„Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. janúar 2023 12:53 Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins. Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum, ég er í smá sjokki. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast en ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Dóra Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Hún segist hins vegar ekkert hafa hlegið að skaupinu í gær. „Mér er löngu hætt að finnast þetta fyndið, ég er náttúrulega búin að horfa á þetta þrjú þúsund sinnum“ segir Dóra og hlær. Viðbrögðin við áramótaskaupinu hafa verið með eindæmum góð, á Twitter að minnsta kosti. Að sögn Dóru gekk ferlið einstaklega vel. „Það sem var geggjað við þetta ferli var höfundarhópurinn, hvað við náðum að vinna vel saman. Ég tek pokasketsinn sem dæmi. Þarna var kom einn með hugmyndina að þessari tilfinningu sem maður finnur þegar maður gleymir poka og annar heldur áfram með hana. Við skrifuðum þennan skets bara öll á tíu mínutum þar sem allir komu með sitt að borðinu. Það eru nokkrir svona sketsar sem enginn á, þetta var alveg dásamlegt ferli.“ Fyrsta leikstjórnarverkefnið Spurð hvort eitthvert atriðið hafi staðið upp úr nefnir hún aftur pokasketsinn. „En ég elska alla sketsana, það var enginn sem maður hleypti inn án þess að finnast hann mjög góður.“ Dóra hefur tvisvar áður verið í handritshópi skaupsins, árin 2017 og 2019. Þetta er hins vegar hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég hef leikstýrt í leikhúsi og við Saga Garðarsdóttir stóðum að Degi rauða nefsins fyrir nokkrum árum en það var alls ekki jafn stór framleiðsla. Þannig þetta var mitt fyrsta alvöru verkefni í kvikmyndagerð,“ segir Dóra en bætir við að pressan hafi verið mikil. „Vanalega þegar maður er að gera kvikmyndir eða sjónvarpsþætti hefur maður meiri tíma í eftirvinnslu og í að liggja yfir hlutum. „Maður áttar sig betur á því eftir á hvað þetta var mikil tímapressa.“ Páskaskaup og sumarskaup Efnið sem var til eftir handritaferlið hefði dugað fyrir þrjú skaup, segir Dóra. „Það gerðist bara svo ótrúlega mikið á árinu og ég hugsa alveg með mér: „Af hverju er ekki páskaskaup? Og af hverju er ekki sumarskaup? Það elska þetta allir. Hvar er Spaugstofan? Þeir voru einu sinni með svona þátt einu sinni í viku,““ segir hún. Framundan hjá Dóru er mastersnám í ritlist ásamt ýmsum verkefnum sem Dóra vinnur nú að fyrir sjónvarp. „Svo langar mig bara ótrúlega mikið að halda áfram að leikstýra og leika og skrifa og spinna með Improv Ísland,“ segir Dóra að lokum. Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Ég bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum, ég er í smá sjokki. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast en ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Dóra Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Hún segist hins vegar ekkert hafa hlegið að skaupinu í gær. „Mér er löngu hætt að finnast þetta fyndið, ég er náttúrulega búin að horfa á þetta þrjú þúsund sinnum“ segir Dóra og hlær. Viðbrögðin við áramótaskaupinu hafa verið með eindæmum góð, á Twitter að minnsta kosti. Að sögn Dóru gekk ferlið einstaklega vel. „Það sem var geggjað við þetta ferli var höfundarhópurinn, hvað við náðum að vinna vel saman. Ég tek pokasketsinn sem dæmi. Þarna var kom einn með hugmyndina að þessari tilfinningu sem maður finnur þegar maður gleymir poka og annar heldur áfram með hana. Við skrifuðum þennan skets bara öll á tíu mínutum þar sem allir komu með sitt að borðinu. Það eru nokkrir svona sketsar sem enginn á, þetta var alveg dásamlegt ferli.“ Fyrsta leikstjórnarverkefnið Spurð hvort eitthvert atriðið hafi staðið upp úr nefnir hún aftur pokasketsinn. „En ég elska alla sketsana, það var enginn sem maður hleypti inn án þess að finnast hann mjög góður.“ Dóra hefur tvisvar áður verið í handritshópi skaupsins, árin 2017 og 2019. Þetta er hins vegar hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég hef leikstýrt í leikhúsi og við Saga Garðarsdóttir stóðum að Degi rauða nefsins fyrir nokkrum árum en það var alls ekki jafn stór framleiðsla. Þannig þetta var mitt fyrsta alvöru verkefni í kvikmyndagerð,“ segir Dóra en bætir við að pressan hafi verið mikil. „Vanalega þegar maður er að gera kvikmyndir eða sjónvarpsþætti hefur maður meiri tíma í eftirvinnslu og í að liggja yfir hlutum. „Maður áttar sig betur á því eftir á hvað þetta var mikil tímapressa.“ Páskaskaup og sumarskaup Efnið sem var til eftir handritaferlið hefði dugað fyrir þrjú skaup, segir Dóra. „Það gerðist bara svo ótrúlega mikið á árinu og ég hugsa alveg með mér: „Af hverju er ekki páskaskaup? Og af hverju er ekki sumarskaup? Það elska þetta allir. Hvar er Spaugstofan? Þeir voru einu sinni með svona þátt einu sinni í viku,““ segir hún. Framundan hjá Dóru er mastersnám í ritlist ásamt ýmsum verkefnum sem Dóra vinnur nú að fyrir sjónvarp. „Svo langar mig bara ótrúlega mikið að halda áfram að leikstýra og leika og skrifa og spinna með Improv Ísland,“ segir Dóra að lokum.
Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira