Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. desember 2022 21:23 Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða. bylgjan Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. Aðilar í ferðaþjónustu eru óánægðir vegna ástandsins sem hefur verið á vegum landsins síðustu daga vegna fannfergis. Gagnrýni þeirra hefur aðallega beinst að Vegagerðinni. „Það sem fyllti algjörlega mælinn var að vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hafi verið algjörlega lokaður núna í fjóra daga á háannatíma ferðaþjónustu,“ segir Jóhann Már Valdimarsson rekstrarstjóri Tröllaferða sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist hafa skilning á vegalokunum vegna veðurs. Hins vegar sé óásættanlegt að hafa vegi lokaða vegna snjós á vegum í góðu veðri. „Það er skrýtið að þá sé ekki hægt að halda vegum opnum. Við hljótum að geta gert þetta betur þannig hægt sé að halda þjóðvegi eitt opnum um leið og veðrinu slotar,“ segir Jóhann Már. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hans hafi þurft að afbóka ferðir hjá um þúsund manns. „Ferðamenn eiga erfitt með að skilja það þegar þeir horfa út og sjá að ekkert er að veðrinu. Ég talaði við ferðamenn í gær í Vík sem skildu ekki hvers vegna þeir komust ekki frá A til B. Þeir höfðu bókað ísjöklaferðir í Breiðarmerkurjökli.“ Mikið um afbókanir í upphafi nýs árs Nú þegar búið sé að auglýsa landið sem áfangastað sem hægt sé að heimsækja allt árið um kring, þurfi innviðir að fylgja. Vegagerðin mun funda með Samtökum ferðaþjónustunnar á nýju ári til að ræða aukna þjónustu við atvinnugreinina. Jóhann segist upplifa að frekar sé lokað vegum í dag en áður fyrr. Hann biður einnig um frekari fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni Lokanir á síðustu dögum hafa kostað fyrirtæki hans um 200 milljónir í endurgreiðslur. „Það er samt aukaatriði í þessu. Það sem er verst í þessu eru kúnnarnir sem hafa safnað og beðið, hlakkað til að koma til Íslands. Ég talaði við fjölskylduföður í dag í Vík sem var alveg sama hvað skyldi gert, hann vildi bara gera eitthvað. Það er það sem er erfiðast í þessu, að segja þessu fólki sem hefur tekið sér frí og vill ferðast, að því miður séu vegirnir lokaðir og þeir verði að vera í Reykjavík þessa tíu daga sem þau bókuðu.“ Jóhann segir einnig algengt að fólk sé að afbóka ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. „Fólk hefur lesið um það sem er að gerast á Íslandi og afbókar þess vegna. Það er hagur allra að við fáum ferðamenn hingað tólf mánuði á ári. Það eru fyrirtæki um allt land sem stóla á ferðaþjónustu allt árið, og til þess þurfa innviðir að vera í lagi og það eru vegirnir sem verður að halda opnum.“ Ferðamennska á Íslandi Snjómokstur Mýrdalshreppur Reykjavík síðdegis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustu eru óánægðir vegna ástandsins sem hefur verið á vegum landsins síðustu daga vegna fannfergis. Gagnrýni þeirra hefur aðallega beinst að Vegagerðinni. „Það sem fyllti algjörlega mælinn var að vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hafi verið algjörlega lokaður núna í fjóra daga á háannatíma ferðaþjónustu,“ segir Jóhann Már Valdimarsson rekstrarstjóri Tröllaferða sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist hafa skilning á vegalokunum vegna veðurs. Hins vegar sé óásættanlegt að hafa vegi lokaða vegna snjós á vegum í góðu veðri. „Það er skrýtið að þá sé ekki hægt að halda vegum opnum. Við hljótum að geta gert þetta betur þannig hægt sé að halda þjóðvegi eitt opnum um leið og veðrinu slotar,“ segir Jóhann Már. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hans hafi þurft að afbóka ferðir hjá um þúsund manns. „Ferðamenn eiga erfitt með að skilja það þegar þeir horfa út og sjá að ekkert er að veðrinu. Ég talaði við ferðamenn í gær í Vík sem skildu ekki hvers vegna þeir komust ekki frá A til B. Þeir höfðu bókað ísjöklaferðir í Breiðarmerkurjökli.“ Mikið um afbókanir í upphafi nýs árs Nú þegar búið sé að auglýsa landið sem áfangastað sem hægt sé að heimsækja allt árið um kring, þurfi innviðir að fylgja. Vegagerðin mun funda með Samtökum ferðaþjónustunnar á nýju ári til að ræða aukna þjónustu við atvinnugreinina. Jóhann segist upplifa að frekar sé lokað vegum í dag en áður fyrr. Hann biður einnig um frekari fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni Lokanir á síðustu dögum hafa kostað fyrirtæki hans um 200 milljónir í endurgreiðslur. „Það er samt aukaatriði í þessu. Það sem er verst í þessu eru kúnnarnir sem hafa safnað og beðið, hlakkað til að koma til Íslands. Ég talaði við fjölskylduföður í dag í Vík sem var alveg sama hvað skyldi gert, hann vildi bara gera eitthvað. Það er það sem er erfiðast í þessu, að segja þessu fólki sem hefur tekið sér frí og vill ferðast, að því miður séu vegirnir lokaðir og þeir verði að vera í Reykjavík þessa tíu daga sem þau bókuðu.“ Jóhann segir einnig algengt að fólk sé að afbóka ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. „Fólk hefur lesið um það sem er að gerast á Íslandi og afbókar þess vegna. Það er hagur allra að við fáum ferðamenn hingað tólf mánuði á ári. Það eru fyrirtæki um allt land sem stóla á ferðaþjónustu allt árið, og til þess þurfa innviðir að vera í lagi og það eru vegirnir sem verður að halda opnum.“
Ferðamennska á Íslandi Snjómokstur Mýrdalshreppur Reykjavík síðdegis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira