Upptaka af æfingaleik við Pólland breytti öllu: „Komið ekki aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 22:01 Guðmundur segir upptöku af æfingaleik við Pólverja fyrir Ólympíuleikana 2008 hafa skipt sköpum. Sanjin Strukic/Getty Images „Ég man liggur við hverja einustu senu í leiknum. Er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum, var náttúrulega stórmerkilegur leikur að mörgu leyti,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari nú og þá, um leik Íslands og Póllands á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. „Stórasta land í heimi“ er hlaðvarpssería þar sem farið er yfir sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Í síðasta þætti var farið yfir frægan leik gegn Póllandi. „Leikurinn markaði tímamót og það eru margar ástæður fyrir því. Hann er sérstaklega minnistæður út af forsögu leiksins og andstæðingnum, Póllandi. Áður en við getum talað um leikinn verð ég að skýra hvað það var. Það er þannig að þegar við komum út á Ólympíuleikana, skömmu eftir að við komum út til Peking var búið að gera ráð fyrir að við myndum spila æfingaleik við Pólverja. Það átti að taka þennan leik upp og Pólverjarnir tóku það að sér.“ „Það er nú þannig að við spilum þennan leik og þetta var frekar óvenjulegt, var hálfgerð æfing. Sameiginleg æfing með þeim sem fór þannig fram að þeir æfðu sóknarleikinn sinn á móti okkur og við æfðum svo sóknarleikinn okkar á móti þeirra vörn. Svo spiluðum við minnir mig tvisvar tuttugu mínútur í lokin. Mjög gott fyrir bæði liðin en við vorum í sitthvorum riðlinum.“ Guðmundur og Óskar Bjarni hafa alltaf náð einkar vel saman.Vísir/Vilhelm „Síðan er það þannig að ég fæ ekki leikinn í hendurnar eftir þetta og Pólverjarnir fóru með myndatökuvél og sitt hafurtask þar sem þeir bjuggu í Ólympíuþorpinu. Gerist daginn eftir að ég tek Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna [Óskarsson] á fund og segi þeim að ná í þennan leik og þið komið ekki hingað aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn. Algert skilyrði að ég myndi fá leikinn í hendurnar. Ég vissi ekkert þá hvort við myndum mæta Pólverjum í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum. Ég hafði ekki hugmynd um það, ég vildi bara fá þennan leik.“ „Sendi þá af stað og þeir höfðu mikið fyrir því að hafa upp á Pólverjunum því Ólympíuþorpið er gríðarlega stórt, búa rúmlega 12 þúsund manns þarna. Þeir náðu þessu einhvern veginn og þurftu að hafa mikið fyrir því.“ Guðmundur telur ekki að Pólverjarnir hafi ætlað sér að svíkja Ísland. Þeir hefðu betur gert það en Ísland vann Pólland 32-30 og endaði með því að vinna til silfurverðlauna í Peking. „Síðan kemur það í ljós eftir riðlana að við erum í 3. sæti í riðlinum með jafn mörg stig og Kórea sem vinnur riðilinn. Í hinum riðlinum eru Pólverjar í 2. sæti. Þá fór af stað undirbúningur fyrir leik gegn Póllandi og ég er ekki að ýkja það neitt að ég hafi horft á þennan æfingaleik átta sinnum. Ástæðan meðal annars var sú að við áttum undir högg að sækja í leiknum, var mín tilfinning að við áttum varla séns. Pólland var silfurlið frá því á HM í Þýskalandi 2007. Voru með eina bestu útilínu í heiminum á þessum tíma.“ Það er ljóst að ef Guðmundur hefði ekki fengið myndband af æfingunni og æfingaleiknum í hendurnar þá hefðu möguleikar Íslands dvínað talsvert. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
„Stórasta land í heimi“ er hlaðvarpssería þar sem farið er yfir sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Í síðasta þætti var farið yfir frægan leik gegn Póllandi. „Leikurinn markaði tímamót og það eru margar ástæður fyrir því. Hann er sérstaklega minnistæður út af forsögu leiksins og andstæðingnum, Póllandi. Áður en við getum talað um leikinn verð ég að skýra hvað það var. Það er þannig að þegar við komum út á Ólympíuleikana, skömmu eftir að við komum út til Peking var búið að gera ráð fyrir að við myndum spila æfingaleik við Pólverja. Það átti að taka þennan leik upp og Pólverjarnir tóku það að sér.“ „Það er nú þannig að við spilum þennan leik og þetta var frekar óvenjulegt, var hálfgerð æfing. Sameiginleg æfing með þeim sem fór þannig fram að þeir æfðu sóknarleikinn sinn á móti okkur og við æfðum svo sóknarleikinn okkar á móti þeirra vörn. Svo spiluðum við minnir mig tvisvar tuttugu mínútur í lokin. Mjög gott fyrir bæði liðin en við vorum í sitthvorum riðlinum.“ Guðmundur og Óskar Bjarni hafa alltaf náð einkar vel saman.Vísir/Vilhelm „Síðan er það þannig að ég fæ ekki leikinn í hendurnar eftir þetta og Pólverjarnir fóru með myndatökuvél og sitt hafurtask þar sem þeir bjuggu í Ólympíuþorpinu. Gerist daginn eftir að ég tek Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna [Óskarsson] á fund og segi þeim að ná í þennan leik og þið komið ekki hingað aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn. Algert skilyrði að ég myndi fá leikinn í hendurnar. Ég vissi ekkert þá hvort við myndum mæta Pólverjum í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum. Ég hafði ekki hugmynd um það, ég vildi bara fá þennan leik.“ „Sendi þá af stað og þeir höfðu mikið fyrir því að hafa upp á Pólverjunum því Ólympíuþorpið er gríðarlega stórt, búa rúmlega 12 þúsund manns þarna. Þeir náðu þessu einhvern veginn og þurftu að hafa mikið fyrir því.“ Guðmundur telur ekki að Pólverjarnir hafi ætlað sér að svíkja Ísland. Þeir hefðu betur gert það en Ísland vann Pólland 32-30 og endaði með því að vinna til silfurverðlauna í Peking. „Síðan kemur það í ljós eftir riðlana að við erum í 3. sæti í riðlinum með jafn mörg stig og Kórea sem vinnur riðilinn. Í hinum riðlinum eru Pólverjar í 2. sæti. Þá fór af stað undirbúningur fyrir leik gegn Póllandi og ég er ekki að ýkja það neitt að ég hafi horft á þennan æfingaleik átta sinnum. Ástæðan meðal annars var sú að við áttum undir högg að sækja í leiknum, var mín tilfinning að við áttum varla séns. Pólland var silfurlið frá því á HM í Þýskalandi 2007. Voru með eina bestu útilínu í heiminum á þessum tíma.“ Það er ljóst að ef Guðmundur hefði ekki fengið myndband af æfingunni og æfingaleiknum í hendurnar þá hefðu möguleikar Íslands dvínað talsvert.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15