„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2022 07:00 Bjarki Már Elísson fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Vísi og Stöð 2. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“ „Myndi segja að ég væri sterkari andlega, að vera í þessari pressu og spila stóra leiki þar sem mikið er undir. Lenti í smá meiðslum í upphafi tímabils og fór hægt af stað en að undanförnu hefur gengið vel svo ég tel að ég sé í góðum málum fyrir janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali við Vísi og Stöð 2 áður en talið barst að öðrum leikmönnum landsliðsins. „Maður veit bara hvað þeir eru góðir. Er ekkert með hökuna í gólfinu að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] og Ómar Ingi [Magnússon] séu að skora átta til tíu mörk í Meistaradeildinni og að Viktor Gísli [Hallgrímsson] sé að verja vel. Gott fyrir þá að koma fullir sjálfstrausts inn í janúarverkefnið. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög spenntur.“ Hvernig er spennustigið hjá leikmönnum? „Við höfum alveg rætt að við finnum fyrir meiri áhuga. Kannski skiljanlegt eftir síðasta stórmót. Ég get bara talað fyrir mig og þá sem ég þekki vel innan hópsins, við vorum búnir að sjá þetta fyrir okkur. Tvö, þrjú ár síðan við sáum fyrir okkur að við gætum búið til mjög gott lið. Strákarnir sem nefndir voru áðan [Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og Viktor Gísli] að koma upp og við vissum alveg að ef þeir myndu halda rétt á spilunum og við í hópnum, í landsliðinu, þá myndi eitthvað gerast á næstu árum.“ „Þetta er ekki að koma okkur á óvart, vissum á hvaða vegferð við vorum og erum. Full snemmt að fara tala um úrslitaleikinn en maður má leyfa sér að dreyma, hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma. Sjá hlutina fyrir þér og þá er líklegra að þeir gerist.“ Er það pirrandi eða spennandi þegar Logi Geirsson segir að Ísland verði heimsmeistarar? „Veit það ekki. Bæði bara. Ég pæli ekkert í því þannig. Hann er að vinna í sjónvarpi og vinnur við að selja vöruna sem hann er að fjalla um. Það er ekkert pirrandi, Logi er snillingur og bara gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal: Bjarki Már leyfir sér dreyma Getum við komist á pall? „Við getum það alveg. Veit að þetta er klisja og allt það en við verðum að eiga góðan riðil. Ef við vinnum ekki riðilinn, ef við förum ekki með þessi fjögur – allavega tvö stig í milliriðli ertu ekki með nógu góðan grunn til að fara upp úr milliriðlinum. Þetta er leiðinlegt að heyra en við verðum að byrja á fyrsta leik á móti Portúgal, þannig er það bara,“ sagði Bjarki Már að lokum. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
„Myndi segja að ég væri sterkari andlega, að vera í þessari pressu og spila stóra leiki þar sem mikið er undir. Lenti í smá meiðslum í upphafi tímabils og fór hægt af stað en að undanförnu hefur gengið vel svo ég tel að ég sé í góðum málum fyrir janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali við Vísi og Stöð 2 áður en talið barst að öðrum leikmönnum landsliðsins. „Maður veit bara hvað þeir eru góðir. Er ekkert með hökuna í gólfinu að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] og Ómar Ingi [Magnússon] séu að skora átta til tíu mörk í Meistaradeildinni og að Viktor Gísli [Hallgrímsson] sé að verja vel. Gott fyrir þá að koma fullir sjálfstrausts inn í janúarverkefnið. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög spenntur.“ Hvernig er spennustigið hjá leikmönnum? „Við höfum alveg rætt að við finnum fyrir meiri áhuga. Kannski skiljanlegt eftir síðasta stórmót. Ég get bara talað fyrir mig og þá sem ég þekki vel innan hópsins, við vorum búnir að sjá þetta fyrir okkur. Tvö, þrjú ár síðan við sáum fyrir okkur að við gætum búið til mjög gott lið. Strákarnir sem nefndir voru áðan [Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og Viktor Gísli] að koma upp og við vissum alveg að ef þeir myndu halda rétt á spilunum og við í hópnum, í landsliðinu, þá myndi eitthvað gerast á næstu árum.“ „Þetta er ekki að koma okkur á óvart, vissum á hvaða vegferð við vorum og erum. Full snemmt að fara tala um úrslitaleikinn en maður má leyfa sér að dreyma, hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma. Sjá hlutina fyrir þér og þá er líklegra að þeir gerist.“ Er það pirrandi eða spennandi þegar Logi Geirsson segir að Ísland verði heimsmeistarar? „Veit það ekki. Bæði bara. Ég pæli ekkert í því þannig. Hann er að vinna í sjónvarpi og vinnur við að selja vöruna sem hann er að fjalla um. Það er ekkert pirrandi, Logi er snillingur og bara gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal: Bjarki Már leyfir sér dreyma Getum við komist á pall? „Við getum það alveg. Veit að þetta er klisja og allt það en við verðum að eiga góðan riðil. Ef við vinnum ekki riðilinn, ef við förum ekki með þessi fjögur – allavega tvö stig í milliriðli ertu ekki með nógu góðan grunn til að fara upp úr milliriðlinum. Þetta er leiðinlegt að heyra en við verðum að byrja á fyrsta leik á móti Portúgal, þannig er það bara,“ sagði Bjarki Már að lokum.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira