Tröll og forynjur Bjarni Karlsson skrifar 10. janúar 2023 07:00 Eitt af mörgu góðu við Eyjamenn er sú einbeitta leikgleði sem ríkir í samfélagi þeirra. Á Heimaey tekur fólk gleðina föstum tökum og veit sem er að án leiks er ekkert líf. Frá alda öðli hefur mannskepnan gert sér leik að tröllum og forynjum og sögur af óvættum gegna mikilvægu hlutverki hvarvetna á byggðu bóli. Það er hluti af traustu uppeldi að kynna nýja kynslóð fyrir slíku efni. Tröllið táknar það sem skelfir okkur innst og dýpst. Þess vegna á hvert byggðarlag sína trölladranga með æsilegum sögum af óvættum sem þvælst hafa úti og valdið usla. Setjum orð á ótta okkar segja þessar sagnir. Ef þú festir heimskort upp á vegg, kastaðir svo pílu í kortið þar til hún lenti einhversstaðar í mannabyggð, fengir þér síðan far með flugvél og varpaðir þér í fallhlíf niður á ákvörðunarstaðinn og spyrðir fyrsta tólf ára barn sem þú rækist á: Hvað verður um tröllið eða forynjuna sem fer út úr fylgsni sínu einhverra erinda en lendir í töfum uns sólin rís? Tröllið verður að steini, myndi barnið samstundis svara. Þegar Edda Falak er rigguð upp í gerfi tröllkonu og Heimir Hallgríms er orðinn að Araba-risa þá er vitaskuld verið að vinna með gömul þemu; taka það sem við óttumst, mála það upp og fífla það svo að það hætti að vera hættulegt en verði að steini. Sterkar konur og framandi menningarheimar eru og hafa alltaf verið kvíðavaldur og með því að tengja það þekktum persónum verður það sem maður óttast allt í senn nálægt, skiljanlegt og hlægilegt svo manni léttir ögn. En þótt eitthvað sé hlægilegt er ekki víst að það sé fyndið. Og þegar betur er að gáð sjáum við að það er ekkert fyndið að taka Eddu Falak, uppnefna hana Flak og gera hana að tröllkonu því það getur stutt við hugmyndina um ofbeldi sem aðferð í glímunni við óttann. Gott að á það var bent. Þótt sumt geti þótt hlægilegt er það ekki endilega fyndið. Þann greinarmun þurfum við að þekkja ef við viljum vera fallegt og öruggt samfélag. En hér megum við ekki staðnæmast því vandinn verður ekki leystur með því að finna nýtt nafn á tröllið og kalla það ÍBV. Sagan af tröllinu sem verður að steini þegar sólin skín kennir okkur að þegar við felum hvorki skítinn og skömmina inni í helli sálarinnar né útvistum angist okkar yfir í önnur sálarlíf með tröllshætti heldur látum tilfinningar okkar óhrædd í ljósi þá verður allt í lagi. Þegar sólin skín á tröllið verður það bara að kunnuglegu kennileiti í umhverfinu. Ekkert meira. Nú hefur sólin skinið á tröllið. Það þarf enginn að bera skömm sem kann að bera ábyrgð. Ég bjó árum saman á Heimaey einmitt þegar börnin mín voru ung. Þar kynntist ég raungóðu og heilsteyptu samfélagi sem ber virðingu fyrir fólki og náttúru. Tvö barnabarna minna voru einmitt á Hásteinsvelli núna síðast og þessi orð eru skrifuð undir áhrifum skýlausrar hrifningar í þriggja og sex ára augum segjandi sögur af tröllum og forynjum. Skelfing megum við vera þakklát því dugandi fólki sem nennir að standa í þessu þrettánda-veseni ár eftir ár og lætur aldrei deigan síga þannig að við hin getum gengið að gleðinni vísri. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mörgu góðu við Eyjamenn er sú einbeitta leikgleði sem ríkir í samfélagi þeirra. Á Heimaey tekur fólk gleðina föstum tökum og veit sem er að án leiks er ekkert líf. Frá alda öðli hefur mannskepnan gert sér leik að tröllum og forynjum og sögur af óvættum gegna mikilvægu hlutverki hvarvetna á byggðu bóli. Það er hluti af traustu uppeldi að kynna nýja kynslóð fyrir slíku efni. Tröllið táknar það sem skelfir okkur innst og dýpst. Þess vegna á hvert byggðarlag sína trölladranga með æsilegum sögum af óvættum sem þvælst hafa úti og valdið usla. Setjum orð á ótta okkar segja þessar sagnir. Ef þú festir heimskort upp á vegg, kastaðir svo pílu í kortið þar til hún lenti einhversstaðar í mannabyggð, fengir þér síðan far með flugvél og varpaðir þér í fallhlíf niður á ákvörðunarstaðinn og spyrðir fyrsta tólf ára barn sem þú rækist á: Hvað verður um tröllið eða forynjuna sem fer út úr fylgsni sínu einhverra erinda en lendir í töfum uns sólin rís? Tröllið verður að steini, myndi barnið samstundis svara. Þegar Edda Falak er rigguð upp í gerfi tröllkonu og Heimir Hallgríms er orðinn að Araba-risa þá er vitaskuld verið að vinna með gömul þemu; taka það sem við óttumst, mála það upp og fífla það svo að það hætti að vera hættulegt en verði að steini. Sterkar konur og framandi menningarheimar eru og hafa alltaf verið kvíðavaldur og með því að tengja það þekktum persónum verður það sem maður óttast allt í senn nálægt, skiljanlegt og hlægilegt svo manni léttir ögn. En þótt eitthvað sé hlægilegt er ekki víst að það sé fyndið. Og þegar betur er að gáð sjáum við að það er ekkert fyndið að taka Eddu Falak, uppnefna hana Flak og gera hana að tröllkonu því það getur stutt við hugmyndina um ofbeldi sem aðferð í glímunni við óttann. Gott að á það var bent. Þótt sumt geti þótt hlægilegt er það ekki endilega fyndið. Þann greinarmun þurfum við að þekkja ef við viljum vera fallegt og öruggt samfélag. En hér megum við ekki staðnæmast því vandinn verður ekki leystur með því að finna nýtt nafn á tröllið og kalla það ÍBV. Sagan af tröllinu sem verður að steini þegar sólin skín kennir okkur að þegar við felum hvorki skítinn og skömmina inni í helli sálarinnar né útvistum angist okkar yfir í önnur sálarlíf með tröllshætti heldur látum tilfinningar okkar óhrædd í ljósi þá verður allt í lagi. Þegar sólin skín á tröllið verður það bara að kunnuglegu kennileiti í umhverfinu. Ekkert meira. Nú hefur sólin skinið á tröllið. Það þarf enginn að bera skömm sem kann að bera ábyrgð. Ég bjó árum saman á Heimaey einmitt þegar börnin mín voru ung. Þar kynntist ég raungóðu og heilsteyptu samfélagi sem ber virðingu fyrir fólki og náttúru. Tvö barnabarna minna voru einmitt á Hásteinsvelli núna síðast og þessi orð eru skrifuð undir áhrifum skýlausrar hrifningar í þriggja og sex ára augum segjandi sögur af tröllum og forynjum. Skelfing megum við vera þakklát því dugandi fólki sem nennir að standa í þessu þrettánda-veseni ár eftir ár og lætur aldrei deigan síga þannig að við hin getum gengið að gleðinni vísri. Höfundur er prestur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun