Lögreglumanni dæmdar bætur vegna slyss á valdbeitingarnámskeiði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. janúar 2023 16:52 Maðurinn var við kennslu á valdbeitingarnámskeiði fyrir lögreglumenn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða tæpar 8,8 milljónir króna í bætur til lögreglumanns sem varð fyrir vinnuslysi. Umrætt slys átti sér stað í janúar 2020 þegar maðurinn starfaði við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiði á vegum ríkislögreglustjóra. Fram kemur í dómnum að slysið hafi átt sér stað þegar maðurinn, stefnandinn í málinu, var að sýna lögreglumönnum tiltekna aðferð við neyðarvörn. Maðurinn lýsti aðstæðum í æfingum á valdbeitingarnámskeiði lögreglumanna þannig að veitt væri viss tegund af mótspyrnu til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum, en mótaðilinn veitti þó ekki fulla mótspyrnu, til að varna því að þátttakendur meiddust. Með varanlega örorku Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst lögreglumaðurinn hafa fengið slink á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg en haldið áfram kennslu. Sagði hann slysið hafa átt sér stað á föstudegi og hann hefði fundið áfram til verkja yfir helgina. Lýsti hann afleiðingum slyssins þannig að hann væri alltaf með skerta tilfinningu í vísifingri og að fingurgómurinn truflaði hann við notkun á skammbyssu með vinstri hendi. Þá sagðist hann vera tvisvar í mánuði hjá sjúkraþjálfara. Tók hann fram að bardagaíþróttir hefðu fram þessu verið stór hluti af lífi hans en afleiðingarnar af slysinu væru þær að hann væri hættur að fara í venjulega glímutíma og að glíma við mótspyrnu. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína á því að samkvæmt hinni hlutlægu ábyrgð sem getið er í lögreglulögum er íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna alls líkamstjóns sem lögreglumenn verða fyrir í vinnutíma, án tillits til sakar. Lögreglumaðurinn lagði matgerð læknis frá 30. apríl 2022 fyrir dóminn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að varanlegur miski hans var metinn sjö stig og þá var varanleg örorka hans metin fimm prósent. Íslenska ríkið byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið færð fram sönnun fyrir því að lögreglumaðurinn hefði orðið fyrir slysi umræddan dag með þeim hætti sem lýst var í stefnu. Ríkið hafnaði því skaðabótakröfu mannsins á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að ætlað líkamstjón hans væri tilkomið vegna atvika á fyrrnefndu valdbeitingarnámskeiði. Þá taldi ríkið að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun um að atvikið hefði átt sér stað umræddan dag, engin vitni hafi verið að atvikinu og þá hafi maðurinn ekki leitað til læknis fyrr en fimm dögum eftir að það átti sér stað. Þá var bent á að yfirlýsingar mannsins voru gefnar löngu eftir atvikið og lýstu ekki atvikinu sjálfu. 1,2 milljónir í málskostnað Samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs eiga lögreglumenn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir meiðsl og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Var það niðurstaða dómsins að lögreglumaðurinn hafi verið að sinna starfi sínu í skilningi lögreglulaga þegar hann var við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiðinu. Þá leit dómurinn einnig til vitnisburðar samstarfsmanns lögreglumannsins um að lögreglumaðurinn hefði kennt sér meins á æfingunni og leitað aðstoðar hans í kjölfarið. Þá var einnig litið til þess að maðurinn leitaði til læknis fimm dögum eftir atvikið samkvæmt tilvísun sjúkraþjálfara. Auk skaðabótagreiðslu var íslenska ríkinu gert að greiða lögreglumanninum tæpar 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögreglan Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Fram kemur í dómnum að slysið hafi átt sér stað þegar maðurinn, stefnandinn í málinu, var að sýna lögreglumönnum tiltekna aðferð við neyðarvörn. Maðurinn lýsti aðstæðum í æfingum á valdbeitingarnámskeiði lögreglumanna þannig að veitt væri viss tegund af mótspyrnu til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum, en mótaðilinn veitti þó ekki fulla mótspyrnu, til að varna því að þátttakendur meiddust. Með varanlega örorku Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst lögreglumaðurinn hafa fengið slink á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg en haldið áfram kennslu. Sagði hann slysið hafa átt sér stað á föstudegi og hann hefði fundið áfram til verkja yfir helgina. Lýsti hann afleiðingum slyssins þannig að hann væri alltaf með skerta tilfinningu í vísifingri og að fingurgómurinn truflaði hann við notkun á skammbyssu með vinstri hendi. Þá sagðist hann vera tvisvar í mánuði hjá sjúkraþjálfara. Tók hann fram að bardagaíþróttir hefðu fram þessu verið stór hluti af lífi hans en afleiðingarnar af slysinu væru þær að hann væri hættur að fara í venjulega glímutíma og að glíma við mótspyrnu. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína á því að samkvæmt hinni hlutlægu ábyrgð sem getið er í lögreglulögum er íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna alls líkamstjóns sem lögreglumenn verða fyrir í vinnutíma, án tillits til sakar. Lögreglumaðurinn lagði matgerð læknis frá 30. apríl 2022 fyrir dóminn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að varanlegur miski hans var metinn sjö stig og þá var varanleg örorka hans metin fimm prósent. Íslenska ríkið byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið færð fram sönnun fyrir því að lögreglumaðurinn hefði orðið fyrir slysi umræddan dag með þeim hætti sem lýst var í stefnu. Ríkið hafnaði því skaðabótakröfu mannsins á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að ætlað líkamstjón hans væri tilkomið vegna atvika á fyrrnefndu valdbeitingarnámskeiði. Þá taldi ríkið að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun um að atvikið hefði átt sér stað umræddan dag, engin vitni hafi verið að atvikinu og þá hafi maðurinn ekki leitað til læknis fyrr en fimm dögum eftir að það átti sér stað. Þá var bent á að yfirlýsingar mannsins voru gefnar löngu eftir atvikið og lýstu ekki atvikinu sjálfu. 1,2 milljónir í málskostnað Samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs eiga lögreglumenn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir meiðsl og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Var það niðurstaða dómsins að lögreglumaðurinn hafi verið að sinna starfi sínu í skilningi lögreglulaga þegar hann var við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiðinu. Þá leit dómurinn einnig til vitnisburðar samstarfsmanns lögreglumannsins um að lögreglumaðurinn hefði kennt sér meins á æfingunni og leitað aðstoðar hans í kjölfarið. Þá var einnig litið til þess að maðurinn leitaði til læknis fimm dögum eftir atvikið samkvæmt tilvísun sjúkraþjálfara. Auk skaðabótagreiðslu var íslenska ríkinu gert að greiða lögreglumanninum tæpar 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Lögreglan Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira