Sér sjálfan sig í öðru ljósi eftir að myndin kom út Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. janúar 2023 11:31 Árni Jón Árnason heillaði þjóðina með heimildarmyndinni Velkominn Árni. Vísir/Vilhelm „Mér skilst að menn hafi orðið mjög hrifnir af mér svo ég fór að líta á mig öðrum augum en áður. Ég hef aldrei haft mikið álit á mér,“ segir Árni Jón Árnason, sem vann hug og hjörtu þjóðarinnar í heimildarmyndinni Velkominn Árni. Hann segir að gerð heimildarmyndarinnar hafi styrkt sig alveg gríðarlega. „Mér finnst ég vera allt annar maður.“ Myndin hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu mánuði en þar heyrum við sögu Árna sem 73. aldursári kemst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Í myndinni er Árna fylgt eftir í leit að svörum um uppruna sinn. Árni og Viktoría ræddu myndina í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Vildi komast í næsta kafla „Þetta byrjaði með útvarpsþætti árið 2017,“ útskýrir Viktoría. Í kjölfarið af útvarpsþáttunum Ástandsbörn hafði bandarískur maður samband við hana þar sem hann taldi sig eiga hálfbróður á Íslandi. Þá gerði hún þáttinn Á ég hálfbróður á Íslandi þar sem fólk fékk að kynnast Árna. Hún vissi svo strax að hún vildi halda áfram með söguna. „Ég bara óð af stað og allt í einu vorum við komin upp í flugvél á leið til Bandaríkjanna að fara að taka upp einhverja mögulega heimildarmynd.“ Árni Jón segir að fólk tengi við söguna. Vísir/Vilhelm Útkoman varð heimildarmyndin Velkominn Árni sem Viktoría gerði ásamt Allan Sigurðssyni. Þetta var langt ferli en vel þess virði. Myndin hlaut sem dæmi áhorfendaverðlaun Skjaldborgar á síðasta ári, sem er hátíð íslenskra heimildakvikmynda. „Ég var alveg til í að halda áfram með þessa sögu og reyna að komast í næsta kafla,“ segir Árni um myndina. Ekki á leið í samband Velkominn Árni er þroskasaga manns sem hefur ekki alltaf þorað að fylgja eftir draumum sínum. „Ég lifði mjög fábrotnu lífi og var bara piparsveinn,“ segir Árni um lífið fyrir þessa leit að upprunanum. „Líf mitt í dag er bara mjög gott. Ég er orðinn 77 ára og ennþá piparsveinn, þrátt fyrir ótal bónorð,“ segir Árni og hlær. „Ég er ekkert að hugsa mér að fara að breyta því neitt.“ Árni Jón Árnason segir að lífið sé betra í dag.Vísir/Vilhelm Hreyfði við fólki Árni er í dag í samskiptum við ættingja sína Vestanhafs og hálfbróðir hans David kemur reglulega til Íslands ásamt eiginmanni sínum. Hann segir að fólk stoppi sig út á götu og ræði myndina. „Maður finnur að fólki er hjartans alvara. Þetta er ekki bara eitthvað yfirborðslegt hjal, það er eitthvað sem hefur hreyft við því. Margir tengja við þetta.“ Árni var að gefa út ljóðabókina Seyðingur sem komin er í sölu hér á landi. „Ég horfi bara björtum augum fram á veginn.“ Viktoría útilokar ekki að fara með myndina áfram út í heim. „Ég held að þetta sé saga sem eigi erindi víða.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Bylgjan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu. 22. september 2022 08:52 „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. 7. júní 2022 13:30 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Hann segir að gerð heimildarmyndarinnar hafi styrkt sig alveg gríðarlega. „Mér finnst ég vera allt annar maður.“ Myndin hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu mánuði en þar heyrum við sögu Árna sem 73. aldursári kemst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Í myndinni er Árna fylgt eftir í leit að svörum um uppruna sinn. Árni og Viktoría ræddu myndina í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Vildi komast í næsta kafla „Þetta byrjaði með útvarpsþætti árið 2017,“ útskýrir Viktoría. Í kjölfarið af útvarpsþáttunum Ástandsbörn hafði bandarískur maður samband við hana þar sem hann taldi sig eiga hálfbróður á Íslandi. Þá gerði hún þáttinn Á ég hálfbróður á Íslandi þar sem fólk fékk að kynnast Árna. Hún vissi svo strax að hún vildi halda áfram með söguna. „Ég bara óð af stað og allt í einu vorum við komin upp í flugvél á leið til Bandaríkjanna að fara að taka upp einhverja mögulega heimildarmynd.“ Árni Jón segir að fólk tengi við söguna. Vísir/Vilhelm Útkoman varð heimildarmyndin Velkominn Árni sem Viktoría gerði ásamt Allan Sigurðssyni. Þetta var langt ferli en vel þess virði. Myndin hlaut sem dæmi áhorfendaverðlaun Skjaldborgar á síðasta ári, sem er hátíð íslenskra heimildakvikmynda. „Ég var alveg til í að halda áfram með þessa sögu og reyna að komast í næsta kafla,“ segir Árni um myndina. Ekki á leið í samband Velkominn Árni er þroskasaga manns sem hefur ekki alltaf þorað að fylgja eftir draumum sínum. „Ég lifði mjög fábrotnu lífi og var bara piparsveinn,“ segir Árni um lífið fyrir þessa leit að upprunanum. „Líf mitt í dag er bara mjög gott. Ég er orðinn 77 ára og ennþá piparsveinn, þrátt fyrir ótal bónorð,“ segir Árni og hlær. „Ég er ekkert að hugsa mér að fara að breyta því neitt.“ Árni Jón Árnason segir að lífið sé betra í dag.Vísir/Vilhelm Hreyfði við fólki Árni er í dag í samskiptum við ættingja sína Vestanhafs og hálfbróðir hans David kemur reglulega til Íslands ásamt eiginmanni sínum. Hann segir að fólk stoppi sig út á götu og ræði myndina. „Maður finnur að fólki er hjartans alvara. Þetta er ekki bara eitthvað yfirborðslegt hjal, það er eitthvað sem hefur hreyft við því. Margir tengja við þetta.“ Árni var að gefa út ljóðabókina Seyðingur sem komin er í sölu hér á landi. „Ég horfi bara björtum augum fram á veginn.“ Viktoría útilokar ekki að fara með myndina áfram út í heim. „Ég held að þetta sé saga sem eigi erindi víða.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Bylgjan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu. 22. september 2022 08:52 „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. 7. júní 2022 13:30 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu. 22. september 2022 08:52
„Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01
Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. 7. júní 2022 13:30