Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2023 11:46 Lúther Ólason er formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því þegar verið lokað. „Við fylgjum náttúrulega bara reglum. Um leið og þeir segja loka, þá er lokað,“ segir Lúther Ólason, formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Líkt og eflaust margir aðrir sem nýta svæðið er hann þó verulega ósáttur með niðurstöðuna. Málið á sér langan aðdraganda en svæðinu var fyrst lokað í september 2021 eftir að íbúar í nágrenninu kærðu starfsleyfið og vegna blý- og hávaðamegnunar. Ráðist var í úttektir og mælingar sýndu að röskun af starfseminni væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Starfsleyfi var því gefið út á ný en nú hefur það aftur verið fellt úr gildi þar sem kærunefndin telur starfsemina ekki í samræmi við landnotkun samkvæmt aðalskipulagi - eða af sömu ástæðu og leyfið var fellt úr gildi síðast. Lúther segir borgina hafa lofað úrbótum í millitíðinni. „Þetta er mjög slæmt af því við vorum lokuð í nærri tvö ár út af sama máli, vegna þess að skipulagið var ófullnægjandi hjá borginni. Það átti að fara í að laga það og við höfum uppfyllt allar kröfur um hljóð og mengun, sem snýr að heilbrigðiseftirliti, og það hefur verið í lagi hjá okkur,“ segir Lúther. „En enn og aftur virðist borgin ekki hafa klárað sína vinnu með fullnægjandi hætti þannig þetta virðist stranda á skipulagsmálum, sem að þeir voru búnir að lofa að væri í lagi og gefa okkur starfsleyfi af því þeir töldu sig vera búnir að laga skipulagið.“ Mikilvægt að fólk sé í skotformi Hann telur málsmeðferðina litaða af fordómum og að sumir séu yfir höfuð á móti skotvöllum. „Eru ekki bara allir byssukallar ljótir? Það er bara eitthvað svoleiðis, þó að menn séua bara að stunda íþróttir.“ Fólk þurfi nú að fara til Keflavíkur eða Þorlákshafnar á skotsvæði og æfi sig þar af leiðandi minna. Bæði þau sem stunda þetta sem íþrótt eða vegna veiða. „Þetta kemur bara niður á hæfni manna til að stunda veiðar. Þetta snýst um að menn séu í þokkalegu skotformi þegar þeir fara til veiða, séu ekki að særa dýr og annað.“ Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Lúther vonar að skipulagið verði uppfært í snatri svo að hægt verði að opna völlinn á ný. „Við viljum fá að opna þetta svæði aftur, fá borgina til að klára skipulagið. Og að þetta sé gert þannig að það sé hægt að hafa völlinn opinn. Ef menn eru ósáttir við svæðið, þá allavega þangað til annað svæði finnst.“ Málið verður skoðað Alexandra Briem, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir úrskurðinn koma á óvart og að málið verði skoðað. Ráðist hafi verið í breytingar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili sem hefðu átt að leyfa starfsemi skotsvæðisins og girða fyrir lokun þess. Næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga í skipulagsmálum og skoða hvað þurfi að bæta. Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því þegar verið lokað. „Við fylgjum náttúrulega bara reglum. Um leið og þeir segja loka, þá er lokað,“ segir Lúther Ólason, formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Líkt og eflaust margir aðrir sem nýta svæðið er hann þó verulega ósáttur með niðurstöðuna. Málið á sér langan aðdraganda en svæðinu var fyrst lokað í september 2021 eftir að íbúar í nágrenninu kærðu starfsleyfið og vegna blý- og hávaðamegnunar. Ráðist var í úttektir og mælingar sýndu að röskun af starfseminni væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Starfsleyfi var því gefið út á ný en nú hefur það aftur verið fellt úr gildi þar sem kærunefndin telur starfsemina ekki í samræmi við landnotkun samkvæmt aðalskipulagi - eða af sömu ástæðu og leyfið var fellt úr gildi síðast. Lúther segir borgina hafa lofað úrbótum í millitíðinni. „Þetta er mjög slæmt af því við vorum lokuð í nærri tvö ár út af sama máli, vegna þess að skipulagið var ófullnægjandi hjá borginni. Það átti að fara í að laga það og við höfum uppfyllt allar kröfur um hljóð og mengun, sem snýr að heilbrigðiseftirliti, og það hefur verið í lagi hjá okkur,“ segir Lúther. „En enn og aftur virðist borgin ekki hafa klárað sína vinnu með fullnægjandi hætti þannig þetta virðist stranda á skipulagsmálum, sem að þeir voru búnir að lofa að væri í lagi og gefa okkur starfsleyfi af því þeir töldu sig vera búnir að laga skipulagið.“ Mikilvægt að fólk sé í skotformi Hann telur málsmeðferðina litaða af fordómum og að sumir séu yfir höfuð á móti skotvöllum. „Eru ekki bara allir byssukallar ljótir? Það er bara eitthvað svoleiðis, þó að menn séua bara að stunda íþróttir.“ Fólk þurfi nú að fara til Keflavíkur eða Þorlákshafnar á skotsvæði og æfi sig þar af leiðandi minna. Bæði þau sem stunda þetta sem íþrótt eða vegna veiða. „Þetta kemur bara niður á hæfni manna til að stunda veiðar. Þetta snýst um að menn séu í þokkalegu skotformi þegar þeir fara til veiða, séu ekki að særa dýr og annað.“ Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Lúther vonar að skipulagið verði uppfært í snatri svo að hægt verði að opna völlinn á ný. „Við viljum fá að opna þetta svæði aftur, fá borgina til að klára skipulagið. Og að þetta sé gert þannig að það sé hægt að hafa völlinn opinn. Ef menn eru ósáttir við svæðið, þá allavega þangað til annað svæði finnst.“ Málið verður skoðað Alexandra Briem, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir úrskurðinn koma á óvart og að málið verði skoðað. Ráðist hafi verið í breytingar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili sem hefðu átt að leyfa starfsemi skotsvæðisins og girða fyrir lokun þess. Næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga í skipulagsmálum og skoða hvað þurfi að bæta.
Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira