Samvinna og samstarf eða sameining sveitarfélaga? Sara Dðgg Svanhildardóttir skrifar 29. desember 2022 14:31 Nýverið endurnýjuðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um samstarf án skuldbindinga þvert á velferðarsvið sveitarfélaganna. Þau eru fjölmörg verkefnin sem sveitarfélögin hafa samráð um ekki síst um þjónustu er varðar velferð. Eitt af því góða sem heimsfaraldurinn leiddi af sér var aukið samráð fræðslu- og velferðarsviða. Þvert á sveitarfélög sameinuðust kraftar fólksins í brúnni enda verkefnið einstakt, ólíkt öllum öðrum verkefnum sem áður hafa komið á borð stjórnsýslunnar. Samræmdar aðgerðir, samkomutakmarkanir, fagleg og ábyrg ákvarðanataka sem hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks, barna, ungmenna og viðkvæmra hópa líkt og fatlaðra og aldraðra.Heilt yfir þykir hafa tekist vel til og þau sem stóðu í brúnni eru sammála um að samstarfið skipti máli, gerði ákvarðanir sem teknar voru betri og öruggari. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að rýna tækifærin og grípa þau sem flest. Horfa vítt og vinna að almennri farsæld allra. Hrista af sér gamlan vana og venjur. Hugsa út fyrir boxið eins og sagt er. Skapa nýja umgjörð um það sem úrelt er. Það sem ekki virkar. Til þess er pólitíkin. Til þess að horfa á stóru myndina, samfélagið. Hvernig byggjum við upp gott samfélag fyrir öll, óháð stétt eða stöðu eða búsetu. Týnum okkur ekki í því smáa, heldur tökum höndum saman, þvert á sveitarfélög og eflum samstarf með eða án skuldbindinga. Eflum kerfin okkar, tökum þau áfram inn í framtíðina og búum svo um að þau þjóni tilgangi sínum en standi ekki í stað. Þannig getum við tryggt að öll njóti lögbundinnar þjónustu sem hið pólitíska svið getur verið stolt af að hafa byggt upp saman. Tími umræðunnar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er núna. Sýnin er ólík en eitt er víst að öll samtöl leiða af sér nýjar víddir, nýja sýn. Þó sýnin sé ekki endilega sú sama fyrir öll skapar hún ný tækifæri til að grípa. Undirstöður eru sterkar. Samráðið er til staðar, samstaðan er til staðar og fjölmörg verkefni eru unnin og teknar ákvarðanir um saman. Lyftum umræðunni, skiptumst á skoðunum. Vegum og metum. Og sjáum hvort við mögulega komumst að nýrri niðurstöðu en þeirri sem við göngum út frá í dag. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Garðabær Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið endurnýjuðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um samstarf án skuldbindinga þvert á velferðarsvið sveitarfélaganna. Þau eru fjölmörg verkefnin sem sveitarfélögin hafa samráð um ekki síst um þjónustu er varðar velferð. Eitt af því góða sem heimsfaraldurinn leiddi af sér var aukið samráð fræðslu- og velferðarsviða. Þvert á sveitarfélög sameinuðust kraftar fólksins í brúnni enda verkefnið einstakt, ólíkt öllum öðrum verkefnum sem áður hafa komið á borð stjórnsýslunnar. Samræmdar aðgerðir, samkomutakmarkanir, fagleg og ábyrg ákvarðanataka sem hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks, barna, ungmenna og viðkvæmra hópa líkt og fatlaðra og aldraðra.Heilt yfir þykir hafa tekist vel til og þau sem stóðu í brúnni eru sammála um að samstarfið skipti máli, gerði ákvarðanir sem teknar voru betri og öruggari. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að rýna tækifærin og grípa þau sem flest. Horfa vítt og vinna að almennri farsæld allra. Hrista af sér gamlan vana og venjur. Hugsa út fyrir boxið eins og sagt er. Skapa nýja umgjörð um það sem úrelt er. Það sem ekki virkar. Til þess er pólitíkin. Til þess að horfa á stóru myndina, samfélagið. Hvernig byggjum við upp gott samfélag fyrir öll, óháð stétt eða stöðu eða búsetu. Týnum okkur ekki í því smáa, heldur tökum höndum saman, þvert á sveitarfélög og eflum samstarf með eða án skuldbindinga. Eflum kerfin okkar, tökum þau áfram inn í framtíðina og búum svo um að þau þjóni tilgangi sínum en standi ekki í stað. Þannig getum við tryggt að öll njóti lögbundinnar þjónustu sem hið pólitíska svið getur verið stolt af að hafa byggt upp saman. Tími umræðunnar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er núna. Sýnin er ólík en eitt er víst að öll samtöl leiða af sér nýjar víddir, nýja sýn. Þó sýnin sé ekki endilega sú sama fyrir öll skapar hún ný tækifæri til að grípa. Undirstöður eru sterkar. Samráðið er til staðar, samstaðan er til staðar og fjölmörg verkefni eru unnin og teknar ákvarðanir um saman. Lyftum umræðunni, skiptumst á skoðunum. Vegum og metum. Og sjáum hvort við mögulega komumst að nýrri niðurstöðu en þeirri sem við göngum út frá í dag. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar