Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 14:42 Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar stéttarfélags, sem staðsett er í Norðurþingi á Norðurlandi eystra. Vísir/Arnar Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn Árni birti í dag á Vísi. Tilefnið virðist vera það sem komið hefur frá Eflingu í kjaraviðræðum félagsins um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ítrekað gefið út að félagið getur ekki sætt sig við samning í ætt við þann sem gerður var við Starfsgreinasambandið á síðasta ári. Fram hefur komið í málflutningi Eflingarfólks að koma þurfi til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Efling farið fram á fimmtán þúsund krónur á mánuði í sérstaka framfærsluppbót. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því í viðræðum hingað til. Sakar Eflingu um „gegndarlausan áróður“ Í grein Aðalsteins tekur hann í sama streng og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem hefur sagt að málflutningur um hærri framfærslukostnað sé ómálefnanlegur. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins,“ skrifar Aðalsteinn í hinum harðorða pistli. Segir hann sem fyrr segir að svo virðist sem að framsetning Eflingar um að þörf sé framfærsluuppbót og hærri launum vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu hafi þann helsta tilgang að ala á klofningi á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Málflutningurinn sé til þess fallinn að einangra Eflingu frá öðrum verkalýðsfélögum. Lágvöruverslanir á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu Bendir hann á til þess að ná fram raunverulegum samanburði þurfi að taka allt með í körfuna. „Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni,“ skrifar Aðalsteinn. Bendir hann einnig á að aðgengi að námi og heilbrigðisþjónustu sé greiðara á höfuðborgarsvæðinu, og fleira til. „Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa,“ skrifar Aðalsteinn. Lesa má grein hans með því að smella hér. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn Árni birti í dag á Vísi. Tilefnið virðist vera það sem komið hefur frá Eflingu í kjaraviðræðum félagsins um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ítrekað gefið út að félagið getur ekki sætt sig við samning í ætt við þann sem gerður var við Starfsgreinasambandið á síðasta ári. Fram hefur komið í málflutningi Eflingarfólks að koma þurfi til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Efling farið fram á fimmtán þúsund krónur á mánuði í sérstaka framfærsluppbót. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því í viðræðum hingað til. Sakar Eflingu um „gegndarlausan áróður“ Í grein Aðalsteins tekur hann í sama streng og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem hefur sagt að málflutningur um hærri framfærslukostnað sé ómálefnanlegur. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins,“ skrifar Aðalsteinn í hinum harðorða pistli. Segir hann sem fyrr segir að svo virðist sem að framsetning Eflingar um að þörf sé framfærsluuppbót og hærri launum vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu hafi þann helsta tilgang að ala á klofningi á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Málflutningurinn sé til þess fallinn að einangra Eflingu frá öðrum verkalýðsfélögum. Lágvöruverslanir á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu Bendir hann á til þess að ná fram raunverulegum samanburði þurfi að taka allt með í körfuna. „Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni,“ skrifar Aðalsteinn. Bendir hann einnig á að aðgengi að námi og heilbrigðisþjónustu sé greiðara á höfuðborgarsvæðinu, og fleira til. „Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa,“ skrifar Aðalsteinn. Lesa má grein hans með því að smella hér.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira