Fjölmenning og menningarlæsi Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 27. desember 2022 11:01 Ísland er fjölmenningarsamfélag, þar sem Íslendingar nýir sem ættbornir, birta fjölbreytileika í viðhorfum, venjum og lífsskoðunum. Hlutfall Íslendinga sem eru af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda er nú komið yfir 17% samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands og vill þessi hópur eðlilega varðveita þá menningar- og trúarfleifð sem skilgreinir þau, á sama hátt og Íslendingar erlendis varðveita menningareinkenni sín. Þessi þörf að varðveita eigin menningareinkenni birtist skýrast á hátíðum og helgum stundum og Íslendingar erlendis þekkja vel að fá sent fyrir jólin hangikjöt og grænar baunir, heimshorna á milli. Ísland er fjölmenningarsamfélag, um það þarf ekki deila, en við getum sem samfélag valið að fagna þeim fjölbreytileika eða tortryggja hann. Við þekkjum öll þær afleiðingar sem slík tortryggni hefur haft í mannkynssögunni. Samhliða því að vera prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík hef ég undanfarin ár starfað við kennslu og rannsóknir í guðfræðideild við Háskólann í Münster. Hluti nemenda minna er á námsbraut sem leiðir til embættisprófs í guðfræði og stefna því á prestsskap en meirihluti nemenda minna eru kennaranemar sem stefna á kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Flest eru þau með tvær námsgreinar í sérhæfingu sinni og læra því kristinfræði á móti annarri námsgrein. Í Þýskalandi er kristinfræði kennd í öllum bekkjum grunnskóla. Í framhaldsskólum er hægt að velja fagið sem aðalfag til stúdentsprófs. Þá er kristinfræði kennd sem skyldufag við tækniskóla til útskriftar á brautum til sveinsprófs í iðngreinum. Þessar áherslur í þýskum námskrám fyrir grunn- og framhaldsskóla byggja á stjórnarskrárvörðum rétti nemenda til fræðslu um eigin trúarhefð. Í fjórðu grein þýsku stjórnarskrárinnar er fjallað um trúfrelsi sem sé friðhelgt og að trúariðkun megi ekki trufla. Hefur þessi grein sérstakt vægi í ljósi trúarofsókna þriðja ríkisins og trúaróþols guðleysisstefnu kommúnista í Austur-Þýskalandi. Sjöunda grein tryggir síðan trúfræðslu en grunnskólanum ber að fræða nemendur um þá trúarhefð sem börnin tilheyra, eftir vali foreldra. Markmið fræðslunnar er tvíþætt. Annars vegar er skyldufræðsla um trúarbrögð til að styrkja menningarlæsi á þýska og vestræna menningu og auka þannig fjölmenningarfærni nemenda. Hins vegar er fræðsla um eigin trúarbrögð sem snýst um að styrkja nemendur í eigin trúarhefð með fræðslu um megininntak og sögu þeirrar hefðar. Námsefnið fyrir kristin ungmenni er unnið í samstarfi við kirkjurnar og fyrir múslima og gyðinga í samráði við trúarsamfélög þeirra. Menningarlæsi er grunnforsenda fjölmenningar og á sama hátt og ungmenni þurfa grunn í eigin móðurmáli til að ná tökum á erlendum málum er það grundvallaratriði að þekkja eigin trúarhefð til að geta sýnt öðrum virðingu. Fyrsta reynsla mín af þýskri fjölmenningu var ráðstefna á vegum samkirkjulegra samtaka í Wuppertal, þar sem fjallað var um samskipti múslima við samfélagið, en múslimar eru í Wuppertal um 15% íbúa. Trúarleiðtogar múslima heimsóttu ráðstefnuna og sögðu frá verkefnum með ungu fólki, þar sem markmiðið var samtal um trú og menningu. Helstu hindrunina sögðu þeir vera vanþekkingu kristinna Þjóðverja á eigin trúararfi, sem gerði samtali og samanburði erfitt fyrir. Þetta vita þýsk menntayfirvöld og því hefur á undanförnum árum verið lögð meiri áhersla á trúar- og trúarbragðafræðslu í skólum. Á heimasíðu menntamálaráðuneytisins er tekið fram að auk siðfræði er megináhersla lögð á læsi á helgum ritningum hverrar trúarhefðar fyrir sig. Þar er tekið dæmi af nýliðnu siðbótarafmæli, þar sem haldið var á lofti þeim grundvallandi áhrifum sem siðbótin hafði á þýska almenningsmenntun, með áherslunni á að allir ættu að hafa aðgengi að heilagri ritningu. Biblíufræðsla er því í forgrunni hjá nemendum á öllum skólastigum. Þeir foreldrar sem ekki tilheyra kirkju eða trúarsamfélagi geta valið hagnýta heimspeki (Praktische Philosophie) sem kemur þá í stað trúarfræðslu sem skyldufags. Kristinfræðikennsla í skólum á Íslandi hefur verið felld undir samfélagsgreinar en sú stefna er í gagnstæða átt við þá menntastefnu sem fjölmenningarþjóðir Evrópu hafa. Engum dytti í hug að halda því fram að íslenskukennsla ýti undir þröngsýni og fordóma. Þvert á móti styrkir íslenskukennsla skilning innflytjenda á íslensku samfélagi. Umburðarlyndi verður aldrei aukið með fáfræði, heldur með menntun sem miðar að því að auka menningarlæsi, styrkja þekkingu nemenda um eigin trúararf og miðla upplýstu umburðalyndi á milli trúarhefða. Í þeim anda höfum við Fríkirkjufólk boðið fjölbreyttum röddum að tala til þjóðarinnar á jólum og munum gera okkur far um að samfagna Íslendingum með annan trúarbakgrunn á þeirra helgu tíðum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Menning Trúmál Fjölmenning Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ísland er fjölmenningarsamfélag, þar sem Íslendingar nýir sem ættbornir, birta fjölbreytileika í viðhorfum, venjum og lífsskoðunum. Hlutfall Íslendinga sem eru af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda er nú komið yfir 17% samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands og vill þessi hópur eðlilega varðveita þá menningar- og trúarfleifð sem skilgreinir þau, á sama hátt og Íslendingar erlendis varðveita menningareinkenni sín. Þessi þörf að varðveita eigin menningareinkenni birtist skýrast á hátíðum og helgum stundum og Íslendingar erlendis þekkja vel að fá sent fyrir jólin hangikjöt og grænar baunir, heimshorna á milli. Ísland er fjölmenningarsamfélag, um það þarf ekki deila, en við getum sem samfélag valið að fagna þeim fjölbreytileika eða tortryggja hann. Við þekkjum öll þær afleiðingar sem slík tortryggni hefur haft í mannkynssögunni. Samhliða því að vera prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík hef ég undanfarin ár starfað við kennslu og rannsóknir í guðfræðideild við Háskólann í Münster. Hluti nemenda minna er á námsbraut sem leiðir til embættisprófs í guðfræði og stefna því á prestsskap en meirihluti nemenda minna eru kennaranemar sem stefna á kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Flest eru þau með tvær námsgreinar í sérhæfingu sinni og læra því kristinfræði á móti annarri námsgrein. Í Þýskalandi er kristinfræði kennd í öllum bekkjum grunnskóla. Í framhaldsskólum er hægt að velja fagið sem aðalfag til stúdentsprófs. Þá er kristinfræði kennd sem skyldufag við tækniskóla til útskriftar á brautum til sveinsprófs í iðngreinum. Þessar áherslur í þýskum námskrám fyrir grunn- og framhaldsskóla byggja á stjórnarskrárvörðum rétti nemenda til fræðslu um eigin trúarhefð. Í fjórðu grein þýsku stjórnarskrárinnar er fjallað um trúfrelsi sem sé friðhelgt og að trúariðkun megi ekki trufla. Hefur þessi grein sérstakt vægi í ljósi trúarofsókna þriðja ríkisins og trúaróþols guðleysisstefnu kommúnista í Austur-Þýskalandi. Sjöunda grein tryggir síðan trúfræðslu en grunnskólanum ber að fræða nemendur um þá trúarhefð sem börnin tilheyra, eftir vali foreldra. Markmið fræðslunnar er tvíþætt. Annars vegar er skyldufræðsla um trúarbrögð til að styrkja menningarlæsi á þýska og vestræna menningu og auka þannig fjölmenningarfærni nemenda. Hins vegar er fræðsla um eigin trúarbrögð sem snýst um að styrkja nemendur í eigin trúarhefð með fræðslu um megininntak og sögu þeirrar hefðar. Námsefnið fyrir kristin ungmenni er unnið í samstarfi við kirkjurnar og fyrir múslima og gyðinga í samráði við trúarsamfélög þeirra. Menningarlæsi er grunnforsenda fjölmenningar og á sama hátt og ungmenni þurfa grunn í eigin móðurmáli til að ná tökum á erlendum málum er það grundvallaratriði að þekkja eigin trúarhefð til að geta sýnt öðrum virðingu. Fyrsta reynsla mín af þýskri fjölmenningu var ráðstefna á vegum samkirkjulegra samtaka í Wuppertal, þar sem fjallað var um samskipti múslima við samfélagið, en múslimar eru í Wuppertal um 15% íbúa. Trúarleiðtogar múslima heimsóttu ráðstefnuna og sögðu frá verkefnum með ungu fólki, þar sem markmiðið var samtal um trú og menningu. Helstu hindrunina sögðu þeir vera vanþekkingu kristinna Þjóðverja á eigin trúararfi, sem gerði samtali og samanburði erfitt fyrir. Þetta vita þýsk menntayfirvöld og því hefur á undanförnum árum verið lögð meiri áhersla á trúar- og trúarbragðafræðslu í skólum. Á heimasíðu menntamálaráðuneytisins er tekið fram að auk siðfræði er megináhersla lögð á læsi á helgum ritningum hverrar trúarhefðar fyrir sig. Þar er tekið dæmi af nýliðnu siðbótarafmæli, þar sem haldið var á lofti þeim grundvallandi áhrifum sem siðbótin hafði á þýska almenningsmenntun, með áherslunni á að allir ættu að hafa aðgengi að heilagri ritningu. Biblíufræðsla er því í forgrunni hjá nemendum á öllum skólastigum. Þeir foreldrar sem ekki tilheyra kirkju eða trúarsamfélagi geta valið hagnýta heimspeki (Praktische Philosophie) sem kemur þá í stað trúarfræðslu sem skyldufags. Kristinfræðikennsla í skólum á Íslandi hefur verið felld undir samfélagsgreinar en sú stefna er í gagnstæða átt við þá menntastefnu sem fjölmenningarþjóðir Evrópu hafa. Engum dytti í hug að halda því fram að íslenskukennsla ýti undir þröngsýni og fordóma. Þvert á móti styrkir íslenskukennsla skilning innflytjenda á íslensku samfélagi. Umburðarlyndi verður aldrei aukið með fáfræði, heldur með menntun sem miðar að því að auka menningarlæsi, styrkja þekkingu nemenda um eigin trúararf og miðla upplýstu umburðalyndi á milli trúarhefða. Í þeim anda höfum við Fríkirkjufólk boðið fjölbreyttum röddum að tala til þjóðarinnar á jólum og munum gera okkur far um að samfagna Íslendingum með annan trúarbakgrunn á þeirra helgu tíðum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun