Gott gengi Nets í hættu: Durant með tognað liðband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 23:01 Kevin Durant mun ekki körfubolta spila næstu vikurnar. AP Photo/Matt Kelley Kevin Durant, stórstjarna Brooklyn Nets í NBA deildinni, er með tognað liðband í hægra hné og verður frá næstu vikurnar. Þetta setur gott gengi liðsins í hættu en það er sem stendur í 2. sæti Austurdeildar. Durant, sem er einn af betri mönnum deildarinnar, byrjaði tímabilið með látum þegar hann sagðist vilja yfirgefa Nets. Á sama tíma kom Kyrie Irving sér enn og aftur í vandræði og virtist sem um sannkallað hryllingstímabil yrði að ræða. Það breyttist eftir að Steve Nash var látinn fara og allt í einu fór Nets að vinna leiki. Liðið hefur í raun verið sjóðandi heitt undanfarnar vikur og unnið 18 af síðustu 20 leikjum sínum. Durant meiddist hins vegar í eins stigs sigri á Miami Heat á aðfaranótt mánudags. Jimmy Butler, leikmaður Heat, datt aftur fyrir sig á hné Durant sem lá eftir í dágóða stund. Durant reyndi að halda áfram en var á endanum tekinn af velli. Nú er ljóst að hann er með skaddað liðband. „Ég var þarna rétt hjá þessu og svona atvik eru óhugnanleg,“ sagði Kyrie eftir leik. Í yfirlýsingu Nets segir að meiðslin verði skoðuð að nýju eftir tvær vikur en talið er að það taki leikmenn um 5-7 vikur að jafna sig eftir að hafa tognað á liðbandi. Brooklyn Nets forward Kevin Durant has been diagnosed with an isolated MCL sprain of the right knee. The injury occurred during the third quarter of last night s game at Miami. Durant will be reevaluated in two weeks.— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 9, 2023 Durant hefur glímt við töluvert af meiðslum síðan hann samdi við Nets en hann var að jafna sig eftir að slíta hásin þegar hann samdi við félagið. Hann lék ekkert á sínu fyrsta tímabili og var svo frá í rúmlega einn og hálfan mánuð á síðustu leiktíð vegna meiðsla á hné. Durant er með 30,0 stig, 6,8 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili. Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Durant, sem er einn af betri mönnum deildarinnar, byrjaði tímabilið með látum þegar hann sagðist vilja yfirgefa Nets. Á sama tíma kom Kyrie Irving sér enn og aftur í vandræði og virtist sem um sannkallað hryllingstímabil yrði að ræða. Það breyttist eftir að Steve Nash var látinn fara og allt í einu fór Nets að vinna leiki. Liðið hefur í raun verið sjóðandi heitt undanfarnar vikur og unnið 18 af síðustu 20 leikjum sínum. Durant meiddist hins vegar í eins stigs sigri á Miami Heat á aðfaranótt mánudags. Jimmy Butler, leikmaður Heat, datt aftur fyrir sig á hné Durant sem lá eftir í dágóða stund. Durant reyndi að halda áfram en var á endanum tekinn af velli. Nú er ljóst að hann er með skaddað liðband. „Ég var þarna rétt hjá þessu og svona atvik eru óhugnanleg,“ sagði Kyrie eftir leik. Í yfirlýsingu Nets segir að meiðslin verði skoðuð að nýju eftir tvær vikur en talið er að það taki leikmenn um 5-7 vikur að jafna sig eftir að hafa tognað á liðbandi. Brooklyn Nets forward Kevin Durant has been diagnosed with an isolated MCL sprain of the right knee. The injury occurred during the third quarter of last night s game at Miami. Durant will be reevaluated in two weeks.— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 9, 2023 Durant hefur glímt við töluvert af meiðslum síðan hann samdi við Nets en hann var að jafna sig eftir að slíta hásin þegar hann samdi við félagið. Hann lék ekkert á sínu fyrsta tímabili og var svo frá í rúmlega einn og hálfan mánuð á síðustu leiktíð vegna meiðsla á hné. Durant er með 30,0 stig, 6,8 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili.
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira