Veitingaskáli í Hörgslandi í ljósum logum Kolbeinn Tumi Daðason og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 3. janúar 2023 17:10 Eldur kviknaði í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri í dag. Ljóst er að um stórtjón er að ræða. Ragnar Johansen eigandi staðarins er staddur erlendis og staðfestir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Tamita Loise Olayvar Johansen, dóttir Ragnars, er á vettvangi og segir húsið alveg farið. Ekkert sé eftir af byggingunni. „Tæki var sett í gang til þess að hita lagnirnar og svo var vinnumaður sem var að fara að koma að vinna um þrjú, fjögur leytið í móttökunni. Hann tók þá eftir að það væri kominn reykur inni og kviknað hafði í á bakvið húsið,“ segir Tanita. Hún segist þakklát fyrir að enginn hafi slasast, alltaf sé hægt að byggja nýtt hús. Byggðin í kring hólpin Guðmundur Vignir Steinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu Klaustri segir slökkvistörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. „Þetta er bara búinn að vera tómur barningur, hér er búið að vera hávaðarok, norðanátt. Vindurinn stendur í allar áttir hérna undan fjallinu. Hvergi hægt að vera almennilega í skjóli undan reyk og öðru en húsið er alelda og litlu bjargað þar,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir eldinn hafa komist fljótt um húsið en það sé úr timbri. Guðmundur segir eitt hús nálægt hafa verið í hættu um tíma en slökkviliðinu hafi tekist að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í það. Byggðin í kring sé hólpin. Allir lækir frosnir „Það var erfitt að ná í vatn, náttúrulega allir lækir frosnir og annað þannig við þurftum að gera okkur ferð inn á Klaustur til þess að ná í vatn. Slökkviliðið á Vík kom hérna að aðstoða okkur líka,“ segir Guðmundur. Hann segir bæði hafa verið erfitt að komast að vatni og svæðinu vegna frosts. Klukkan 17:23 var slökkviliðið enn að stöfum við það að slökkva síðustu glæður í húsinu. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar átti leið hjá skálanum fyrr í dag þegar hann stóð í ljósum logum. Hann segist á Facebook síðu sinni vona að uppbygging geti hafist sem allra fyrst. „Það var ófögur sjón sem blasti við mér á austurleiðinni áðan. Sölu og veitingaskálinn á Hörgslandi í Vestursýslunni ljósum logum! Við vonum að uppbygging geti hafist sem allra fyrst enda er Hörgsland mikilvægur og vinsæll áningarstaður meðal ferðafólks.“ Hér efst í frétt má sjá myndband af svæðinu sem tekið var af Sigurjóni Andréssyni. Fréttin var uppfærð klukkan 18:42. Slökkvilið Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Ragnar Johansen eigandi staðarins er staddur erlendis og staðfestir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Tamita Loise Olayvar Johansen, dóttir Ragnars, er á vettvangi og segir húsið alveg farið. Ekkert sé eftir af byggingunni. „Tæki var sett í gang til þess að hita lagnirnar og svo var vinnumaður sem var að fara að koma að vinna um þrjú, fjögur leytið í móttökunni. Hann tók þá eftir að það væri kominn reykur inni og kviknað hafði í á bakvið húsið,“ segir Tanita. Hún segist þakklát fyrir að enginn hafi slasast, alltaf sé hægt að byggja nýtt hús. Byggðin í kring hólpin Guðmundur Vignir Steinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu Klaustri segir slökkvistörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. „Þetta er bara búinn að vera tómur barningur, hér er búið að vera hávaðarok, norðanátt. Vindurinn stendur í allar áttir hérna undan fjallinu. Hvergi hægt að vera almennilega í skjóli undan reyk og öðru en húsið er alelda og litlu bjargað þar,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir eldinn hafa komist fljótt um húsið en það sé úr timbri. Guðmundur segir eitt hús nálægt hafa verið í hættu um tíma en slökkviliðinu hafi tekist að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í það. Byggðin í kring sé hólpin. Allir lækir frosnir „Það var erfitt að ná í vatn, náttúrulega allir lækir frosnir og annað þannig við þurftum að gera okkur ferð inn á Klaustur til þess að ná í vatn. Slökkviliðið á Vík kom hérna að aðstoða okkur líka,“ segir Guðmundur. Hann segir bæði hafa verið erfitt að komast að vatni og svæðinu vegna frosts. Klukkan 17:23 var slökkviliðið enn að stöfum við það að slökkva síðustu glæður í húsinu. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar átti leið hjá skálanum fyrr í dag þegar hann stóð í ljósum logum. Hann segist á Facebook síðu sinni vona að uppbygging geti hafist sem allra fyrst. „Það var ófögur sjón sem blasti við mér á austurleiðinni áðan. Sölu og veitingaskálinn á Hörgslandi í Vestursýslunni ljósum logum! Við vonum að uppbygging geti hafist sem allra fyrst enda er Hörgsland mikilvægur og vinsæll áningarstaður meðal ferðafólks.“ Hér efst í frétt má sjá myndband af svæðinu sem tekið var af Sigurjóni Andréssyni. Fréttin var uppfærð klukkan 18:42.
Slökkvilið Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira