Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 21:01 Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann hefur áhyggjur af hættulegum sýkingum sem herja á börn þessi misserin. Vísir/Sigurjón Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. Á þessum árstíma er alvanalegt að flensur og umgangspestir herji á landann. Í ár er þetta þó óvenjulegt af þeim sökum að mun meira er um sýkingar og það sem gerir ástandið sérstaklega erfitt er að fólk og ekki síst börn eru að fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar. Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann segir gríðarlega mikið álag vera á barnaspítalanum um þessar mundir. „Það hefur verið ótrúlega mikið í gangi síðustu mánuði hjá okkur á Barnaspítalanum og í rauninni öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem eru að sinna veikum börnum. Í venjulegu árferði kemur þetta í einhverjum bylgjum og eftir því hvaða sýkingar ráðandi eru en þetta hefur verið meira og minna viðvarandi í marga mánuði," segir Valtýr. Sýkingar ofan í sýkingar Valtýr segir engan vafa á því að ástandið sé verra í ár en undanfarin ár. „Við höfum enga klára skýringu á því hvers vegna. Auðvitað er auðvelt að kenna Covid og innilokum síðustu ára um. Og vafalaust hefur það einhver áhrif og við máttum alveg búast við því að þessi vetur yrði svona.“ Gríðarlegt álag er á Barnaspítala Hringsins líkt og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins þessa daganaVísir/Vilhelm En hvaða veirur eru þetta sem eru helst að ganga? „Þetta er til dæmis RS veiran sem kemur á hverju ári, inflúensuveiran blandast inní þetta og margar aðrar veirur, niðurgangs og uppkastsveirur. Síðustu vikur höfum við séð meira af bakteríusýkingum og streptókokkasýkingum sem oft koma í kjölfarið. Þetta veldur talsverðu álagi.“ Dæmi um börn á gjörgæslu vegna streptókokka Börn geta orðið mjög alvarlega veik og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að svæfa hafa þurft fjögurra ára barn í nokkra daga sem meðferð við heiftarlegri streptókokkasýkingu. Valtýr segir fleiri slík tilfelli hafa komið upp. „Já, það eru fleiri um dæmi um börn sem hafa lent á gjörgæslu núna síðustu vikurnar bæði vegna bakteríu-og veirusýkinga sem koma í kjölfarið. Meðferð er auðvitað stuðningsmeðferð og svo sýklalyf þegar það á við.“ Streptókokkasýkingar þekkja margir og Valtýr segir að venjulega sé um að ræða tilölulega einföld veikindi, hálsbólgu, sem meðhöndla megi með sýklalyfjum. „En það sem veldur meiri áhyggjum eru svokallaðar ífarandi streptókokkasýkingar sem geta valdið blóðsýkingum eða alvarlegum lungnabólgum. Það eru börnin sem eru að leggjast inn hjá okkur.“ Allir á tánum Valtýr segir Barnaspítalann fullan og þannig hafi ástandið verið lengi. „Auðvitað eru alls konar aðstæður fyrir innlögnum. En venjan hjá okkur er að við höfum geta sinnt öllum en síðustu vikur hafa reynt verulega á. Starfsfólk er auðvitað orðið langþreytt þó allir hlaupi aðeins hraðar og geri sitt allra besta. En álagið er mjög mikið.“ Hafið þið áhyggjur af ástandinu? „Já við höfum alltaf áhyggjur af ástandinu og það eru allir á tánum. Sérstaklega varðandi þessar hættulegu sýkingar. En það þýðir ekki að öll börn sem eru með hita þurfi endilega að leggjast inn á spítalann, en við hvetjum foreldra til að láta lækni kíkja á barnið sitt ef það hefur verulegar áhyggjur,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Á þessum árstíma er alvanalegt að flensur og umgangspestir herji á landann. Í ár er þetta þó óvenjulegt af þeim sökum að mun meira er um sýkingar og það sem gerir ástandið sérstaklega erfitt er að fólk og ekki síst börn eru að fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar. Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann segir gríðarlega mikið álag vera á barnaspítalanum um þessar mundir. „Það hefur verið ótrúlega mikið í gangi síðustu mánuði hjá okkur á Barnaspítalanum og í rauninni öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem eru að sinna veikum börnum. Í venjulegu árferði kemur þetta í einhverjum bylgjum og eftir því hvaða sýkingar ráðandi eru en þetta hefur verið meira og minna viðvarandi í marga mánuði," segir Valtýr. Sýkingar ofan í sýkingar Valtýr segir engan vafa á því að ástandið sé verra í ár en undanfarin ár. „Við höfum enga klára skýringu á því hvers vegna. Auðvitað er auðvelt að kenna Covid og innilokum síðustu ára um. Og vafalaust hefur það einhver áhrif og við máttum alveg búast við því að þessi vetur yrði svona.“ Gríðarlegt álag er á Barnaspítala Hringsins líkt og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins þessa daganaVísir/Vilhelm En hvaða veirur eru þetta sem eru helst að ganga? „Þetta er til dæmis RS veiran sem kemur á hverju ári, inflúensuveiran blandast inní þetta og margar aðrar veirur, niðurgangs og uppkastsveirur. Síðustu vikur höfum við séð meira af bakteríusýkingum og streptókokkasýkingum sem oft koma í kjölfarið. Þetta veldur talsverðu álagi.“ Dæmi um börn á gjörgæslu vegna streptókokka Börn geta orðið mjög alvarlega veik og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að svæfa hafa þurft fjögurra ára barn í nokkra daga sem meðferð við heiftarlegri streptókokkasýkingu. Valtýr segir fleiri slík tilfelli hafa komið upp. „Já, það eru fleiri um dæmi um börn sem hafa lent á gjörgæslu núna síðustu vikurnar bæði vegna bakteríu-og veirusýkinga sem koma í kjölfarið. Meðferð er auðvitað stuðningsmeðferð og svo sýklalyf þegar það á við.“ Streptókokkasýkingar þekkja margir og Valtýr segir að venjulega sé um að ræða tilölulega einföld veikindi, hálsbólgu, sem meðhöndla megi með sýklalyfjum. „En það sem veldur meiri áhyggjum eru svokallaðar ífarandi streptókokkasýkingar sem geta valdið blóðsýkingum eða alvarlegum lungnabólgum. Það eru börnin sem eru að leggjast inn hjá okkur.“ Allir á tánum Valtýr segir Barnaspítalann fullan og þannig hafi ástandið verið lengi. „Auðvitað eru alls konar aðstæður fyrir innlögnum. En venjan hjá okkur er að við höfum geta sinnt öllum en síðustu vikur hafa reynt verulega á. Starfsfólk er auðvitað orðið langþreytt þó allir hlaupi aðeins hraðar og geri sitt allra besta. En álagið er mjög mikið.“ Hafið þið áhyggjur af ástandinu? „Já við höfum alltaf áhyggjur af ástandinu og það eru allir á tánum. Sérstaklega varðandi þessar hættulegu sýkingar. En það þýðir ekki að öll börn sem eru með hita þurfi endilega að leggjast inn á spítalann, en við hvetjum foreldra til að láta lækni kíkja á barnið sitt ef það hefur verulegar áhyggjur,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira