Sjötíu kílóum léttari en með fleiri líkamskomplexa Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2023 10:30 Anna Sjöfn Skagfjörð líður betur eftir að hafa farið í hjáveituaðgerð. Hún fann samt sem áður aldrei fyrir fitufordómum og fór í aðgerðina fyrir þær sakir að hún hafði áhyggjur af framtíðinni. Fyrir tveimur árum hitti Sindri Sindrason Önnu Sjöfn Skagfjörð 37 ára þriggja barna móður sem vildi gera eitthvað í sínum málum áður en það yrði of seint. Í dag hefur hún misst 72 kíló og elskar að gera hluti sem hún tók algjörlega fyrir að gera eins og að ganga fjöll. Í innslagi Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi er sýnt þegar Sindri ræddi við Önnu fyrir tveimur árum áður en hún gekkst undir hjáveituaðgerð. Og síðan ræddi hann við hana fyrir stuttu þegar hún hafði misst yfir sjötíu kíló. „Þegar ég var frekar ungt barn þá byrjaði ég að fitna. Ég hef alltaf verið í þykkara lagi og var kannski ekkert geðveikislega mikið vandamál en byrjaði að fitna mikið þegar ég var komin yfir tvítugt,“ segir Anna sem hugsaði reglulega, jæja nú tek ég mig á. Áföll sem höfðu gríðarleg áhrif „Þetta var einhvern veginn svo óyfirstíganlegt og bara mjög erfitt. Maður reyndi oft en þetta gekk illa. Stundum léttist maður um tuttugu kíló en þau komu bara aftur með heift.“ Fyrir tveimur árum þegar fyrra viðtalið var tekið. Anna segist hafa lent í áföllum á þrítugsaldrinum. Hún varð að fara í bráðakeisara þegar hún fæddi frumburðinn og missti um sjötíu prósent af blóði líkamans í fæðingunni. Það var áfall sem var erfitt að vinna úr. Svo missti hún bróður sinn sem barðist við nýrnasjúkdóm og lést hann í rauninni í fanginum á Önnu. „Eftir þessi áföll fór ég að fitna mun hraðar. Auðvitað hefur maður áhyggjur af heilsunni en fyrir utan það er ég alveg í góðum málum og það er ekkert að angra mig. En þetta er ekki að fara batna úr þessi og það er bara tímaspursmál hvenær maður fær fylgikvilla út af ofþyngd. Ég verð að viðurkenna að ég finn ekki fyrir fordómum út af ofþyngd minni,“ segir Anna fyrir tveimur árum þegar fyrra viðtalið var tekið við hana. Rétt fyrir aðgerðina örlagaríku. „Þremur árum eftir að ég átti þessa dramatíska fæðingu þá lést bróðir minn nánast í fanginu á mér. Hann hafði alltaf verið veikur en á þessum tímapunkti hafði hann verið mjög veikur í langan tíma. Við vorum búin að fá fréttir frá lækninum hans að það væri ekkert meira hægt að gera. Hann fékk sýkingu sem hann losnaði ekki við. Hann ákvað sjálfur að nú væri nóg komið og hann væri búinn að berjast nóg og vildi fá að fara heima hjá sér. Þetta hafði mjög mikil áhrif á mig og í raun bara gapandi sár,“ sagði Anna og bætir við að hún hefði átt að vinna meira í sjálfri sér. Hún segist hafa farið í gegnum ákveðið prógram hjá Reykjalundi fyrir aðgerðina og það hafi sannarlega gert mikið. Þrælofvirk „Væntingar mínu eru bara að líða betur. Ég þarf ekkert að passa betur í kjólinn eða eitthvað slíkt.“ Eins og áður segir var fyrri hluti viðtalsins tekinn fyrir tveimur árum. Og í dag lítur Anna Sjöfn svona út eins og sjá má hér að neðan. Anna er mun orkumeiri eftir að hafa misst öll þessi kíló. „Það kom síðan í ljós að undir öllum þessum kílóum að ég er þræl ofvirk og þarf núna að passa upp á mig að ég brenni ekki út því ég virðist hafa endalausa orku. Mér líður mun betur. Mér leið ekkert illa andlega áður fyrr. Maður er bara mun léttari á sér og ég er mikið í líkamsrækt núna og fer í fjallgöngur og svona. Það hefur rosalega mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu,“ segir Anna fyrir stuttu. En Anna segir að það hafi komið sér á óvart að hún sé í raun með fleiri líkamskomplexa í dag en áður. „Ég bjóst ekki við að ég myndi koma út úr þessu ferli með mun fleiri líkamskomplexa en ég fór inn. Þegar maður var í svona mikilli yfirþyngd að ég hafi bara sætt mig við að mitt form væri bara kringlótt en í dag horfir maður allt öðruvísi á sig. Eitthvað á þessa leið, æji þetta er ekki nægilega gott og maður þarf nú að fela þetta. Þá þarf maður að taka sjálfan sig í gegn og segja við sig, hættu þessu. Þetta kom á óvart og ég hélt að eftir þetta mörg kíló að maður yrði bara rosalega hamingjusamur með líkama sinn,“ segir Anna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Í innslagi Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi er sýnt þegar Sindri ræddi við Önnu fyrir tveimur árum áður en hún gekkst undir hjáveituaðgerð. Og síðan ræddi hann við hana fyrir stuttu þegar hún hafði misst yfir sjötíu kíló. „Þegar ég var frekar ungt barn þá byrjaði ég að fitna. Ég hef alltaf verið í þykkara lagi og var kannski ekkert geðveikislega mikið vandamál en byrjaði að fitna mikið þegar ég var komin yfir tvítugt,“ segir Anna sem hugsaði reglulega, jæja nú tek ég mig á. Áföll sem höfðu gríðarleg áhrif „Þetta var einhvern veginn svo óyfirstíganlegt og bara mjög erfitt. Maður reyndi oft en þetta gekk illa. Stundum léttist maður um tuttugu kíló en þau komu bara aftur með heift.“ Fyrir tveimur árum þegar fyrra viðtalið var tekið. Anna segist hafa lent í áföllum á þrítugsaldrinum. Hún varð að fara í bráðakeisara þegar hún fæddi frumburðinn og missti um sjötíu prósent af blóði líkamans í fæðingunni. Það var áfall sem var erfitt að vinna úr. Svo missti hún bróður sinn sem barðist við nýrnasjúkdóm og lést hann í rauninni í fanginum á Önnu. „Eftir þessi áföll fór ég að fitna mun hraðar. Auðvitað hefur maður áhyggjur af heilsunni en fyrir utan það er ég alveg í góðum málum og það er ekkert að angra mig. En þetta er ekki að fara batna úr þessi og það er bara tímaspursmál hvenær maður fær fylgikvilla út af ofþyngd. Ég verð að viðurkenna að ég finn ekki fyrir fordómum út af ofþyngd minni,“ segir Anna fyrir tveimur árum þegar fyrra viðtalið var tekið við hana. Rétt fyrir aðgerðina örlagaríku. „Þremur árum eftir að ég átti þessa dramatíska fæðingu þá lést bróðir minn nánast í fanginu á mér. Hann hafði alltaf verið veikur en á þessum tímapunkti hafði hann verið mjög veikur í langan tíma. Við vorum búin að fá fréttir frá lækninum hans að það væri ekkert meira hægt að gera. Hann fékk sýkingu sem hann losnaði ekki við. Hann ákvað sjálfur að nú væri nóg komið og hann væri búinn að berjast nóg og vildi fá að fara heima hjá sér. Þetta hafði mjög mikil áhrif á mig og í raun bara gapandi sár,“ sagði Anna og bætir við að hún hefði átt að vinna meira í sjálfri sér. Hún segist hafa farið í gegnum ákveðið prógram hjá Reykjalundi fyrir aðgerðina og það hafi sannarlega gert mikið. Þrælofvirk „Væntingar mínu eru bara að líða betur. Ég þarf ekkert að passa betur í kjólinn eða eitthvað slíkt.“ Eins og áður segir var fyrri hluti viðtalsins tekinn fyrir tveimur árum. Og í dag lítur Anna Sjöfn svona út eins og sjá má hér að neðan. Anna er mun orkumeiri eftir að hafa misst öll þessi kíló. „Það kom síðan í ljós að undir öllum þessum kílóum að ég er þræl ofvirk og þarf núna að passa upp á mig að ég brenni ekki út því ég virðist hafa endalausa orku. Mér líður mun betur. Mér leið ekkert illa andlega áður fyrr. Maður er bara mun léttari á sér og ég er mikið í líkamsrækt núna og fer í fjallgöngur og svona. Það hefur rosalega mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu,“ segir Anna fyrir stuttu. En Anna segir að það hafi komið sér á óvart að hún sé í raun með fleiri líkamskomplexa í dag en áður. „Ég bjóst ekki við að ég myndi koma út úr þessu ferli með mun fleiri líkamskomplexa en ég fór inn. Þegar maður var í svona mikilli yfirþyngd að ég hafi bara sætt mig við að mitt form væri bara kringlótt en í dag horfir maður allt öðruvísi á sig. Eitthvað á þessa leið, æji þetta er ekki nægilega gott og maður þarf nú að fela þetta. Þá þarf maður að taka sjálfan sig í gegn og segja við sig, hættu þessu. Þetta kom á óvart og ég hélt að eftir þetta mörg kíló að maður yrði bara rosalega hamingjusamur með líkama sinn,“ segir Anna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið