Umdeildur leigusali selur fjögur hundruð fermetra höll á Arnarnesinu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. janúar 2023 09:32 Þessi glæsilega höll á Arnarnesi er nú til sölu fyrir rétt verð. Við Haukanes í Garðabæ stendur sannkölluð höll sem nú er til sölu fyrir rétt verð. Um er að ræða hvorki meira né minna en fjögur hundruð fermetra einbýli með einstöku sjávarútsýni yfir Arnarnesvog. Húsið var byggt árið 1964 en hefur verið bæði stækkað og endurnýjað að miklu leyti. Breytingar á húsinu voru hannaðar af Helga Hjálmarssyni arkítekt og Rut Káradóttur innanhúshönnuði. Við breytingarnar var lögð áhersla á að varðveita upprunalegan byggingarstíl að utan og í stofum hússins. Þá var jafnframt lögð áhersla á einfaldleika og endingargóð efni sem þola mikla umgengi. Húsið skiptist í fjögur aðalrými; sameiginlegt rými, hjónasvítu, herbergjaálmu og tómstundarherbergi/bílskúr. Í sameiginlega rýminu er að finna eldhús, borðstofu, neðri stofu, efri stofu, gestasalerni og aðal anddyri hússins. Sextíu fermetra lúxus hjónasvíta Hjónasvítan er hvorki meira né minna en sextíu fermetrar. Innan af henni er sjónvarpsherbergi, svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi þar sem útgengt er að heitum potti. Frá pottinum er stutt að fara niður í fjöru þar sem hægt er að skella sér í sjósund. Sérinngangur er að herbergjaálmunni en þar eru fjögur svefnherbergi og rúmgott baðherbergi. Eignin stendur á 1800 fermetra lóð með óskertu sjávarútsýni sem og útsýni til Snæfellsjökuls. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat er 208 milljónir. Eigandi hússins er Stefán Kjærnested. Stefán var áberandi í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum þegar í ljós kom að hann leigði út iðnaðarhúsnæði til einstaklinga sem áttu erfitt með að fóta sig á leigumarkaði. Þar bjuggu meðal annars fíklar og einstaklingar á sakaskrá. Fjallað var um málið í þáttunum Brestir á sínum tíma. DV fjallaði árið 2017 um útleigu Stefáns og föður hans á herbergjum til verkamanna og fólks sem minna má sín. Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis. Þetta glæsilega hús stendur við Haukanes á Arnarnesi í Garðabæ. Við hönnun hússins var lögð áhersla á að varðveita upprunalegan byggingarstíl að utan og í stofum hússins. Þá var jafnframt lögð áhersla á einfaldleika og endingargóð efni sem þola mikla umgengi. Í sameiginlegu rými hússins eru eldhús, borðstofa, tvær stofur, gestasalerni, þvottahús og aðal anddyri hússins. Notalegur arinn í sameiginlegu rými hússins. Óskert sjávarútsýni. Út hjónasvítunni er útgengt að heitum potti. Þaðan er stutt að rölta niður að fjöru og skella sér í sjósund. Húsið er sérstaklega vel staðsett. Hús og heimili Garðabær Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Húsið var byggt árið 1964 en hefur verið bæði stækkað og endurnýjað að miklu leyti. Breytingar á húsinu voru hannaðar af Helga Hjálmarssyni arkítekt og Rut Káradóttur innanhúshönnuði. Við breytingarnar var lögð áhersla á að varðveita upprunalegan byggingarstíl að utan og í stofum hússins. Þá var jafnframt lögð áhersla á einfaldleika og endingargóð efni sem þola mikla umgengi. Húsið skiptist í fjögur aðalrými; sameiginlegt rými, hjónasvítu, herbergjaálmu og tómstundarherbergi/bílskúr. Í sameiginlega rýminu er að finna eldhús, borðstofu, neðri stofu, efri stofu, gestasalerni og aðal anddyri hússins. Sextíu fermetra lúxus hjónasvíta Hjónasvítan er hvorki meira né minna en sextíu fermetrar. Innan af henni er sjónvarpsherbergi, svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi þar sem útgengt er að heitum potti. Frá pottinum er stutt að fara niður í fjöru þar sem hægt er að skella sér í sjósund. Sérinngangur er að herbergjaálmunni en þar eru fjögur svefnherbergi og rúmgott baðherbergi. Eignin stendur á 1800 fermetra lóð með óskertu sjávarútsýni sem og útsýni til Snæfellsjökuls. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat er 208 milljónir. Eigandi hússins er Stefán Kjærnested. Stefán var áberandi í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum þegar í ljós kom að hann leigði út iðnaðarhúsnæði til einstaklinga sem áttu erfitt með að fóta sig á leigumarkaði. Þar bjuggu meðal annars fíklar og einstaklingar á sakaskrá. Fjallað var um málið í þáttunum Brestir á sínum tíma. DV fjallaði árið 2017 um útleigu Stefáns og föður hans á herbergjum til verkamanna og fólks sem minna má sín. Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis. Þetta glæsilega hús stendur við Haukanes á Arnarnesi í Garðabæ. Við hönnun hússins var lögð áhersla á að varðveita upprunalegan byggingarstíl að utan og í stofum hússins. Þá var jafnframt lögð áhersla á einfaldleika og endingargóð efni sem þola mikla umgengi. Í sameiginlegu rými hússins eru eldhús, borðstofa, tvær stofur, gestasalerni, þvottahús og aðal anddyri hússins. Notalegur arinn í sameiginlegu rými hússins. Óskert sjávarútsýni. Út hjónasvítunni er útgengt að heitum potti. Þaðan er stutt að rölta niður að fjöru og skella sér í sjósund. Húsið er sérstaklega vel staðsett.
Hús og heimili Garðabær Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning