Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2023 14:23 Donald Trump ogo Kevin McCarthy. AP Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. Um nokkra niðurlægingu fyrir McCarthy er að ræða en hann hefur um árabil sóst eftir embættinu. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni og andstaða nokkurra meðlima þingflokksins hefur komið niður á McCarthy en önnur atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212 og því mátti McCarthy ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn honum. Því með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslunni í gær fékk McCarthy 202 atkvæði en Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, fékk 212 atkvæði. Sjá einnig: Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær AP fréttaveitan segir McCarthy stefna að því að tryggja sér 213 atkvæði í dag og fá hina þingmennina sem hafa greitt atkvæði gegn honum til að sitja hjá. Þannig gæti hann tryggt sér nauman meirihluta atkvæða og þar með embættið. Bæði Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, og John Boehner, síðasti þingforseti Repúblikanaflokksins, hafa notað þessa aðferð til að tryggja sér embættið. Einhverjir þingmenn tóku börn með sér í þingsal í gær, þar sem þingmenn áttu að sverja embættiseið en það var ekki gert þar sem ekki náðist að kjósa forseta. Börnunum virtist leiðast mjög mikið í salnum enda tóku atkvæðagreiðslurnar nokkurn tíma. Kids on House floor ... pic.twitter.com/Eqlu3TtkgC— Howard Mortman (@HowardMortman) January 3, 2023 Þar til þingforseti verður kjörinn af meirihluta þingmanna, tekur þingið ekki formlega til starfa. Sjá einnig: McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Af þeim tuttugu þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn McCarthy hafa átján þeirra tekið þátt í lygum Donalds Trumps um að kosningum sem hann tapaði hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, samkvæmt frétt Washington Post. Trump lýsti þó í dag yfir stuðningi við McCarthy. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að McCarthy ætti starfið skilið og hét því að hann myndi standa sig vel í starfi. Kannski frábærlega. „Repúblikanar, ekki gera mikinn sigur að stórum og skammarlegum ósigri,“ skrifaði Trump. Mögulega mun þetta fá einhverja andstæðinga McCarthy til að veita honum atkvæði þeirra eða fá þá til að sitja hjá. Enn reiður út í McConnell Í annarri færslu sagði Trump að Repúblikanar ættu frekar að beina spjótum sínum að Mitch McConnell, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni. Réttast væri að berjast gegn honum og „kínaelskandi stjóra, ég meina eiginkonu, hans Coco Chow,“ skrifaði Trump. Hið rétta er að eiginkona McConnell heitir Elaine Chow og þetta er ekki í fyrsta orð sem Trump fer rasískum orðum um hana. Trump sagði einnig um McConnell að hann gæti ekki verið kjörinn hundafangari í Kentucky og að hann og eiginkona hans hefðu valdið gífurlegu tjóni á Repúblikanaflokknum. Trump og McConnell hafa deilt nokkuð á undanförnum mánuðum og þá meðal annars vegna þess að Repúblikanar í öldungadeildinni studdu fjárlagafrumvarp Demókrataflokksins í fyrra. McConnell hefur einnig verið gagnrýninn á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og vegna frambjóðenda Trumps í þingkosningunum í fyrra, sem McConnell hefur sagt að hafi komið niður á gengi Repbúlikana. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Um nokkra niðurlægingu fyrir McCarthy er að ræða en hann hefur um árabil sóst eftir embættinu. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni og andstaða nokkurra meðlima þingflokksins hefur komið niður á McCarthy en önnur atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212 og því mátti McCarthy ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn honum. Því með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslunni í gær fékk McCarthy 202 atkvæði en Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, fékk 212 atkvæði. Sjá einnig: Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær AP fréttaveitan segir McCarthy stefna að því að tryggja sér 213 atkvæði í dag og fá hina þingmennina sem hafa greitt atkvæði gegn honum til að sitja hjá. Þannig gæti hann tryggt sér nauman meirihluta atkvæða og þar með embættið. Bæði Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, og John Boehner, síðasti þingforseti Repúblikanaflokksins, hafa notað þessa aðferð til að tryggja sér embættið. Einhverjir þingmenn tóku börn með sér í þingsal í gær, þar sem þingmenn áttu að sverja embættiseið en það var ekki gert þar sem ekki náðist að kjósa forseta. Börnunum virtist leiðast mjög mikið í salnum enda tóku atkvæðagreiðslurnar nokkurn tíma. Kids on House floor ... pic.twitter.com/Eqlu3TtkgC— Howard Mortman (@HowardMortman) January 3, 2023 Þar til þingforseti verður kjörinn af meirihluta þingmanna, tekur þingið ekki formlega til starfa. Sjá einnig: McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Af þeim tuttugu þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn McCarthy hafa átján þeirra tekið þátt í lygum Donalds Trumps um að kosningum sem hann tapaði hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, samkvæmt frétt Washington Post. Trump lýsti þó í dag yfir stuðningi við McCarthy. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að McCarthy ætti starfið skilið og hét því að hann myndi standa sig vel í starfi. Kannski frábærlega. „Repúblikanar, ekki gera mikinn sigur að stórum og skammarlegum ósigri,“ skrifaði Trump. Mögulega mun þetta fá einhverja andstæðinga McCarthy til að veita honum atkvæði þeirra eða fá þá til að sitja hjá. Enn reiður út í McConnell Í annarri færslu sagði Trump að Repúblikanar ættu frekar að beina spjótum sínum að Mitch McConnell, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni. Réttast væri að berjast gegn honum og „kínaelskandi stjóra, ég meina eiginkonu, hans Coco Chow,“ skrifaði Trump. Hið rétta er að eiginkona McConnell heitir Elaine Chow og þetta er ekki í fyrsta orð sem Trump fer rasískum orðum um hana. Trump sagði einnig um McConnell að hann gæti ekki verið kjörinn hundafangari í Kentucky og að hann og eiginkona hans hefðu valdið gífurlegu tjóni á Repúblikanaflokknum. Trump og McConnell hafa deilt nokkuð á undanförnum mánuðum og þá meðal annars vegna þess að Repúblikanar í öldungadeildinni studdu fjárlagafrumvarp Demókrataflokksins í fyrra. McConnell hefur einnig verið gagnrýninn á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og vegna frambjóðenda Trumps í þingkosningunum í fyrra, sem McConnell hefur sagt að hafi komið niður á gengi Repbúlikana.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira