Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2023 14:17 Frá vettvangi núna upp úr klukkan 14:30. Vísir/Vilhelm Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. Töluverður viðbúnaður var fyrir utan sendiráðið um miðjan dag. Lögreglumenn og sérveitarmenn fylgdust með þegar slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum aðhöfðust við innganginn. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að viðbragðið hafi verið vegna sendingar sem starfsfólk sendiráðsins handlék. Farið hafi verið eftir sérstöku verklagi og sendingin fjarlægð. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir Vísi að grunsamleg sending hafi borist. Starfsfólkinu varð ekki meint af, að sögn lögreglu, en var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis. Lögregla rannsakar innihald sendingarinnar. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir alla í sendiráðinu hafa haldið ró sinni vegna málsins. Upphafleg fréttin af vettvangi er hér fyrir neðan: Fjöldi lögreglumanna stendur nú vaktina við bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir atvik hafa komið upp sem hafi kallað á aðkomu lögreglu. Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs eru á vettvangi og nokkur fjöldi manna er klæddur í hlífðargalla og með grímur. Umferð um Engjateig hefur verið lokað. Gestir á Hilton hóteli, gegnt sendiráðinu, fylgjast með út um gluggann og gangandi vegfarendur sömuleiðis. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir í samtali við fréttastofu að atvik hafi komið upp fyrir utan sendiráðið sem leiddi til þess að ákveðið hefði verið að kalla til lögreglu. Málið væri í skoðun og hann gæti lítið tjáð sig um málið. Lögregla hefði tekið ákvörðun um að loka götunni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan.
Töluverður viðbúnaður var fyrir utan sendiráðið um miðjan dag. Lögreglumenn og sérveitarmenn fylgdust með þegar slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum aðhöfðust við innganginn. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að viðbragðið hafi verið vegna sendingar sem starfsfólk sendiráðsins handlék. Farið hafi verið eftir sérstöku verklagi og sendingin fjarlægð. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir Vísi að grunsamleg sending hafi borist. Starfsfólkinu varð ekki meint af, að sögn lögreglu, en var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis. Lögregla rannsakar innihald sendingarinnar. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir alla í sendiráðinu hafa haldið ró sinni vegna málsins. Upphafleg fréttin af vettvangi er hér fyrir neðan: Fjöldi lögreglumanna stendur nú vaktina við bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir atvik hafa komið upp sem hafi kallað á aðkomu lögreglu. Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs eru á vettvangi og nokkur fjöldi manna er klæddur í hlífðargalla og með grímur. Umferð um Engjateig hefur verið lokað. Gestir á Hilton hóteli, gegnt sendiráðinu, fylgjast með út um gluggann og gangandi vegfarendur sömuleiðis. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir í samtali við fréttastofu að atvik hafi komið upp fyrir utan sendiráðið sem leiddi til þess að ákveðið hefði verið að kalla til lögreglu. Málið væri í skoðun og hann gæti lítið tjáð sig um málið. Lögregla hefði tekið ákvörðun um að loka götunni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan.
Lögreglumál Bandaríkin Reykjavík Sendiráð á Íslandi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira