Slapp út um rifu en fann leiðina heim fjórum árum síðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 08:02 Frá holu til heimilis. Kötturinn Dimma hefur séð tímanna tvenna eftir að hún týndist fyrir fjórum árum. Hún fannst á ný í haust og er komin til síns heima. Það voru fagnaðarfundir þegar kötturinn Dimma skilaði sér til eigenda sinna eftir fjögurra ára viðskilnað. Dimma slapp úr pössun í Hlíðunum haustið 2018. Hún fannst á ný í haust og er nú komin aftur í hlýjan faðm eigenda sinna, sem búa nú í Svíþjóð. Eigandi Dimmu segir að þau hafi verið búin að afskrifa það að hún finndist lifandi en mikil gleði ríkir með að Dimma sé komin aftur heim. Það var þann 11. október 2018 sem Dimma laumaði sér út um rifu á glugga þar sem hún var í pössun í Hlíðunum í Reykjavík. Hennar varð strax sárt saknað og eigendur hennar leituðu hennar statt og stöðugt, án árangurs, eins og tíðar færslur á Facebook bera vitni um. Rétt tæpum fjórum árum síðar, í síðastliðnum september, dró þó til tíðinda. Fregnir bárust af ketti sem hafðist við í holu undir bílskúr í Hlíðunum. Kötturinn reyndist vera Dimma, eins og Vísir sagði frá á sínum tíma. Vegna örmerkis var hægt að finna eigendur Dimmu. „Ég fékk algjört áfall, mér brá svo mikið. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi finnast lifandi,“ segir Björg Valgeirsdóttir, eigandi Dimmu, í samtali við Vísi. Ábending um kött í holu undir bílskúr Rekja má fagnaðarfundina til þess að ábending barst í haust um að köttur hafi hafst við undir holu í bílskúr í Hlíðunum, sem fyrr segir. Fulltrúar dýraverndunarfélagsins Villikatta mættu á svæðið og voru ekki lengi að hafa upp á Dimmu. Holan sem Dimma hafðist í við Hlíðunum.Aðsend „Villikettir komu fyrir búri og hún veiddist bara það kvöld eða daginn eftir. Þau fundu örmerki, hún var geld og örmerkt sem var algjört lykilatriði því að annars hefði ekki verið hægt að finna okkur,“ segir Björg. Ástand Dimmu var nokkuð gott miðað við að hafa þurft að bjarga sjálfri sér í fjögur ár. „Já, hún var náttúrulega grönn og úfin. Hún er hálfur norskur skógarköttur og er með síðan feld. Þannig að hún fór í klippingu og er bara öll að koma til, söm við sig,“ segir Björg. „Hún augljóslega lifði af af því sem hendi var næst á þessum tíma. Hún er allavega mjög blíð og góð, sefur við fæturnar okkar á nóttunni og vill knús,“ segir hún ennfremur. Lykilhlutverk Villikatta Sjálfboðaliði Villikatta fór með Dimmu til dýralæknis í ítarlega heilsufarsskoðun eftir að hún komst í leitirnar. Dimma kom vel út úr þeirri skoðun og leit vel út eftir að annar sjálfboðaliði hafði snyrt hana til og gert fína eftir fjögurra ára veru undir bílskúr. Dimma fór í pössun hjá ættingjum eigenda hennar á meðan flutningur til Lundar í Svíþjóð var undirbúinn, en Björg og fjölskylda hennar hafði flutt þangað eftir að Dimma týndist. Sem gefur að skilja hafði Björg gefið upp alla von á því að Dimma kæmi í leitirnar. Dimma í mestu makindum á heimili hennar.Aðsend „Við vorum alltaf að leita að henni en það er ekki skrýtið að við höfum ekki fundið hana því að hún var að fela sig undir bílskúr.“ Aldrei kom annað til greina en að flytja Dimmu til Svíþjóðar eftir að hún fannst. „Nei, alls ekki. Ég held að þeir sem tengjast gæludýrunum sínum geti aldrei hugsað sér neitt annað en að hafa þau hjá sér,“ segir Björg. Eins og hún hafi aldrei farið Dimma virðist engu hafa gleymt. „Hún kom til okkar í lok nóvember. Það gengur rosa vel og það er augljóst mál að hún þekkti okkur öll. Hún er bara vær og góð.“ Mikil gleði ríkir með að hafa endurheimt Dimmu á heimili Bjargar sem heyrist glögglega á börnum hennar sem í bakgrunni símtalsins svara því játandi hvort að þau sé glöð með að hafa fengið Dimmu til baka. „Ég líka, svo mikið,“ heyrist í yngra barni Bjargar í bakgrunni. „Það er eins og hún hafi aldrei farið,“ segir Björg um hetjuna Dimmu sem komin er heim á ný. Dýr Svíþjóð Kettir Reykjavík Tengdar fréttir Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. 19. september 2022 17:38 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Það var þann 11. október 2018 sem Dimma laumaði sér út um rifu á glugga þar sem hún var í pössun í Hlíðunum í Reykjavík. Hennar varð strax sárt saknað og eigendur hennar leituðu hennar statt og stöðugt, án árangurs, eins og tíðar færslur á Facebook bera vitni um. Rétt tæpum fjórum árum síðar, í síðastliðnum september, dró þó til tíðinda. Fregnir bárust af ketti sem hafðist við í holu undir bílskúr í Hlíðunum. Kötturinn reyndist vera Dimma, eins og Vísir sagði frá á sínum tíma. Vegna örmerkis var hægt að finna eigendur Dimmu. „Ég fékk algjört áfall, mér brá svo mikið. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi finnast lifandi,“ segir Björg Valgeirsdóttir, eigandi Dimmu, í samtali við Vísi. Ábending um kött í holu undir bílskúr Rekja má fagnaðarfundina til þess að ábending barst í haust um að köttur hafi hafst við undir holu í bílskúr í Hlíðunum, sem fyrr segir. Fulltrúar dýraverndunarfélagsins Villikatta mættu á svæðið og voru ekki lengi að hafa upp á Dimmu. Holan sem Dimma hafðist í við Hlíðunum.Aðsend „Villikettir komu fyrir búri og hún veiddist bara það kvöld eða daginn eftir. Þau fundu örmerki, hún var geld og örmerkt sem var algjört lykilatriði því að annars hefði ekki verið hægt að finna okkur,“ segir Björg. Ástand Dimmu var nokkuð gott miðað við að hafa þurft að bjarga sjálfri sér í fjögur ár. „Já, hún var náttúrulega grönn og úfin. Hún er hálfur norskur skógarköttur og er með síðan feld. Þannig að hún fór í klippingu og er bara öll að koma til, söm við sig,“ segir Björg. „Hún augljóslega lifði af af því sem hendi var næst á þessum tíma. Hún er allavega mjög blíð og góð, sefur við fæturnar okkar á nóttunni og vill knús,“ segir hún ennfremur. Lykilhlutverk Villikatta Sjálfboðaliði Villikatta fór með Dimmu til dýralæknis í ítarlega heilsufarsskoðun eftir að hún komst í leitirnar. Dimma kom vel út úr þeirri skoðun og leit vel út eftir að annar sjálfboðaliði hafði snyrt hana til og gert fína eftir fjögurra ára veru undir bílskúr. Dimma fór í pössun hjá ættingjum eigenda hennar á meðan flutningur til Lundar í Svíþjóð var undirbúinn, en Björg og fjölskylda hennar hafði flutt þangað eftir að Dimma týndist. Sem gefur að skilja hafði Björg gefið upp alla von á því að Dimma kæmi í leitirnar. Dimma í mestu makindum á heimili hennar.Aðsend „Við vorum alltaf að leita að henni en það er ekki skrýtið að við höfum ekki fundið hana því að hún var að fela sig undir bílskúr.“ Aldrei kom annað til greina en að flytja Dimmu til Svíþjóðar eftir að hún fannst. „Nei, alls ekki. Ég held að þeir sem tengjast gæludýrunum sínum geti aldrei hugsað sér neitt annað en að hafa þau hjá sér,“ segir Björg. Eins og hún hafi aldrei farið Dimma virðist engu hafa gleymt. „Hún kom til okkar í lok nóvember. Það gengur rosa vel og það er augljóst mál að hún þekkti okkur öll. Hún er bara vær og góð.“ Mikil gleði ríkir með að hafa endurheimt Dimmu á heimili Bjargar sem heyrist glögglega á börnum hennar sem í bakgrunni símtalsins svara því játandi hvort að þau sé glöð með að hafa fengið Dimmu til baka. „Ég líka, svo mikið,“ heyrist í yngra barni Bjargar í bakgrunni. „Það er eins og hún hafi aldrei farið,“ segir Björg um hetjuna Dimmu sem komin er heim á ný.
Dýr Svíþjóð Kettir Reykjavík Tengdar fréttir Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. 19. september 2022 17:38 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. 19. september 2022 17:38