Í predikun sinni kynnti Agnes útgáfu á hirðisbréfi sínu.
„Á næstu átján mánuðum mun ég ljúka þessum kafla ævi minnar sem biskupsþjónustan er. Þegar ég lít yfir farin veg er ég afar stolt af því sem áunnist hefur. Ég vissi að oft yrði á brattann að sækja í þeirri umbótavinnu sem ég vildi leggjast í. Og oft hefur gefið á bátinn.“
Þá sagði Agnes að hún myndi ljúka visitasíu sinni um landið, þar sem hún heimsækir alla söfnuði og kirkjur, í Bolungarvík á sjómannadaginn 2024.
„Ég hef hugsað mér að enda vísitasíurnar og um leið biskupsþjónustuna með því að syngja með þeim kór í Hólskirkju í Bolungarvík á sjómannadaginn á næsta ári þegar tólf ár verða frá því ég kvaddi þann góða söfnuð.“
Þá sagðist Agnes líta stolt yfir farinn veg.
„Ég vissi að oft yrði á brattann að sækja í þeirri umbótavinnu sem ég vildi leggjast í. Og oft hefur gefið á bátinn. En þá er gott að hafa styrkingarorð frelsarans í huga og hjarta sem hefur ávallt lægt öldurnar þegar við lærisveinarnir verðum hrædd, þreytt og mædd í bátnum.“