„Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. desember 2022 22:28 Snjó hefur kyngt niður á svæðinu. vísir Óvenjumiklum snjó hefur kyngt niður á Eyrarbakka síðustu daga, íbúum til mismikillar ánægju. Eyrarbakki er á kafi í snjó eins og sést í. Snjóruðningstæki hafa vart undan og myndefni af snjóblástri sem finna má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan minnir einna helst á myndbrellu í bíómynd. „Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara en þetta. Þetta er svolítið mikill snjór. Hvernig hefur frostið verið? Það hefur verið mikið. 18 gráðu frost og nú síðast í morgun var á mælinum í bílnum 23 gráðu frost,“ sagði Birkir Pétursson, bílstjóri. Allt á kafi.einar árnason Þá verður erfitt fyrir íbúa hússins í sjónvarpsfréttinni að horfa á flugeldana út um gluggann á morgun því skaflinn nær upp fyrir gluggana. „Við vorum bara að koma hingað, höfum ekkert verið hér síðan fyrir jól. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður þannig maður hefur ekki komist hingað. Þetta er smá vinna,“ sagði Borgar Þór. Ætliði að vera hér um áramótin? „Stefnum nú ekki að því, ég held að við komum okkur bara strax héðan.“ Íbúar hafa þurft að vera duglegir að moka.einar árnason Allir þeir sem fréttastofa ræddi við hrósuðu sveitarfélaginu rækilega fyrir snjóruðning og sögðu mikinn samtakamátt í íbúum sem hjálpast að við mokstur. „Það er búið að moka sig nokkrum sinnum út og það hefur alveg fennt vel fyrir. Já, við erum búin að koma bæði okkur og öðrum út en það er bara skemmtilegt,“ sagði Guðrún. Þær hafa þó áhyggjur af flóðamálum þegar byrjar að hlána. „Ég held að þetta sé komið gott, ég held að við séum ekki tilbúin í meiri snjó,“ sagði Guðbjört. Eins og paradís Vinkonurnar Hekla Ósk og Sigríður segja aldrei komið nóg af snjónum en þær hafa nýtt háa skafla á svæðinu og búið til snjóhús og rennibraut. „Þetta er bara æðislegt, þetta er eins og paradís,“ sögðu stelpurnar. Skaflarnir eru háir.einar árnason En eru krakkar duglegir að fara út að leika? „Við erum ekki búin að hitta neina.“ Þetta er svolítið hátt, er ekkert hræðilegt að renna sér niður? „Nei það var hræðilegt fyrst en ekki núna. Ég prufaði fyrst og svo gerði ég það bara aftur og aftur og það var ótrúlega skemmtilegt.“ Árborg Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Eyrarbakki er á kafi í snjó eins og sést í. Snjóruðningstæki hafa vart undan og myndefni af snjóblástri sem finna má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan minnir einna helst á myndbrellu í bíómynd. „Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara en þetta. Þetta er svolítið mikill snjór. Hvernig hefur frostið verið? Það hefur verið mikið. 18 gráðu frost og nú síðast í morgun var á mælinum í bílnum 23 gráðu frost,“ sagði Birkir Pétursson, bílstjóri. Allt á kafi.einar árnason Þá verður erfitt fyrir íbúa hússins í sjónvarpsfréttinni að horfa á flugeldana út um gluggann á morgun því skaflinn nær upp fyrir gluggana. „Við vorum bara að koma hingað, höfum ekkert verið hér síðan fyrir jól. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður þannig maður hefur ekki komist hingað. Þetta er smá vinna,“ sagði Borgar Þór. Ætliði að vera hér um áramótin? „Stefnum nú ekki að því, ég held að við komum okkur bara strax héðan.“ Íbúar hafa þurft að vera duglegir að moka.einar árnason Allir þeir sem fréttastofa ræddi við hrósuðu sveitarfélaginu rækilega fyrir snjóruðning og sögðu mikinn samtakamátt í íbúum sem hjálpast að við mokstur. „Það er búið að moka sig nokkrum sinnum út og það hefur alveg fennt vel fyrir. Já, við erum búin að koma bæði okkur og öðrum út en það er bara skemmtilegt,“ sagði Guðrún. Þær hafa þó áhyggjur af flóðamálum þegar byrjar að hlána. „Ég held að þetta sé komið gott, ég held að við séum ekki tilbúin í meiri snjó,“ sagði Guðbjört. Eins og paradís Vinkonurnar Hekla Ósk og Sigríður segja aldrei komið nóg af snjónum en þær hafa nýtt háa skafla á svæðinu og búið til snjóhús og rennibraut. „Þetta er bara æðislegt, þetta er eins og paradís,“ sögðu stelpurnar. Skaflarnir eru háir.einar árnason En eru krakkar duglegir að fara út að leika? „Við erum ekki búin að hitta neina.“ Þetta er svolítið hátt, er ekkert hræðilegt að renna sér niður? „Nei það var hræðilegt fyrst en ekki núna. Ég prufaði fyrst og svo gerði ég það bara aftur og aftur og það var ótrúlega skemmtilegt.“
Árborg Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira