Þægileg innivinna Sigurður Páll Jónsson skrifar 27. desember 2022 13:30 Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Ágreiningmál og stefnumunur milli flokkana, sem mátti svo augljóslega merkja fyrir kosningarnar 2017, var allur lagður til hliðar til að geta myndað ríkisstjórn án ágreinings, hvernig sem það svo hefur tekist. En þó að þetta sé staðan eru alþingismenn og ráðherrar einstaka sinnum að tjá sig um það sem þeim býr raunverulega í brjósti, stundum gera þeir það í ræðustól Alþingis og stundum í fjölmiðlimum. En það er ekkert að marka það sem þeir segja, því það er fyrir löngu búið að kippa allri pólitík úr sambandi til að þessir flokkar geti setið saman í stjórn þar sem þeir mynda ríkisstjórn umbúða en með engu innihaldi. Frekjuköst eða fýlugangur stjórnaliða eru oftast látinn afskiptalaus en þeir fyrirferðamestu sendir í skammakrókinn þangað til gullfiskaminni fjölmiðla fjarar út. Á meðan mallar kerfið og báknið þenst út sem aldrei fyrr í umboði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurð Ingi fær að fljóta með. Allir eru rosa happý þó halli ríkissjóðs sé í sögulegu, já sögulegu hámarki og ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti úr kútnum fyrr árið 2027. Ég endurtek, 2027! Hver trúir því? Getur verið að pólitísk stefnumál ríkistjórnarflokkana séu komin í glatkistuna eða 110 ára kistu Jóhönnu og Steingríms? Er það lýðræðislega réttlátt að þegar hinn almenni kjósandi velur sér flokk í kjörklefanum, af því að honum líst sæmilega á áherslur flokksins, en kemst svo að því að þessar áherslur eru að engu hafðar er flokkurinn, sem hann kaus, rífur þessar sömu áherslur þegar hann myndar ríkisstjórn með flokkum sem eru með allt aðrar áherslur gagnvart sínum kjósendum? Er það lýðræðislegt? Þegar svo útþynntur stjórnasáttmálinn er undirritaður af formönnum hinnar nýju ríkistjórnar, skipta menn á milli sín ráðherrastólum og deila svo út ráðherraheitum sjálfum sér til vegsauka og skrauts. Oft koma mér í hug orð Nelson Mandela er hann var spurður, þá nýkominn úr margra ára fangelsi vegna andstöðu sinnar við kynþáttaskilnaðarstefnu: Hefur þú trú á manninum? Já það kemur ekkert annað til greina, svaraði Mandela. Undirritaður þarf stundum að minna sig á þetta til að fá vind í seglin. Almenningur verður að standa vörð um lýðræðið og veita valdhöfum aðhald. Til þess að grundvallaratriði lýðræðisins geti notið sín verða einstaklingarnir að hafa athafnafrelsi og skoðanafrelsi. Að vera stjórnmálamaður á ekki að vera þægileg innivinna þar sem ríkisstjórn með útþynntan stjórnarsáttmála hallar sér aftur í ráðherrastólunum og lætur kerfið stjórna. Það er misnotkun á lýðræðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Ágreiningmál og stefnumunur milli flokkana, sem mátti svo augljóslega merkja fyrir kosningarnar 2017, var allur lagður til hliðar til að geta myndað ríkisstjórn án ágreinings, hvernig sem það svo hefur tekist. En þó að þetta sé staðan eru alþingismenn og ráðherrar einstaka sinnum að tjá sig um það sem þeim býr raunverulega í brjósti, stundum gera þeir það í ræðustól Alþingis og stundum í fjölmiðlimum. En það er ekkert að marka það sem þeir segja, því það er fyrir löngu búið að kippa allri pólitík úr sambandi til að þessir flokkar geti setið saman í stjórn þar sem þeir mynda ríkisstjórn umbúða en með engu innihaldi. Frekjuköst eða fýlugangur stjórnaliða eru oftast látinn afskiptalaus en þeir fyrirferðamestu sendir í skammakrókinn þangað til gullfiskaminni fjölmiðla fjarar út. Á meðan mallar kerfið og báknið þenst út sem aldrei fyrr í umboði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurð Ingi fær að fljóta með. Allir eru rosa happý þó halli ríkissjóðs sé í sögulegu, já sögulegu hámarki og ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti úr kútnum fyrr árið 2027. Ég endurtek, 2027! Hver trúir því? Getur verið að pólitísk stefnumál ríkistjórnarflokkana séu komin í glatkistuna eða 110 ára kistu Jóhönnu og Steingríms? Er það lýðræðislega réttlátt að þegar hinn almenni kjósandi velur sér flokk í kjörklefanum, af því að honum líst sæmilega á áherslur flokksins, en kemst svo að því að þessar áherslur eru að engu hafðar er flokkurinn, sem hann kaus, rífur þessar sömu áherslur þegar hann myndar ríkisstjórn með flokkum sem eru með allt aðrar áherslur gagnvart sínum kjósendum? Er það lýðræðislegt? Þegar svo útþynntur stjórnasáttmálinn er undirritaður af formönnum hinnar nýju ríkistjórnar, skipta menn á milli sín ráðherrastólum og deila svo út ráðherraheitum sjálfum sér til vegsauka og skrauts. Oft koma mér í hug orð Nelson Mandela er hann var spurður, þá nýkominn úr margra ára fangelsi vegna andstöðu sinnar við kynþáttaskilnaðarstefnu: Hefur þú trú á manninum? Já það kemur ekkert annað til greina, svaraði Mandela. Undirritaður þarf stundum að minna sig á þetta til að fá vind í seglin. Almenningur verður að standa vörð um lýðræðið og veita valdhöfum aðhald. Til þess að grundvallaratriði lýðræðisins geti notið sín verða einstaklingarnir að hafa athafnafrelsi og skoðanafrelsi. Að vera stjórnmálamaður á ekki að vera þægileg innivinna þar sem ríkisstjórn með útþynntan stjórnarsáttmála hallar sér aftur í ráðherrastólunum og lætur kerfið stjórna. Það er misnotkun á lýðræðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun