hefur kennaranum sem beitti óþverrabragðinu verið sagt upp störfum. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands“ Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun