Þægileg innivinna Sigurður Páll Jónsson skrifar 27. desember 2022 13:30 Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Ágreiningmál og stefnumunur milli flokkana, sem mátti svo augljóslega merkja fyrir kosningarnar 2017, var allur lagður til hliðar til að geta myndað ríkisstjórn án ágreinings, hvernig sem það svo hefur tekist. En þó að þetta sé staðan eru alþingismenn og ráðherrar einstaka sinnum að tjá sig um það sem þeim býr raunverulega í brjósti, stundum gera þeir það í ræðustól Alþingis og stundum í fjölmiðlimum. En það er ekkert að marka það sem þeir segja, því það er fyrir löngu búið að kippa allri pólitík úr sambandi til að þessir flokkar geti setið saman í stjórn þar sem þeir mynda ríkisstjórn umbúða en með engu innihaldi. Frekjuköst eða fýlugangur stjórnaliða eru oftast látinn afskiptalaus en þeir fyrirferðamestu sendir í skammakrókinn þangað til gullfiskaminni fjölmiðla fjarar út. Á meðan mallar kerfið og báknið þenst út sem aldrei fyrr í umboði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurð Ingi fær að fljóta með. Allir eru rosa happý þó halli ríkissjóðs sé í sögulegu, já sögulegu hámarki og ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti úr kútnum fyrr árið 2027. Ég endurtek, 2027! Hver trúir því? Getur verið að pólitísk stefnumál ríkistjórnarflokkana séu komin í glatkistuna eða 110 ára kistu Jóhönnu og Steingríms? Er það lýðræðislega réttlátt að þegar hinn almenni kjósandi velur sér flokk í kjörklefanum, af því að honum líst sæmilega á áherslur flokksins, en kemst svo að því að þessar áherslur eru að engu hafðar er flokkurinn, sem hann kaus, rífur þessar sömu áherslur þegar hann myndar ríkisstjórn með flokkum sem eru með allt aðrar áherslur gagnvart sínum kjósendum? Er það lýðræðislegt? Þegar svo útþynntur stjórnasáttmálinn er undirritaður af formönnum hinnar nýju ríkistjórnar, skipta menn á milli sín ráðherrastólum og deila svo út ráðherraheitum sjálfum sér til vegsauka og skrauts. Oft koma mér í hug orð Nelson Mandela er hann var spurður, þá nýkominn úr margra ára fangelsi vegna andstöðu sinnar við kynþáttaskilnaðarstefnu: Hefur þú trú á manninum? Já það kemur ekkert annað til greina, svaraði Mandela. Undirritaður þarf stundum að minna sig á þetta til að fá vind í seglin. Almenningur verður að standa vörð um lýðræðið og veita valdhöfum aðhald. Til þess að grundvallaratriði lýðræðisins geti notið sín verða einstaklingarnir að hafa athafnafrelsi og skoðanafrelsi. Að vera stjórnmálamaður á ekki að vera þægileg innivinna þar sem ríkisstjórn með útþynntan stjórnarsáttmála hallar sér aftur í ráðherrastólunum og lætur kerfið stjórna. Það er misnotkun á lýðræðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Ágreiningmál og stefnumunur milli flokkana, sem mátti svo augljóslega merkja fyrir kosningarnar 2017, var allur lagður til hliðar til að geta myndað ríkisstjórn án ágreinings, hvernig sem það svo hefur tekist. En þó að þetta sé staðan eru alþingismenn og ráðherrar einstaka sinnum að tjá sig um það sem þeim býr raunverulega í brjósti, stundum gera þeir það í ræðustól Alþingis og stundum í fjölmiðlimum. En það er ekkert að marka það sem þeir segja, því það er fyrir löngu búið að kippa allri pólitík úr sambandi til að þessir flokkar geti setið saman í stjórn þar sem þeir mynda ríkisstjórn umbúða en með engu innihaldi. Frekjuköst eða fýlugangur stjórnaliða eru oftast látinn afskiptalaus en þeir fyrirferðamestu sendir í skammakrókinn þangað til gullfiskaminni fjölmiðla fjarar út. Á meðan mallar kerfið og báknið þenst út sem aldrei fyrr í umboði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurð Ingi fær að fljóta með. Allir eru rosa happý þó halli ríkissjóðs sé í sögulegu, já sögulegu hámarki og ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti úr kútnum fyrr árið 2027. Ég endurtek, 2027! Hver trúir því? Getur verið að pólitísk stefnumál ríkistjórnarflokkana séu komin í glatkistuna eða 110 ára kistu Jóhönnu og Steingríms? Er það lýðræðislega réttlátt að þegar hinn almenni kjósandi velur sér flokk í kjörklefanum, af því að honum líst sæmilega á áherslur flokksins, en kemst svo að því að þessar áherslur eru að engu hafðar er flokkurinn, sem hann kaus, rífur þessar sömu áherslur þegar hann myndar ríkisstjórn með flokkum sem eru með allt aðrar áherslur gagnvart sínum kjósendum? Er það lýðræðislegt? Þegar svo útþynntur stjórnasáttmálinn er undirritaður af formönnum hinnar nýju ríkistjórnar, skipta menn á milli sín ráðherrastólum og deila svo út ráðherraheitum sjálfum sér til vegsauka og skrauts. Oft koma mér í hug orð Nelson Mandela er hann var spurður, þá nýkominn úr margra ára fangelsi vegna andstöðu sinnar við kynþáttaskilnaðarstefnu: Hefur þú trú á manninum? Já það kemur ekkert annað til greina, svaraði Mandela. Undirritaður þarf stundum að minna sig á þetta til að fá vind í seglin. Almenningur verður að standa vörð um lýðræðið og veita valdhöfum aðhald. Til þess að grundvallaratriði lýðræðisins geti notið sín verða einstaklingarnir að hafa athafnafrelsi og skoðanafrelsi. Að vera stjórnmálamaður á ekki að vera þægileg innivinna þar sem ríkisstjórn með útþynntan stjórnarsáttmála hallar sér aftur í ráðherrastólunum og lætur kerfið stjórna. Það er misnotkun á lýðræðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun